Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2015 10:00 Systkinin Fabian og Aline frá Mexíkó og Jana frá Tékklandi eru spennt fyrir íslenskri tónlist. Vísir/KTD Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. Fabian Gonzales, bróðir Aline, slappar af á meðan systir hans stendur vaktina og er með augun opin fyrir íslenskum stelpum. Þau eru að minnsta kosti ekki lokuð. Þremenningarnir hafa verið hér í nokkra daga að aðstoða við undirbúning hátíðarinnar og stelpurnar verða á vaktinni milli þess sem þær skella sér á tónleika með Fabian.Bassaleikarinn Vignir Rafn Hilmarsson spilar á þriðja tug tónleika á Airwaves. Hann var í viðtali við Fréttablaðið af því tilefni í vikunni.His first gig of 28 in total (about). Vignir the King of #airwaves15! @agentfresco @iamhelgiPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015„Ég kom hingað fyrir fjórum árum og skemmti mér svo vel. Mig langaði aftur til Íslands og þetta var ódýr valkostur. Það er gaman að fá að vera hluti af þessu verkefni,“ segir Jana. Hún minnist tónleika með Of Monsters and Men í ferð sinni til Íslands og hún hafi í kjölfarið tekið ástfóstri við íslenska tónlist. „Ég fór á internetið, horfði á tónlistarmyndbönd og upptökur KEXP af Airwaves á Kex Hostel og hugsaði að mig langaði að fara aftur til Íslands,“ segir Jana sem nýtur þess að geta stundum hlustað á hljómsveitirnar á Airwaves í undirbúningi þeirra baksviðs.Að neðan má sjá Of Monsters and Men flytja Little Talks á KEXP á Kex Hostel árið 2011.Laus við Tinder Systkinin Aline og Fabian eru komin til Íslands í fyrsta skipti. Aline er sem fyrr segir sjálfboðaliði en Fabian segist hafa ákveðið að skella sér með þegar hann heyrði að systirin ætlaði að leggja í langferð til Íslands. Til að hafa auga með systur sinni spyr blaðamaður? „Já,“ segir Fabian og þau skella upp úr. Hann ætli ekki að tapa henni í hendur íslenskra flagara. Aline er fljót til svars að það sé ekki tilgangurinn með ferðinni. Bróðir hennar er þó með augun opin fyrir fögrum fljóðum frá Íslandi. „Það gæti verið,“ segir Fabian en hann ætli ekki að notast við forritið Tinder til að hafa upp á þeim. „Nei, nei nei,“ segir hann hlæjandi. Gestir á Iceland Airwaves eru á öllum aldri.Our youngest visitor #airwaves15Posted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015Þau systkinin eru spenntust fyrir því að sjá Kiasmos, Beach house og Gus Gus. Aline segist vera mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar sem sé auðvitað ástæðan fyrir því að hún skellti sér hingað. Að tónleikahátíðinni lokinni ætla þau að leigja bíl og keyra hringinn í kringum landið. En áður en að því kemur eiga Aline og Jana eftir að standa fjölmargar vaktir. Aðspurðar segja þær sumar vaktirnar vera langt fram á nótt en þær fái gott frí inn á milli. Þær séu aðallega baksviðs og þar geri þær bara allt sem þarf að gera. Ja, allt nema að þrífa klósettin. „Það eru sem betur fer einhverjir aðrir í því,“ segja þær hlæjandi.Iceland Airwaves hófst í dag og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar.Dagskrána má sjá hér. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. Fabian Gonzales, bróðir Aline, slappar af á meðan systir hans stendur vaktina og er með augun opin fyrir íslenskum stelpum. Þau eru að minnsta kosti ekki lokuð. Þremenningarnir hafa verið hér í nokkra daga að aðstoða við undirbúning hátíðarinnar og stelpurnar verða á vaktinni milli þess sem þær skella sér á tónleika með Fabian.Bassaleikarinn Vignir Rafn Hilmarsson spilar á þriðja tug tónleika á Airwaves. Hann var í viðtali við Fréttablaðið af því tilefni í vikunni.His first gig of 28 in total (about). Vignir the King of #airwaves15! @agentfresco @iamhelgiPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015„Ég kom hingað fyrir fjórum árum og skemmti mér svo vel. Mig langaði aftur til Íslands og þetta var ódýr valkostur. Það er gaman að fá að vera hluti af þessu verkefni,“ segir Jana. Hún minnist tónleika með Of Monsters and Men í ferð sinni til Íslands og hún hafi í kjölfarið tekið ástfóstri við íslenska tónlist. „Ég fór á internetið, horfði á tónlistarmyndbönd og upptökur KEXP af Airwaves á Kex Hostel og hugsaði að mig langaði að fara aftur til Íslands,“ segir Jana sem nýtur þess að geta stundum hlustað á hljómsveitirnar á Airwaves í undirbúningi þeirra baksviðs.Að neðan má sjá Of Monsters and Men flytja Little Talks á KEXP á Kex Hostel árið 2011.Laus við Tinder Systkinin Aline og Fabian eru komin til Íslands í fyrsta skipti. Aline er sem fyrr segir sjálfboðaliði en Fabian segist hafa ákveðið að skella sér með þegar hann heyrði að systirin ætlaði að leggja í langferð til Íslands. Til að hafa auga með systur sinni spyr blaðamaður? „Já,“ segir Fabian og þau skella upp úr. Hann ætli ekki að tapa henni í hendur íslenskra flagara. Aline er fljót til svars að það sé ekki tilgangurinn með ferðinni. Bróðir hennar er þó með augun opin fyrir fögrum fljóðum frá Íslandi. „Það gæti verið,“ segir Fabian en hann ætli ekki að notast við forritið Tinder til að hafa upp á þeim. „Nei, nei nei,“ segir hann hlæjandi. Gestir á Iceland Airwaves eru á öllum aldri.Our youngest visitor #airwaves15Posted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015Þau systkinin eru spenntust fyrir því að sjá Kiasmos, Beach house og Gus Gus. Aline segist vera mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar sem sé auðvitað ástæðan fyrir því að hún skellti sér hingað. Að tónleikahátíðinni lokinni ætla þau að leigja bíl og keyra hringinn í kringum landið. En áður en að því kemur eiga Aline og Jana eftir að standa fjölmargar vaktir. Aðspurðar segja þær sumar vaktirnar vera langt fram á nótt en þær fái gott frí inn á milli. Þær séu aðallega baksviðs og þar geri þær bara allt sem þarf að gera. Ja, allt nema að þrífa klósettin. „Það eru sem betur fer einhverjir aðrir í því,“ segja þær hlæjandi.Iceland Airwaves hófst í dag og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar.Dagskrána má sjá hér.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42