Fleiri lygilegar frægðarsögur afa Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 13:15 Bækur Leyndardómur erfingjans Höfundur: Guðni Líndal Benediktsson Útgefandi: Vaka-Helgafell Prentun: Oddi 300 bls. Kápumynd: Ivan Cappelli Guðni Líndal Benediktsson fékk Íslensku barnabókaverðlaunin í fyrra fyrir bók sína Leitin að Blóðey, sem fjallaði um lygileg ævintýri afa gamla sem hefur aldeilis komist í hann krappan. Nú hefur höfundur sent frá sér sjálfstætt framhald sögunnar sem ber heitið Leyndardómur erfingjans. Líkt og fyrri bókin gerist sagan á tveimur plönum; Kristján litli bíður á læknabiðstofu eftir að honum fæðist lítið systkini. Hann er dálítið áhyggjufullur, því það er asi á spítalanum og afi reynir að róa hann með því að segja honum ýktar frægðarsögur af sjálfum sér. Sögurnar hans afa eru bæði bráðfyndnar og stútfullar af fróðleiksmolum. Hlutir eins og fjörulallar, gegnumtrekkur, Fontur, kjöldráttur og fleira er útskýrt fyrir lesendum sem hugsanlega þekkja ekki orðin eða hugmyndirnar. Við lestur bókarinnar fór framsetningin að minna æ meira á kvikmyndahandrit, en það er ekki að undra því höfundur hefur talsverða reynslu á því sviði líka. Hugsanlega færi betur á því að setja söguna fram í því formi, þótt auðvitað mætti segja að hér væri komin ágætisbíómynd í bókarformi. Plönin tvö, læknastofan og ævintýri afa, eru afar ólík. Takturinn er hraður í ýkjusögunum sem eru uppfullar af húmor en kvíðinn liggur eins og mara yfir læknastofunni og biðin er ólýsanlega löng. Kaflarnir byrja flestir á stuttri senu á sjúkrahúsinu sem brotnar eru upp með sögum afa. Hægt er að nefna þó nokkrar bíómyndir sem virka nákvæmlega eins, flótti frá veruleikanum á spítalanum með sögum; að þessari ólastaðri. Þótt persónusköpun sé kannski ekki sérstaklega frumleg er hún hressandi og skemmtileg. Afi er ýkjukall, Kristján litli er einlægur og forvitinn, hin fjarverandi amma er kjarnakvendi og svo eru ótal aukapersónur sem flestar eru kómískar og fá lesandann til að brosa út í annað.Niðurstaða: Eldhresst framhald af ævintýrum afa, stútfullt af húmor og fróðleik. Bókmenntir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Leyndardómur erfingjans Höfundur: Guðni Líndal Benediktsson Útgefandi: Vaka-Helgafell Prentun: Oddi 300 bls. Kápumynd: Ivan Cappelli Guðni Líndal Benediktsson fékk Íslensku barnabókaverðlaunin í fyrra fyrir bók sína Leitin að Blóðey, sem fjallaði um lygileg ævintýri afa gamla sem hefur aldeilis komist í hann krappan. Nú hefur höfundur sent frá sér sjálfstætt framhald sögunnar sem ber heitið Leyndardómur erfingjans. Líkt og fyrri bókin gerist sagan á tveimur plönum; Kristján litli bíður á læknabiðstofu eftir að honum fæðist lítið systkini. Hann er dálítið áhyggjufullur, því það er asi á spítalanum og afi reynir að róa hann með því að segja honum ýktar frægðarsögur af sjálfum sér. Sögurnar hans afa eru bæði bráðfyndnar og stútfullar af fróðleiksmolum. Hlutir eins og fjörulallar, gegnumtrekkur, Fontur, kjöldráttur og fleira er útskýrt fyrir lesendum sem hugsanlega þekkja ekki orðin eða hugmyndirnar. Við lestur bókarinnar fór framsetningin að minna æ meira á kvikmyndahandrit, en það er ekki að undra því höfundur hefur talsverða reynslu á því sviði líka. Hugsanlega færi betur á því að setja söguna fram í því formi, þótt auðvitað mætti segja að hér væri komin ágætisbíómynd í bókarformi. Plönin tvö, læknastofan og ævintýri afa, eru afar ólík. Takturinn er hraður í ýkjusögunum sem eru uppfullar af húmor en kvíðinn liggur eins og mara yfir læknastofunni og biðin er ólýsanlega löng. Kaflarnir byrja flestir á stuttri senu á sjúkrahúsinu sem brotnar eru upp með sögum afa. Hægt er að nefna þó nokkrar bíómyndir sem virka nákvæmlega eins, flótti frá veruleikanum á spítalanum með sögum; að þessari ólastaðri. Þótt persónusköpun sé kannski ekki sérstaklega frumleg er hún hressandi og skemmtileg. Afi er ýkjukall, Kristján litli er einlægur og forvitinn, hin fjarverandi amma er kjarnakvendi og svo eru ótal aukapersónur sem flestar eru kómískar og fá lesandann til að brosa út í annað.Niðurstaða: Eldhresst framhald af ævintýrum afa, stútfullt af húmor og fróðleik.
Bókmenntir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira