Kókaínsmygl og lesbíuleyndarmál Brynhildur Björnsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 10:15 Bókarkápan er hönnuð af Höllu Siggu. Bækur Gildran Höfundur Lilja Sigurðardóttir Útgefandi JPV,Prentsmiða: Oddi, Kápuhönnun: Halla Sigga K 344 bls. Íslenskir spennusagnahöfundar hafa notið töluverðrar velgengni á erlendri grund undanfarin ár og þessi velgengni hefur orðið til þess að fleiri og fleiri rithöfundar hafa árætt að leggja fyrir sig spennusagnaskrif sem þóttu varla teljast til alvöru ritstarfa hérlendis lengi framanaf. Þeir og þær hafa fengið tækifæri til að þjálfa sig í þessari listgrein sem er ansi harður húsbóndi þar sem kröfuharðir lesendur krefjast að minnsta kosti einnar bókar á ári og gamalla og gróinna hugmynda í stöðugt nýjum búningum. Lilja Sigurðardóttir er einn þeirra íslensku höfunda sem hefur fengið útgáfusamninga við erlend fyrirtæki en þriðja bók hennar, Gildran, kom út á dögunum. Sagan gerist eldgosaveturinn 2010-2011 og fjallar um Sonju, sem eftir erfiðan skilnað stendur uppi eignalaus og án forræðis yfir syni sínum. Hún skuldar stórfé sem aðeins býðst að greiða á einn veg: með því að smygla kókaíni til landsins. Hún lítur á þessa iðju sem neyðarúrræði rétt á meðan hún kemur undir sig fótunum en smyglhringurinn sem hefur leitt hana í þessa gildru hefur annað í huga. Inn í þessa sögu fléttast svo ástarsamband Sonju við bankakonuna Öglu, sem milli stormasamra ástarfunda situr í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara, og saga tollvarðarins Braga sem þrjóskast við að fara á eftirlaun þar sem konan hans er komin á elliheimili og hann hefur að engu að hverfa þegar hann kemur heim. Sagan er spennandi og söguþráðurinn vel ofinn, persónusköpun er skýr og vel tekst að byggja upp og halda spennu. Einkalíf persóna er oft miðlægt í glæpasögum og í þessu tilfelli er skemmtileg tilbreyting að fá að skyggnast inn í ástarsamband lesbískra elskenda, einkum þar sem önnur er hikandi við að gangast við tilfinningum sínum og er því sífellt að biðja hina um að segja sér „lesbíuleyndarmál“ sem eru ýmist fyndnar klisjur eða staðreyndir sem ýmist koma þeirri forvitnu á óvart eða setja hana úr jafnvægi. Helsti galli bókarinnar (og það má vissulega deila um hvort það er galli) er að hún klárast ekki alveg eins og formúlan segir til um. Lesandinn býr sig undir að allir þræðir sögunnar komi saman í lokin þar sem lausn á einu vandamáli hrindir af stað keðjuverkun sem leysir öll hin, eins og á vanda til að gerast í glæpasögum af því tagi þar sem sjónarhornið er ekki hjá lögreglunni, (það er ein lögga nafngreind í sögunni og hún kemur tvisvar við sögu í stutta stund) heldur hjá glæpamanninum sem hefur samúð lesandans óskipta. Endirinn er að mörgu leyti ófullnægjandi og þræðirnir koma ekki saman á þann hátt sem lesandinn óskar sér. Í sögu þar sem ótrúlegar en vissulega haganlega fléttaðar tilviljanir ráða stundum framvindunni er næstum eins og ekki hafi gefist nægur tími til að ganga frá lausum endum og hnýta þá saman. En svo má aftur hrósa höfundi fyrir að leika sér með hefðina og láta ekki kröfur fastsetts forms og ímyndaðra lesenda stjórna sköpun sinni og skrifum. Og þetta truflar auðvitað ekki ánægjuna af því að lesa góða glæpasögu.Niðurstaða Skemmtileg og spennandi glæpasaga og endirinn kemur á óvart. Bókmenntir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Gildran Höfundur Lilja Sigurðardóttir Útgefandi JPV,Prentsmiða: Oddi, Kápuhönnun: Halla Sigga K 344 bls. Íslenskir spennusagnahöfundar hafa notið töluverðrar velgengni á erlendri grund undanfarin ár og þessi velgengni hefur orðið til þess að fleiri og fleiri rithöfundar hafa árætt að leggja fyrir sig spennusagnaskrif sem þóttu varla teljast til alvöru ritstarfa hérlendis lengi framanaf. Þeir og þær hafa fengið tækifæri til að þjálfa sig í þessari listgrein sem er ansi harður húsbóndi þar sem kröfuharðir lesendur krefjast að minnsta kosti einnar bókar á ári og gamalla og gróinna hugmynda í stöðugt nýjum búningum. Lilja Sigurðardóttir er einn þeirra íslensku höfunda sem hefur fengið útgáfusamninga við erlend fyrirtæki en þriðja bók hennar, Gildran, kom út á dögunum. Sagan gerist eldgosaveturinn 2010-2011 og fjallar um Sonju, sem eftir erfiðan skilnað stendur uppi eignalaus og án forræðis yfir syni sínum. Hún skuldar stórfé sem aðeins býðst að greiða á einn veg: með því að smygla kókaíni til landsins. Hún lítur á þessa iðju sem neyðarúrræði rétt á meðan hún kemur undir sig fótunum en smyglhringurinn sem hefur leitt hana í þessa gildru hefur annað í huga. Inn í þessa sögu fléttast svo ástarsamband Sonju við bankakonuna Öglu, sem milli stormasamra ástarfunda situr í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara, og saga tollvarðarins Braga sem þrjóskast við að fara á eftirlaun þar sem konan hans er komin á elliheimili og hann hefur að engu að hverfa þegar hann kemur heim. Sagan er spennandi og söguþráðurinn vel ofinn, persónusköpun er skýr og vel tekst að byggja upp og halda spennu. Einkalíf persóna er oft miðlægt í glæpasögum og í þessu tilfelli er skemmtileg tilbreyting að fá að skyggnast inn í ástarsamband lesbískra elskenda, einkum þar sem önnur er hikandi við að gangast við tilfinningum sínum og er því sífellt að biðja hina um að segja sér „lesbíuleyndarmál“ sem eru ýmist fyndnar klisjur eða staðreyndir sem ýmist koma þeirri forvitnu á óvart eða setja hana úr jafnvægi. Helsti galli bókarinnar (og það má vissulega deila um hvort það er galli) er að hún klárast ekki alveg eins og formúlan segir til um. Lesandinn býr sig undir að allir þræðir sögunnar komi saman í lokin þar sem lausn á einu vandamáli hrindir af stað keðjuverkun sem leysir öll hin, eins og á vanda til að gerast í glæpasögum af því tagi þar sem sjónarhornið er ekki hjá lögreglunni, (það er ein lögga nafngreind í sögunni og hún kemur tvisvar við sögu í stutta stund) heldur hjá glæpamanninum sem hefur samúð lesandans óskipta. Endirinn er að mörgu leyti ófullnægjandi og þræðirnir koma ekki saman á þann hátt sem lesandinn óskar sér. Í sögu þar sem ótrúlegar en vissulega haganlega fléttaðar tilviljanir ráða stundum framvindunni er næstum eins og ekki hafi gefist nægur tími til að ganga frá lausum endum og hnýta þá saman. En svo má aftur hrósa höfundi fyrir að leika sér með hefðina og láta ekki kröfur fastsetts forms og ímyndaðra lesenda stjórna sköpun sinni og skrifum. Og þetta truflar auðvitað ekki ánægjuna af því að lesa góða glæpasögu.Niðurstaða Skemmtileg og spennandi glæpasaga og endirinn kemur á óvart.
Bókmenntir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira