Hækkunin sú mesta síðan kjararáði var komið á fót Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. nóvember 2015 22:30 Hæstaréttardómarar eru meðal þeirra sem ákvörðunin tekur til. vísir/stefán Ákvörðun kjararáðs sem birt var í dag felur í sér mestu launahækkun frá því að ráðinu var komið á fót árið 2006. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um kjararáð kemur fram að eitt markmiða þess sé að fækka þeim sem að falla undir úrskurð ráðsins. Áður höfðu Kjaradómur og kjaranefnd starfað undir áþekku fyrirkomulagi. Samkvæmt 1. grein laga um kjararáð úrskurðar það um laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu. Árið 2007 voru ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar Stjórnarráðsins og forstöðumenn ríkisstofnanna einnig færðir undir ráðið. Í öllum úrskurðum sínum hefur ráðið kveðið á um launahækkanir ef undanskilinn er úrskurður frá árinu 2008 þar sem kveðið var á um laun ráðherra og þingmanna fyrir árið 2009. Á þingi höfðu verið samþykkt lagabreyting sem sagði að kjararáð skildi ákveða nýjan úrskurð þar sem laun þeirra skyldu lækka um minnst fimm prósent en mest fimmtán prósent.Niðurstaða ráðsins var að laun forsætisráðherra skyldu lækkuð um tæp fimmtán prósent, ráðherra um tæp fjórtán prósent og þingmanna um sjö og hálft prósent. Kjararáð hafnaði því hins vegar að lækka laun forseta Íslands þrátt fyrir að hann hefði farið fram á það. Taldi ráðið að 2. mgr. 9. gr. stjórnarskárinnar girti fyrir slíkt en í ákvæðinu stendur að óheimilt sé að lækka laun forseta á meðan kjörtímabili hans stendur.Launaþróun samkvæmt úrskurðum kjararáðsCreate line chartsÁkvarðanir fyrirrennara kjararáðsins, Kjaradóms, þóttu oft á tíðum umdeildar. Ákvörðun ráðsins í lok árs 2005 þótti til að mynda svo umdeild að þáverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, fór þess á leit við ráðið að það endurskoðaði ákvörðun sína. Þá hafði Kjaradómur hækkað laun forseta Íslands um 6,15 prósent en laun annarra sem undir hann heyrðu um 8,16 prósent. Á almennum vinnumarkaði hafði hins vegar verið samið um hækkanir upp á 2,5 prósent. Þegar ráðið féllst ekki á að breyta úrskurði sínum voru samþykkt lög á þingi sem felldu hann úr gildi. Í kjölfarið höfðaði einn héraðsdómara landsins, Guðjón St. Marteinsson, mál á hendur ríkinu en hann taldi að lögin brytu í bága við stjórnarskrá. Með lögunum hefði löggjafinn seilst inn á valdsvið dómstóla og farið á svig við þrígreininguna. Fjölskipaður héraðsdómur, skipaður setudómurum, féllst á röksemdir Guðjóns. Aðra umdeilda ákvörðun má finna árið 1992 þegar Kjaradómur hækkaði meðal annars laun forsætisráðherra um hundrað þúsund krónur. Þá hækkuðu laun forseta Alþingis meðal annars um 97% prósent, úr 175.000 krónum í 380.000. Þá sagði forseti þingsins í samtali við DV, Salome Þorkelsdóttir, að hún hefði ekki efni á að afþakka launin. Kjaradómur ákvæði kjör fólks án aðkomu þingsins. Meðal annarra sem falla undir úrskurð kjararáðs má nefna presta, fangelsismálastjóra, lögreglustjórann í Reykjavík, ríkistollstjóra, ríkissáttasemjara og skrifstofustjóra Alþingis. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ákvörðun kjararáðs sem birt var í dag felur í sér mestu launahækkun frá því að ráðinu var komið á fót árið 2006. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um kjararáð kemur fram að eitt markmiða þess sé að fækka þeim sem að falla undir úrskurð ráðsins. Áður höfðu Kjaradómur og kjaranefnd starfað undir áþekku fyrirkomulagi. Samkvæmt 1. grein laga um kjararáð úrskurðar það um laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu. Árið 2007 voru ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar Stjórnarráðsins og forstöðumenn ríkisstofnanna einnig færðir undir ráðið. Í öllum úrskurðum sínum hefur ráðið kveðið á um launahækkanir ef undanskilinn er úrskurður frá árinu 2008 þar sem kveðið var á um laun ráðherra og þingmanna fyrir árið 2009. Á þingi höfðu verið samþykkt lagabreyting sem sagði að kjararáð skildi ákveða nýjan úrskurð þar sem laun þeirra skyldu lækka um minnst fimm prósent en mest fimmtán prósent.Niðurstaða ráðsins var að laun forsætisráðherra skyldu lækkuð um tæp fimmtán prósent, ráðherra um tæp fjórtán prósent og þingmanna um sjö og hálft prósent. Kjararáð hafnaði því hins vegar að lækka laun forseta Íslands þrátt fyrir að hann hefði farið fram á það. Taldi ráðið að 2. mgr. 9. gr. stjórnarskárinnar girti fyrir slíkt en í ákvæðinu stendur að óheimilt sé að lækka laun forseta á meðan kjörtímabili hans stendur.Launaþróun samkvæmt úrskurðum kjararáðsCreate line chartsÁkvarðanir fyrirrennara kjararáðsins, Kjaradóms, þóttu oft á tíðum umdeildar. Ákvörðun ráðsins í lok árs 2005 þótti til að mynda svo umdeild að þáverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, fór þess á leit við ráðið að það endurskoðaði ákvörðun sína. Þá hafði Kjaradómur hækkað laun forseta Íslands um 6,15 prósent en laun annarra sem undir hann heyrðu um 8,16 prósent. Á almennum vinnumarkaði hafði hins vegar verið samið um hækkanir upp á 2,5 prósent. Þegar ráðið féllst ekki á að breyta úrskurði sínum voru samþykkt lög á þingi sem felldu hann úr gildi. Í kjölfarið höfðaði einn héraðsdómara landsins, Guðjón St. Marteinsson, mál á hendur ríkinu en hann taldi að lögin brytu í bága við stjórnarskrá. Með lögunum hefði löggjafinn seilst inn á valdsvið dómstóla og farið á svig við þrígreininguna. Fjölskipaður héraðsdómur, skipaður setudómurum, féllst á röksemdir Guðjóns. Aðra umdeilda ákvörðun má finna árið 1992 þegar Kjaradómur hækkaði meðal annars laun forsætisráðherra um hundrað þúsund krónur. Þá hækkuðu laun forseta Alþingis meðal annars um 97% prósent, úr 175.000 krónum í 380.000. Þá sagði forseti þingsins í samtali við DV, Salome Þorkelsdóttir, að hún hefði ekki efni á að afþakka launin. Kjaradómur ákvæði kjör fólks án aðkomu þingsins. Meðal annarra sem falla undir úrskurð kjararáðs má nefna presta, fangelsismálastjóra, lögreglustjórann í Reykjavík, ríkistollstjóra, ríkissáttasemjara og skrifstofustjóra Alþingis.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30