NBA: Curry með 37 stig og Golden State vann tólfta leikinn í röð | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2015 06:48 Stephen Curry fagnar körfu í leik Golden State Warriors í nótt. Vísir/Getty NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í nótt þegar liðið vann spennuleik á móti Toronto. Warroirs-liðið hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki tímabilsins. Kristaps Porzingis er enn að stela senunni í New York og LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu sínum öðrum leik í röð.Stephen Curry var með 37 stig og 9 stoðsendingar í 115-110 heimasigri Golden State Warriors á Toronto Raptors. Klay Thompson skoraði 19 stig og Andrew Bogut var með 13 stig. Golden State hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki sína og síðustu NBA-meistararnir til að ná því voru Michael Jordan og félagar 1996-97. Toronto Raptors liðið var ekki auðveldur andstæðingur en Golden State missti niður 18 stiga forskot og það var spenna á lokamínútum leiksins. Stephen Curry og Klay Thompson klikkuðu báðir á víti í lokin en það kom ekki að sök og Warriors eru áfram að elta söguna. Þetta er besta byrjunin í NBA-deildinni síðan að Dallas Mavericks vann fjórtán fyrstu leiki sína tímabilið 2002-03 en nú eru bara þrír sigurleikir í það að Golden State jafni met Washington Capitols liðsins frá 1948-49 og Houston Rockets liðsins frá 1993-94 yfir bestu byrjun sögunnar í NBA-deildinni.Nýliðinn Kristaps Porzingis setti nýtt persónulegt met með því að skora 29 stig þegar New York Knicks vann 102-94 sigur á Charlotte Hornets. Áhorfendurnir í New York sungu "Por-zing-is! Por-zing-is!," í seinni hálfleiknum en þessi 20 ára og 221 sentímetra hái Letti er heldur betur að slá í gegn í New York. Carmelo Anthony var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Knicks en Kemba Walker var atkvæðamestur hjá Charlotte með 31 stig.Andre Drummond var með 25 stig og 18 fráköst þegar Detroit Pistons vann 104-99 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var annað tap Cleveland-liðsins í röð. LeBron James skoraði 23 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleiknum en Detroit gekk vel að loka á hann í þeim seinni.Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Denver Nuggets vann 115-98 útisigur á New Orleans Pelicans. Pelíkanarnir töpuðu ekki bara leiknum heldur misstu einnig stjörnuna sína Anthony Davis útaf meidda á vinstri öxl.Andrew Wiggins var með 24 stig og Zach LaVine bætti við 17 stigum þegar Minnesota Timberwolves vann 103-91 útisigur á Miami Heat. Hassan Whiteside, miðherji Miami, var með 22 stig, 14 fráköst og 10 varin skot í leiknum en Miami tapaði fjórða leikhlutanum 41-22.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-86 Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 90-88 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 104-99 Miami Heat - Minnesota Timberwolves 91-103 New York Knicks - Charlotte Hornets 102-94 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 98-115 Golden State Warriors - Toronto Raptors 115-110 NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í nótt þegar liðið vann spennuleik á móti Toronto. Warroirs-liðið hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki tímabilsins. Kristaps Porzingis er enn að stela senunni í New York og LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu sínum öðrum leik í röð.Stephen Curry var með 37 stig og 9 stoðsendingar í 115-110 heimasigri Golden State Warriors á Toronto Raptors. Klay Thompson skoraði 19 stig og Andrew Bogut var með 13 stig. Golden State hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki sína og síðustu NBA-meistararnir til að ná því voru Michael Jordan og félagar 1996-97. Toronto Raptors liðið var ekki auðveldur andstæðingur en Golden State missti niður 18 stiga forskot og það var spenna á lokamínútum leiksins. Stephen Curry og Klay Thompson klikkuðu báðir á víti í lokin en það kom ekki að sök og Warriors eru áfram að elta söguna. Þetta er besta byrjunin í NBA-deildinni síðan að Dallas Mavericks vann fjórtán fyrstu leiki sína tímabilið 2002-03 en nú eru bara þrír sigurleikir í það að Golden State jafni met Washington Capitols liðsins frá 1948-49 og Houston Rockets liðsins frá 1993-94 yfir bestu byrjun sögunnar í NBA-deildinni.Nýliðinn Kristaps Porzingis setti nýtt persónulegt met með því að skora 29 stig þegar New York Knicks vann 102-94 sigur á Charlotte Hornets. Áhorfendurnir í New York sungu "Por-zing-is! Por-zing-is!," í seinni hálfleiknum en þessi 20 ára og 221 sentímetra hái Letti er heldur betur að slá í gegn í New York. Carmelo Anthony var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Knicks en Kemba Walker var atkvæðamestur hjá Charlotte með 31 stig.Andre Drummond var með 25 stig og 18 fráköst þegar Detroit Pistons vann 104-99 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var annað tap Cleveland-liðsins í röð. LeBron James skoraði 23 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleiknum en Detroit gekk vel að loka á hann í þeim seinni.Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Denver Nuggets vann 115-98 útisigur á New Orleans Pelicans. Pelíkanarnir töpuðu ekki bara leiknum heldur misstu einnig stjörnuna sína Anthony Davis útaf meidda á vinstri öxl.Andrew Wiggins var með 24 stig og Zach LaVine bætti við 17 stigum þegar Minnesota Timberwolves vann 103-91 útisigur á Miami Heat. Hassan Whiteside, miðherji Miami, var með 22 stig, 14 fráköst og 10 varin skot í leiknum en Miami tapaði fjórða leikhlutanum 41-22.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-86 Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 90-88 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 104-99 Miami Heat - Minnesota Timberwolves 91-103 New York Knicks - Charlotte Hornets 102-94 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 98-115 Golden State Warriors - Toronto Raptors 115-110
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira