Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2015 15:15 Félagarnir Thomas og Peter kunnu vel að meta fiskinn og franskarnar í Hörpu í gærkvöldi. Vísir/KTD Vinirnir Thomas Meneweger og Peter Kreyci voru afar sáttir með fiskinn og frönsku kartöflurnar sem þeir gúffuðu í sig í Hörpu á níunda tímanum í gærkvöldi. Austurríkismennirnir segja bjórinn fáránlega dýran hér á landi og eru afar virkir á Tinder. Íslensku stelpurnar virðast þó ekki að heilla þá upp úr skónum. „Íslenskur vinur okkar bjó í Salzburg í sjö ár. Við ákváðum að sameina heimsókn til hans og Iceland Airwaves,“ sögðu félagarnir á meðan þeir nærðu sig í anddyri Hörpu í gærkvöldi. Þeir komu til landsins á mánudag og hafa síðan notið tónlistar og sötrað bjór. „Við keyptum nokkra kassa af bjór í Vínbúðinni. Áfengi er eitt af því mikilvægasta í lífi Austurríkismanna og á meðan á tónlistarhátíðum stendur er mikilvægt að vera fullur. Við vissum hins vegar ekki hve fáránlega dýr hann væri hér á landi,“ segja strákarnir.Agent Fresco spiluðu í Silfurbergi í gærkvöldi.Agent Fresco @ Harpa SilfurbergPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015Kviknað í kreditkortinu Mánudeginum vörðu þeir á Kex þar sem þeir hlustuðu á tónlist og keyptu bjór af barnum. „Það var dýr dagur,“ segja strákarnir sem tóku kojufyllerí heima hjá vini sínum á þriðjudeginum. Stofuborðið var þakið bjór og síðan sötrað. Þeir neituðu því ekki að þeir væru aðeins eftir sig í gær eftir átök þriðjudagsins en væru að skríða saman. Þeir sögðust ekki hlakka til að skoða kreditkortareikninginn þegar þeir kæmu aftur heim. „Það er kviknað í kortinu,“ segir Peter en Thomas sér „jákvæðu hliðina“. „Það góða við kreditkort er að þau eru vandamál síðar meir,“ segir hann og hlær. Strákarnir voru að gíra sig upp fyrir tónleika með Manu Delago frá Austurríki í gærkvöldi. Annars sögðust þeir spenntastir fyrir tónleikum John Grant með Sinfó. Ætluðu þeir að passa sig að sofa ekki yfir sig en miðar voru afhentir í hádeginu í dag undir formerkjunum, fyrstur kemur - fyrstur fær. „Þess vegna erum við að borða svo við verðum ekki of fullir á eftir,“ segir Thomas.Röðin var löng eftir miðum á John Grant í hádeginu.Now this is a beautiful line!!! Ticket handout for John Grant starts at 12:00!!!! #airwaves #johngrant #harpaPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Thursday, November 5, 2015Tinder logar Svo mætti ætla að fegurð íslenskra kvenna væri óumdeild. Sigrar í fegurðarsamkeppni mætti nota sem rök á meðan aðrir myndu segja að nóg væri að líta í kringum sig. Félagarnir segjast þó ekkert sérstaklega spenntir fyrir íslenskum stelpum. „Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ segir Peter. Blaðamaður er ekki lítið hissa á þessum viðbrögðum og horfir spurnaraugum á Peter þar sem hann japlar á frönskum kartöflum. „Ég er ekki stelpa!“ Aðspurðir segjast þeir félagar að sjálfsögðu vera búnir að logga sig inn á Tinder. „Auðvitað! Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Peter. Thomas er ekki alveg jafnkokhraustur en hann sagðist vera búinn með kvótann á stelpum sem hann geti líkað við innan tiltekins tíma. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00 Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Vinirnir Thomas Meneweger og Peter Kreyci voru afar sáttir með fiskinn og frönsku kartöflurnar sem þeir gúffuðu í sig í Hörpu á níunda tímanum í gærkvöldi. Austurríkismennirnir segja bjórinn fáránlega dýran hér á landi og eru afar virkir á Tinder. Íslensku stelpurnar virðast þó ekki að heilla þá upp úr skónum. „Íslenskur vinur okkar bjó í Salzburg í sjö ár. Við ákváðum að sameina heimsókn til hans og Iceland Airwaves,“ sögðu félagarnir á meðan þeir nærðu sig í anddyri Hörpu í gærkvöldi. Þeir komu til landsins á mánudag og hafa síðan notið tónlistar og sötrað bjór. „Við keyptum nokkra kassa af bjór í Vínbúðinni. Áfengi er eitt af því mikilvægasta í lífi Austurríkismanna og á meðan á tónlistarhátíðum stendur er mikilvægt að vera fullur. Við vissum hins vegar ekki hve fáránlega dýr hann væri hér á landi,“ segja strákarnir.Agent Fresco spiluðu í Silfurbergi í gærkvöldi.Agent Fresco @ Harpa SilfurbergPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015Kviknað í kreditkortinu Mánudeginum vörðu þeir á Kex þar sem þeir hlustuðu á tónlist og keyptu bjór af barnum. „Það var dýr dagur,“ segja strákarnir sem tóku kojufyllerí heima hjá vini sínum á þriðjudeginum. Stofuborðið var þakið bjór og síðan sötrað. Þeir neituðu því ekki að þeir væru aðeins eftir sig í gær eftir átök þriðjudagsins en væru að skríða saman. Þeir sögðust ekki hlakka til að skoða kreditkortareikninginn þegar þeir kæmu aftur heim. „Það er kviknað í kortinu,“ segir Peter en Thomas sér „jákvæðu hliðina“. „Það góða við kreditkort er að þau eru vandamál síðar meir,“ segir hann og hlær. Strákarnir voru að gíra sig upp fyrir tónleika með Manu Delago frá Austurríki í gærkvöldi. Annars sögðust þeir spenntastir fyrir tónleikum John Grant með Sinfó. Ætluðu þeir að passa sig að sofa ekki yfir sig en miðar voru afhentir í hádeginu í dag undir formerkjunum, fyrstur kemur - fyrstur fær. „Þess vegna erum við að borða svo við verðum ekki of fullir á eftir,“ segir Thomas.Röðin var löng eftir miðum á John Grant í hádeginu.Now this is a beautiful line!!! Ticket handout for John Grant starts at 12:00!!!! #airwaves #johngrant #harpaPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Thursday, November 5, 2015Tinder logar Svo mætti ætla að fegurð íslenskra kvenna væri óumdeild. Sigrar í fegurðarsamkeppni mætti nota sem rök á meðan aðrir myndu segja að nóg væri að líta í kringum sig. Félagarnir segjast þó ekkert sérstaklega spenntir fyrir íslenskum stelpum. „Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ segir Peter. Blaðamaður er ekki lítið hissa á þessum viðbrögðum og horfir spurnaraugum á Peter þar sem hann japlar á frönskum kartöflum. „Ég er ekki stelpa!“ Aðspurðir segjast þeir félagar að sjálfsögðu vera búnir að logga sig inn á Tinder. „Auðvitað! Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Peter. Thomas er ekki alveg jafnkokhraustur en hann sagðist vera búinn með kvótann á stelpum sem hann geti líkað við innan tiltekins tíma.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00 Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00
Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42