Svipu beitt á þolendur brota Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Dæmi eru um að konur hafi verið „of seinar“ til að kæra kynferðisbrot gegn þeim vegna þess að neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum hefur sett sér starfsreglur um að geyma ekki lífsýni og sönnunargögn nema í rétt rúma tvo mánuði. Upplýst var um þetta í Fréttablaðinu í gær og um leið að lögreglu hafi ekki verið kunnugt um þessa tilhögun. Staðan hlýtur að teljast í meira lagi undarleg, sér í lagi þegar haft er í huga að fyrningartími alvarlegra brota er hér frá tveimur og upp í tíu og jafnvel fimmtán ár. Og hvernig í ósköpunum má það vera að samtal milli neyðarmóttöku og lögreglu sé ekki meira en svo að lögreglan þekki ekki einu sinni verklagið hjá Landspítalanum við utanumhald sönnunargagna í ætluðum kynferðisbrotum? Í það minnsta er þetta ekki til þess að auka traust á verklaginu við rannsókn mála. Örugglega er rétt sem Eyrún Björg Jónsdóttir, verkefnastýra neyðarmóttökunnar, segir í blaðinu að vænlegast til árangurs sé að kæra mál sem fyrst. En hvort í þeim tilgangi eigi að nota yfirvofandi eyðingu gagna sem svipu á þolendur er allt annað mál. Um leið bendir hún á að neyðarmóttakan hafi ekki pláss til að geyma gögnin „út í hið óendanlega“. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, gerði þessa stöðu mála að umtalsefni á Alþingi í gær og benti réttilega á að aðstaða neyðarmóttökunnar væri ekki boðleg fyrir jafn viðkvæman málaflokk og erfið mál og raun bæri vitni. „Neyðarmóttakan hefur aðstöðu í litlu herbergi á Landspítalanum í Fossvogi. Sönnunargögn og sýni, svo sem nærföt, eru sömuleiðis geymd í skáp í því herbergi,“ sagði hún og áréttaði um leið að vitanlega ætti ekki að eyða sönnunargögnum fyrr en að loknum fyrningarfresti. Vel má taka undir með Jóhönnu Maríu þegar hún segir fulla ástæðu til að endurskoða regluverk varðandi geymslu sönnunargagna, því það eigi ekki að vera til að þrýsta á þolendur kynferðisafbrota til að kæra. „Þeir eiga að fá að taka ákvörðunina sjálfir og það er okkar að hafa til það lagaumhverfi og þá aðstöðu sem fólk þarf á að halda.“ Ekki verður öðru trúað en að í þessum málaflokki sé hægt að taka upp vinnulag þar sem réttur þolenda kynferðisafbrota er ekki fyrir borð borinn. Til dæmis má velta upp þeirri spurningu hvort lögreglan ætti ekki með réttu að geyma þessi gögn, enda eru þau til nota við hugsanlega glæparannsókn lögreglu og ekki geymd í læknisfræðilegum tilgangi. Í öllu falli virðist þessi níu vikna tími óþarflega skammur og ætti ekki að vera úr vegi að koma upp geymslu fyrir sýni og gögn í ár hið minnsta. Þar fyrir utan mætti jafnvel koma á kerfi þar sem þolendur fá gögn sín afhent – og þá innsigluð – að þeim tíma liðnum og geti þá geymt þau í eigin frysti, þar til þeir hafa gert upp hug sinn að fullu varðandi hugsanlega kæru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Dæmi eru um að konur hafi verið „of seinar“ til að kæra kynferðisbrot gegn þeim vegna þess að neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum hefur sett sér starfsreglur um að geyma ekki lífsýni og sönnunargögn nema í rétt rúma tvo mánuði. Upplýst var um þetta í Fréttablaðinu í gær og um leið að lögreglu hafi ekki verið kunnugt um þessa tilhögun. Staðan hlýtur að teljast í meira lagi undarleg, sér í lagi þegar haft er í huga að fyrningartími alvarlegra brota er hér frá tveimur og upp í tíu og jafnvel fimmtán ár. Og hvernig í ósköpunum má það vera að samtal milli neyðarmóttöku og lögreglu sé ekki meira en svo að lögreglan þekki ekki einu sinni verklagið hjá Landspítalanum við utanumhald sönnunargagna í ætluðum kynferðisbrotum? Í það minnsta er þetta ekki til þess að auka traust á verklaginu við rannsókn mála. Örugglega er rétt sem Eyrún Björg Jónsdóttir, verkefnastýra neyðarmóttökunnar, segir í blaðinu að vænlegast til árangurs sé að kæra mál sem fyrst. En hvort í þeim tilgangi eigi að nota yfirvofandi eyðingu gagna sem svipu á þolendur er allt annað mál. Um leið bendir hún á að neyðarmóttakan hafi ekki pláss til að geyma gögnin „út í hið óendanlega“. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, gerði þessa stöðu mála að umtalsefni á Alþingi í gær og benti réttilega á að aðstaða neyðarmóttökunnar væri ekki boðleg fyrir jafn viðkvæman málaflokk og erfið mál og raun bæri vitni. „Neyðarmóttakan hefur aðstöðu í litlu herbergi á Landspítalanum í Fossvogi. Sönnunargögn og sýni, svo sem nærföt, eru sömuleiðis geymd í skáp í því herbergi,“ sagði hún og áréttaði um leið að vitanlega ætti ekki að eyða sönnunargögnum fyrr en að loknum fyrningarfresti. Vel má taka undir með Jóhönnu Maríu þegar hún segir fulla ástæðu til að endurskoða regluverk varðandi geymslu sönnunargagna, því það eigi ekki að vera til að þrýsta á þolendur kynferðisafbrota til að kæra. „Þeir eiga að fá að taka ákvörðunina sjálfir og það er okkar að hafa til það lagaumhverfi og þá aðstöðu sem fólk þarf á að halda.“ Ekki verður öðru trúað en að í þessum málaflokki sé hægt að taka upp vinnulag þar sem réttur þolenda kynferðisafbrota er ekki fyrir borð borinn. Til dæmis má velta upp þeirri spurningu hvort lögreglan ætti ekki með réttu að geyma þessi gögn, enda eru þau til nota við hugsanlega glæparannsókn lögreglu og ekki geymd í læknisfræðilegum tilgangi. Í öllu falli virðist þessi níu vikna tími óþarflega skammur og ætti ekki að vera úr vegi að koma upp geymslu fyrir sýni og gögn í ár hið minnsta. Þar fyrir utan mætti jafnvel koma á kerfi þar sem þolendur fá gögn sín afhent – og þá innsigluð – að þeim tíma liðnum og geti þá geymt þau í eigin frysti, þar til þeir hafa gert upp hug sinn að fullu varðandi hugsanlega kæru.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun