Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 08:00 Jana og Joula glaðar í bragði á Drafnarsteini. vísir/vilhelm „Við viljum gera allt sem er í okkar valdi til þess að halda þeim hér og erum að skoða hvernig við getum beitt okkur fyrir þeirra velferð,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarsteini, um sýrlensku systurnar Joulu og Jönu, þriggja og fjögurra ára. Joula og Jana hófu skólagöngu sína á Drafnarsteini fyrir rúmri viku. „Ég hef verið að spyrjast fyrir um hvað við getum gert. Okkur finnst ótækt að það standi til að senda þær aftur til Grikklands.“ Foreldrar systranna, þau Wael Aliyadah og Feryal Aldahash, komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum með dætur sínar. Þau sóttu um hæli á Íslandi en var neitað og umsókn þeirra verður ekki tekin fyrir þar sem fjölskyldan hefur nú þegar fengið hæli í Grikklandi. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlun þeirra. Wael, faðirinn, segist hafa verið nauðbeygður til þess. Halldóra segir aðlögun systranna hafa gengið vel. Starfsmenn og foreldrar barna á leikskólanum hafa lagt þeim lið og til að mynda gefið þeim útifatnað og aðrar nauðsynjar. Systurnar geta sagt nokkur íslensk orð þrátt fyrir að hafa aðeins verið á leikskólanum í viku; skór, galli og krakkar eru á meðal orða sem þær segja á skýrri íslensku. Þær hafa líka myndað tengsl við leikfélaga sína á leikskólanum þrátt fyrir stutta veru. „Þær plumuðu sig frá fyrsta degi, það var eiginlega stórmerkilegt. Maður sá þær fylgjast með rútínunni og taka svo strax þátt. Þær voru í augljósri þörf fyrir að komast í skóla, það gleymist stundum í umræðunni að það eru mikilvæg réttindi þeirra. Það gengur svo vel hjá fjölskyldunni. Foreldrarnir hafa einnig lagt hart að sér í íslenskunámi og geta sagt nokkrar setningar á íslensku. Foreldrarnir á leikskólanum láta sér annt um fjölskylduna. Við spyrjum okkur öll að því af hverju fjölskyldan fái ekki að vera hér,“ segir Halldóra. Wael og Feryal sögðu sögu sína í Kastljósi snemma í haust. Þá greindu þau frá því að þau hefðu ekki haft annað val en að sækja um hæli í Grikklandi. Annars hefðu þau verið handtekin. Wael og Feryal óttast að vera send til baka þar sem aðstæður eru á engan hátt tryggar í Grikklandi. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
„Við viljum gera allt sem er í okkar valdi til þess að halda þeim hér og erum að skoða hvernig við getum beitt okkur fyrir þeirra velferð,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarsteini, um sýrlensku systurnar Joulu og Jönu, þriggja og fjögurra ára. Joula og Jana hófu skólagöngu sína á Drafnarsteini fyrir rúmri viku. „Ég hef verið að spyrjast fyrir um hvað við getum gert. Okkur finnst ótækt að það standi til að senda þær aftur til Grikklands.“ Foreldrar systranna, þau Wael Aliyadah og Feryal Aldahash, komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum með dætur sínar. Þau sóttu um hæli á Íslandi en var neitað og umsókn þeirra verður ekki tekin fyrir þar sem fjölskyldan hefur nú þegar fengið hæli í Grikklandi. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlun þeirra. Wael, faðirinn, segist hafa verið nauðbeygður til þess. Halldóra segir aðlögun systranna hafa gengið vel. Starfsmenn og foreldrar barna á leikskólanum hafa lagt þeim lið og til að mynda gefið þeim útifatnað og aðrar nauðsynjar. Systurnar geta sagt nokkur íslensk orð þrátt fyrir að hafa aðeins verið á leikskólanum í viku; skór, galli og krakkar eru á meðal orða sem þær segja á skýrri íslensku. Þær hafa líka myndað tengsl við leikfélaga sína á leikskólanum þrátt fyrir stutta veru. „Þær plumuðu sig frá fyrsta degi, það var eiginlega stórmerkilegt. Maður sá þær fylgjast með rútínunni og taka svo strax þátt. Þær voru í augljósri þörf fyrir að komast í skóla, það gleymist stundum í umræðunni að það eru mikilvæg réttindi þeirra. Það gengur svo vel hjá fjölskyldunni. Foreldrarnir hafa einnig lagt hart að sér í íslenskunámi og geta sagt nokkrar setningar á íslensku. Foreldrarnir á leikskólanum láta sér annt um fjölskylduna. Við spyrjum okkur öll að því af hverju fjölskyldan fái ekki að vera hér,“ segir Halldóra. Wael og Feryal sögðu sögu sína í Kastljósi snemma í haust. Þá greindu þau frá því að þau hefðu ekki haft annað val en að sækja um hæli í Grikklandi. Annars hefðu þau verið handtekin. Wael og Feryal óttast að vera send til baka þar sem aðstæður eru á engan hátt tryggar í Grikklandi.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira