Seðlabankastjóri boðar afnám hafta á almenning á næsta ári ingvar haraldsson skrifar 5. nóvember 2015 11:54 Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hugsanlegt að lífeyrissjóðum verði hleypt sérstaklega úr höftum. vísir/stefán karlsson Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að hægt verði að fara í afnám gjaldeyrishafta á almenning á næsta ári. „Ég hef sagt það ef að við spillum sjálf ekki of mikið jafnvæginu í þjóðarbúskapnum sem birtist í auknum viðskiptafgangi, og þó verðbólgunni ekki komin hærra en þetta og fleiri þáttum þá séu mjög góðar líkur á að það sé hægt að fara mjög hratt í þá losun þegar uppgjör búanna og aflandskrónuútboðið er búið. Það er að segja, að við getum farið mjög hratt í losun á næsta ári,“ segir Már í samtali við Vísi. Slitabúin hafa fengið frest til 15. mars til að ljúka nauðasamningum. Hugsanlega verði lífeyrissjóðum hleypt fyrst út úr höftunum. „Varðandi lífeyrissjóðina þá geta verið ágætisforsendur fyrir því að hleypa þeim eitthvað út, bara sérstaklega,“ segir hann.Fjármálaráðherra og Seðlabankastjóri segja báðir aðstæður vera góðar til að afnema höftin á næsta ári.vísir/vilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert væri því til fyrirstöðu að stór skref verði stigin í afnámi hafta eftir gjaldeyrisuppboð fyrir aflandskrónueigendur lýkur í janúar. „Ef við trúum því að við séum búin að leysa greiðslujafnaðarvandann vegna slitabúanna, og að því gefnu að útboðið takist vel, þá er ekkert í ytra umhverfinu sem kallar á höft fyrir íslenska hagkerfið,“ sagði Bjarni. Seðlabankastjóri á von á því að fjármagnsflutningar verði frjálsir gagnvart almenningi en takmarkanir verði hjá bönkum og ákveðnum erlendum fjárfestum. „Ég held að þetta verði alveg frjálst fyrir fyrirtæki og heimil og þá sem eru í viðskiptum og að flytja fjármagn.“ Sandur í tannhjól frjálsra fjármagnshreyfinga„Það sem verður ekki alveg frjálst er að við erum núna með regluverk í kringum bankakerfið sem getur ekki tekið eins mikla stöðu og áður. Svo er ég líka að vona að það verði hömlur á möguleika innlendra fjármálafyrirtækja að miðla erlendum lánum til heimila og fyrirtækja sem ekki eru með tekjur í erlendri mynt,“ segir Már. Þá vinni seðlabankinn að tillögum sem takmarka eigi svokölluð vaxtamunaviðskipti erlendra aðila með fjárfestingum hér á landi á hærri ávöxtun en fáist annars staðar. Þeirri vinnu hefur verið flýtt vegna talsverðs innflæðis erlends fjármagns á síðustu mánuðum. „Allt er þetta einhvers konar sandur í tannhjól algjörlega frjálsra fjármagnshreyfinga. En það á ekki að trufla neitt sem skiptir efnahagslegu máli því að óheftir frjálsir fjármagnsstraumar eru náttúrulega mjög jákvæðir þegar það tengist einhverjum raunverulegum undirliggjandi viðskiptum.“ Svo fólk getur bráðum farið að kaupa sér hús á Spáni og hlutabréf í Apple?„Ef það á fyrir því þá mun það bráðum fara að geta gert það.“ Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að hægt verði að fara í afnám gjaldeyrishafta á almenning á næsta ári. „Ég hef sagt það ef að við spillum sjálf ekki of mikið jafnvæginu í þjóðarbúskapnum sem birtist í auknum viðskiptafgangi, og þó verðbólgunni ekki komin hærra en þetta og fleiri þáttum þá séu mjög góðar líkur á að það sé hægt að fara mjög hratt í þá losun þegar uppgjör búanna og aflandskrónuútboðið er búið. Það er að segja, að við getum farið mjög hratt í losun á næsta ári,“ segir Már í samtali við Vísi. Slitabúin hafa fengið frest til 15. mars til að ljúka nauðasamningum. Hugsanlega verði lífeyrissjóðum hleypt fyrst út úr höftunum. „Varðandi lífeyrissjóðina þá geta verið ágætisforsendur fyrir því að hleypa þeim eitthvað út, bara sérstaklega,“ segir hann.Fjármálaráðherra og Seðlabankastjóri segja báðir aðstæður vera góðar til að afnema höftin á næsta ári.vísir/vilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert væri því til fyrirstöðu að stór skref verði stigin í afnámi hafta eftir gjaldeyrisuppboð fyrir aflandskrónueigendur lýkur í janúar. „Ef við trúum því að við séum búin að leysa greiðslujafnaðarvandann vegna slitabúanna, og að því gefnu að útboðið takist vel, þá er ekkert í ytra umhverfinu sem kallar á höft fyrir íslenska hagkerfið,“ sagði Bjarni. Seðlabankastjóri á von á því að fjármagnsflutningar verði frjálsir gagnvart almenningi en takmarkanir verði hjá bönkum og ákveðnum erlendum fjárfestum. „Ég held að þetta verði alveg frjálst fyrir fyrirtæki og heimil og þá sem eru í viðskiptum og að flytja fjármagn.“ Sandur í tannhjól frjálsra fjármagnshreyfinga„Það sem verður ekki alveg frjálst er að við erum núna með regluverk í kringum bankakerfið sem getur ekki tekið eins mikla stöðu og áður. Svo er ég líka að vona að það verði hömlur á möguleika innlendra fjármálafyrirtækja að miðla erlendum lánum til heimila og fyrirtækja sem ekki eru með tekjur í erlendri mynt,“ segir Már. Þá vinni seðlabankinn að tillögum sem takmarka eigi svokölluð vaxtamunaviðskipti erlendra aðila með fjárfestingum hér á landi á hærri ávöxtun en fáist annars staðar. Þeirri vinnu hefur verið flýtt vegna talsverðs innflæðis erlends fjármagns á síðustu mánuðum. „Allt er þetta einhvers konar sandur í tannhjól algjörlega frjálsra fjármagnshreyfinga. En það á ekki að trufla neitt sem skiptir efnahagslegu máli því að óheftir frjálsir fjármagnsstraumar eru náttúrulega mjög jákvæðir þegar það tengist einhverjum raunverulegum undirliggjandi viðskiptum.“ Svo fólk getur bráðum farið að kaupa sér hús á Spáni og hlutabréf í Apple?„Ef það á fyrir því þá mun það bráðum fara að geta gert það.“
Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira