Segir ekki of seint fyrir Rússa að bjarga ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2015 13:30 Dick Pound, fyrrum formaður WADA og skýrsluhöfundur um misferli Rússa. Vísir/Getty Dick Pound, fyrrum formaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, segir að það ætti að vera auðvelt fyrir Rússa að gera þær lagfæringar sem þörf er á til að geta keppt á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar. Aðeins níu mánuðir eru í leikana en rússneskir frjálsíþróttamenn voru nýverið dæmdir í alhliða bann frá öllum alþjóðlegum keppnum fyrir stórfellda og kerfisbundna lyfjamisnotkun. Pound fór fyrir skýrslunefnd sem rannsakaði brot Rússa og tilkynnti niðurstöður sínar fyrr í mánuðinum. „Rússland byggði Sochi [fyrir Vetrarólympíuleikana 2014] á sjö mánuðum þannig að þetta ætti að vera barnaleikur fyrir þá,“ sagði Pound í viðtali við Reuters.Sjá einnig: Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússar vörðu 51 milljarði Bandaríkjadala að gerbreyta Sochi og byggja upp alla þá aðstöðu sem þörf var fyrir vegna Vetrarólympíuleikanna í fyrra. Pound segir að stjórnvöld verði að bregðast skjótt við. Sjá þarf til þess að lyfjaeftirlitsstofnun Rússlands verði óháð og þjálfunaraðferðir gömlu Sovétríkjanna verði aflagðar. „Ég held að níu mánuðir séu of skammur tími til að breyta þeirri menningu og hugarfari sem hefur verið ríkjandi en það er ýmislegt hægt að gera á þeim tíma sem hefur sömu niðurstöðu.“Sjá einnig: Rússar verði settir í bann Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur tilkynnt að fimm manna rannsóknarnefnd hefur verið sett á laggirnar til að fylgjast með enduruppbyggingu rússneska lyfjaeftirlitskerfisins. Rune Andersen, Norðmaður sem er í forsvari fyrir nefndina, segir ómögulegt að segja hversu langan tíma það muni taka. Leikarnir í Ríó hefjast þann 5. ágúst. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Pútín setur af stað rannsókn vegna lyfjaskandalsins Forseti Rússlands segir íþróttir aðeins áhugaverðar þegar þær eru heiðarlegar. 12. nóvember 2015 08:00 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í frjálsum íþróttum. 9. nóvember 2015 15:30 Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands. 11. nóvember 2015 06:00 Rússar dæmdir í bann og útilokaðir frá ÓL Rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki taka þátt í neinum alþjóðlegum keppnum. 13. nóvember 2015 22:04 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
Dick Pound, fyrrum formaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, segir að það ætti að vera auðvelt fyrir Rússa að gera þær lagfæringar sem þörf er á til að geta keppt á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar. Aðeins níu mánuðir eru í leikana en rússneskir frjálsíþróttamenn voru nýverið dæmdir í alhliða bann frá öllum alþjóðlegum keppnum fyrir stórfellda og kerfisbundna lyfjamisnotkun. Pound fór fyrir skýrslunefnd sem rannsakaði brot Rússa og tilkynnti niðurstöður sínar fyrr í mánuðinum. „Rússland byggði Sochi [fyrir Vetrarólympíuleikana 2014] á sjö mánuðum þannig að þetta ætti að vera barnaleikur fyrir þá,“ sagði Pound í viðtali við Reuters.Sjá einnig: Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússar vörðu 51 milljarði Bandaríkjadala að gerbreyta Sochi og byggja upp alla þá aðstöðu sem þörf var fyrir vegna Vetrarólympíuleikanna í fyrra. Pound segir að stjórnvöld verði að bregðast skjótt við. Sjá þarf til þess að lyfjaeftirlitsstofnun Rússlands verði óháð og þjálfunaraðferðir gömlu Sovétríkjanna verði aflagðar. „Ég held að níu mánuðir séu of skammur tími til að breyta þeirri menningu og hugarfari sem hefur verið ríkjandi en það er ýmislegt hægt að gera á þeim tíma sem hefur sömu niðurstöðu.“Sjá einnig: Rússar verði settir í bann Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur tilkynnt að fimm manna rannsóknarnefnd hefur verið sett á laggirnar til að fylgjast með enduruppbyggingu rússneska lyfjaeftirlitskerfisins. Rune Andersen, Norðmaður sem er í forsvari fyrir nefndina, segir ómögulegt að segja hversu langan tíma það muni taka. Leikarnir í Ríó hefjast þann 5. ágúst.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Pútín setur af stað rannsókn vegna lyfjaskandalsins Forseti Rússlands segir íþróttir aðeins áhugaverðar þegar þær eru heiðarlegar. 12. nóvember 2015 08:00 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í frjálsum íþróttum. 9. nóvember 2015 15:30 Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands. 11. nóvember 2015 06:00 Rússar dæmdir í bann og útilokaðir frá ÓL Rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki taka þátt í neinum alþjóðlegum keppnum. 13. nóvember 2015 22:04 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15
Pútín setur af stað rannsókn vegna lyfjaskandalsins Forseti Rússlands segir íþróttir aðeins áhugaverðar þegar þær eru heiðarlegar. 12. nóvember 2015 08:00
Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11
Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í frjálsum íþróttum. 9. nóvember 2015 15:30
Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands. 11. nóvember 2015 06:00
Rússar dæmdir í bann og útilokaðir frá ÓL Rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki taka þátt í neinum alþjóðlegum keppnum. 13. nóvember 2015 22:04