Lífið

Myndaveisla frá Iceland Airwaves: Berndsen fór úr að ofan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjör á Berndsen í gær.
Fjör á Berndsen í gær. vísir/andri marínó
Annað kvöldið á Iceland Airwaves fór fram í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og var gríðarleg stemning á nokkrum tónleikum.

John Grant hélt risatónleika í Eldborgarsalnum í Hörpu og naut hann aðstoðar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Andri Marínó, ljósmyndari 365, var á fleygiferð í gærkvöldi og myndaði fjörið.

Hann kom meðal annars við á tónleikum hjá Berndsen, Bubba og Dimmu, Úlfi Úlf og Sturla Atlas. Dagskráin heldur síðan áfram næstu þrjú kvöld og nær hátíðin hámarki á sunnudagskvöldið í Vodafone-höllinni þegar Hot Chip stígur á svið.

Hér að neðan má sjá myndaveislu frá gærkvöldinu. 

Rosaleg stemning á Berndsenvísir/andri marínó
Sturla Atlas sló í gegn.vísir/andri marínó
Bubbi og Dimma fóru á kostum á NASAvísir/andri marínó
vísir/andri marínó
Vísir/Andri Marinó
Strákarnir í Úlf Úlf fóru mikinn.vísir/andri marínó





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.