Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 3-1 | Strákarnir kveðja árið með tapi Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 21:45 Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands í kvöld. vísir/getty Strákarnir okkar kveðja árið 2015 með tapi, en þeir þurftu að sætta sig við 3-1 tap í vináttuleik gegn Slóvakíu í Zilina í kvöld. Þetta er þriðja tap strákanna okkar í röð sem hafa ekki unnið leik í síðustu fimm leikjum eða síðan sigur vannst gegn Hollandi í Amsterdam. Leikurinn var aðeins átta mínútna gamall þegar Ísland komst 1-0 yfir með marki Alfreðs Finnbogasonar og markið var ansi glæsilegt. Ari Freyr tók innkast inn á teiginn sem Kolbeinn skallaði fyrir fætur Alfreðs og hann sneri skemmtilega á varnarmann áður en hann smellti boltanum í samskeytin. Gríðarlega vel gert. Alfreð skoraði einnig gegn Póllandi og er heldur betur að minna á sig. Landsliðsferill hans undanfarin misseri hefur verið ansi lítilfjörlegur en hann ætlar sér greinilega sæti í byrjunarliðinu þegar flautað verður til leiks í Frakklandi næsta sumar. Kolbeinn var sem fyrr algjört skrímsli í loftinu og var miðvörðum Slóvaka hrein vorkunn að þurfa að fara upp í skallaeinvígin með honum. Kolbeinn vann þau nánast öll með tölu og Alfreð var duglegur að sópa upp seinni boltann.Rúnar Már Sigurjónsson fór út af eftir sjö mínútur.vísir/gettyTveir út af meiddir Íslenska liðið varð fyrir tveimur skakkaföllum í fyrri hálfleik. Rúnar Már Sigurjónsson og Arnór Ingvi Traustason þurftu að fara af velli eftir að fá högg. Svekkjandi fyrir þessa stráka sem eru að reyna að sýna landsliðsþjálfurunum að þeir eiga að fara með til Frakklands. Rúnar fór af velli eftir sjö mínútur og Arnór Ingvi tólf mínútum síðar. Slóvakarnir voru ansi fastir fyrir og átti orðið „vináttuleikur“ stundum ekkert skylt við tæklingarnar sem sáust. Okkar strákar gerðust þó líka sekir um nokkrar ansi hraustlegar. Vegna þessara skiptinga var tempóið í fyrri hálfleiknum ekki mikið. Birkir Bjarnason, sem spilaði inn á miðri miðjunni, var mikið í boltanum og stýrði því vel. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin á að vera til lengri tíma með boltann.Birkir Bjarnason átti fínan leik.vísir/gettyBirkir góður Birkir sýndi í kvöld að hann getur gert meira en djöflast út á kanti eins og í raun flestir vissu. Hann er afbragðs góður fótboltamaður með mikinn leikskilning og góðar sendingar þannig hann getur spilað hvar á vellinum sem er. Þrátt fyrir að það vantaði Aron Einar og Gylfa var ekki að slitna jafn mikið á milli varnar og miðju eins og hefur verið þegar fyrirliðinn er ekki með. Róbert Mak var hættulegasti maður Slóvaka framan af, en hann var hársbreidd frá því að jafna metin í næstu sókn eftir markið hjá Alfreð. Hann fór ansi auðveldlega framhjá Ara Frey Skúlasyni í teignum og skaut í stöngina.Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Arnór Ingva.vísir/gettyTvö mörk á þremur mínútum Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og hefði hæglega getað komist í 2-0 en nýtti ekki þau færi sem það fékk. Það átti eftir að reynast strákunum dýrkeypt. Róbert Mak jafnaði nefnilega metin á 58. mínútu og það mark fékk hann á silfurfati. Adam Nemec elti langa sendingu fram völlinn og í staðinn fyrir að sparka boltanum bara viðstöðulaust langt fram völlinn ætlaði Ögmundur að bíða fremst í teignum og taka boltann upp. Nemec var á undan Ögmundi í boltann og keyrði markvörðinn niður um leið. Löglega gert hjá slóvakíska framherjanum, en Mak þurfti ekkert annað að gera en að skora framhjá varnarlausum Kára Árasyni á marklínunni. Aðeins tæpum þremur mínútum síðar bætti Mak við öðru marki sínu. Hann fékk þá að skjóta óáreittur fyrir utan teig en var heppinn því boltinn fór af Sverri Inga og þaðan yfir Ögmund og í netið. Eftir þetta var íslenska liðið ólíkt sjálfu sér og Slóvakar gengu á lagið.Lars og Heimir þurfa að koma strákunum aftur í gang.vísir/gettyAftur hrun í seinni Strákarnir okkar komust aldrei almennilega í gang aftur eftir þetta áfall. Birkir Bjarnason átti skot fyrir utan teig sem fór rétt framhjá og Kolbeinn Sigþórsson komst í ágætis færi, en í heildina voru heimamenn mun betri eftir að þeir komust yfir. Hrunið í seinni hálfleik hjá íslenska liðinu var svo fullkomnað þegar Michail Duris skoraði þriðja markið með skoti fyrir utan teig. Hann fékk boltann eftir slaka hreinsun Sverris Inga og Ögmundur réð ekkert við ágætt skot hans. Annan leikinn í röð er íslenska liðið að fá á sig haug af mörkum í seinni hálfleik. Þau eru nú sjö í tveimur leikjum. Eins og gegn Póllandi var fyrri hálfleikurinn hjá íslenska liðinu góður. Fyrsta korterið eða svo í seinni hálfleik var líka til fyrirmyndar en okkar menn voru alltof fljótir að brotna eftir að þeir fengu á sig mörkin tvö.Sögulegt en óbragð í munni Eftir að þekkja ekkert annað en sigur og vinna Holland meira að segja á Amsterdam Arena eru strákarnir nú búnir að spila fimm leiki án sigurs í röð. Þar af hafa þeir tapað þremur og það það þremur í röð. Sigurtilfinningin er ekki mikil þessa stundina en auðvitað gera þjálfararnir og leikmennirnir borið því fyrir sig að leikirnir sem skiptu máli unnust. Þá er verið að prófa nýja menn og reyna að stækka hópinn fyrir átökin á Evrópumótinu á næsta ári: Árangurinn á árinu eru auðvitað stórkostlegur og sögulegur, en að tapa þremur síðustu leikjum ársins skilur vafalítið eftir smá óbragð í munnum strákanna okkar sem eru miklir keppnismenn og sigurvegarar. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Strákarnir okkar kveðja árið 2015 með tapi, en þeir þurftu að sætta sig við 3-1 tap í vináttuleik gegn Slóvakíu í Zilina í kvöld. Þetta er þriðja tap strákanna okkar í röð sem hafa ekki unnið leik í síðustu fimm leikjum eða síðan sigur vannst gegn Hollandi í Amsterdam. Leikurinn var aðeins átta mínútna gamall þegar Ísland komst 1-0 yfir með marki Alfreðs Finnbogasonar og markið var ansi glæsilegt. Ari Freyr tók innkast inn á teiginn sem Kolbeinn skallaði fyrir fætur Alfreðs og hann sneri skemmtilega á varnarmann áður en hann smellti boltanum í samskeytin. Gríðarlega vel gert. Alfreð skoraði einnig gegn Póllandi og er heldur betur að minna á sig. Landsliðsferill hans undanfarin misseri hefur verið ansi lítilfjörlegur en hann ætlar sér greinilega sæti í byrjunarliðinu þegar flautað verður til leiks í Frakklandi næsta sumar. Kolbeinn var sem fyrr algjört skrímsli í loftinu og var miðvörðum Slóvaka hrein vorkunn að þurfa að fara upp í skallaeinvígin með honum. Kolbeinn vann þau nánast öll með tölu og Alfreð var duglegur að sópa upp seinni boltann.Rúnar Már Sigurjónsson fór út af eftir sjö mínútur.vísir/gettyTveir út af meiddir Íslenska liðið varð fyrir tveimur skakkaföllum í fyrri hálfleik. Rúnar Már Sigurjónsson og Arnór Ingvi Traustason þurftu að fara af velli eftir að fá högg. Svekkjandi fyrir þessa stráka sem eru að reyna að sýna landsliðsþjálfurunum að þeir eiga að fara með til Frakklands. Rúnar fór af velli eftir sjö mínútur og Arnór Ingvi tólf mínútum síðar. Slóvakarnir voru ansi fastir fyrir og átti orðið „vináttuleikur“ stundum ekkert skylt við tæklingarnar sem sáust. Okkar strákar gerðust þó líka sekir um nokkrar ansi hraustlegar. Vegna þessara skiptinga var tempóið í fyrri hálfleiknum ekki mikið. Birkir Bjarnason, sem spilaði inn á miðri miðjunni, var mikið í boltanum og stýrði því vel. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin á að vera til lengri tíma með boltann.Birkir Bjarnason átti fínan leik.vísir/gettyBirkir góður Birkir sýndi í kvöld að hann getur gert meira en djöflast út á kanti eins og í raun flestir vissu. Hann er afbragðs góður fótboltamaður með mikinn leikskilning og góðar sendingar þannig hann getur spilað hvar á vellinum sem er. Þrátt fyrir að það vantaði Aron Einar og Gylfa var ekki að slitna jafn mikið á milli varnar og miðju eins og hefur verið þegar fyrirliðinn er ekki með. Róbert Mak var hættulegasti maður Slóvaka framan af, en hann var hársbreidd frá því að jafna metin í næstu sókn eftir markið hjá Alfreð. Hann fór ansi auðveldlega framhjá Ara Frey Skúlasyni í teignum og skaut í stöngina.Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Arnór Ingva.vísir/gettyTvö mörk á þremur mínútum Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og hefði hæglega getað komist í 2-0 en nýtti ekki þau færi sem það fékk. Það átti eftir að reynast strákunum dýrkeypt. Róbert Mak jafnaði nefnilega metin á 58. mínútu og það mark fékk hann á silfurfati. Adam Nemec elti langa sendingu fram völlinn og í staðinn fyrir að sparka boltanum bara viðstöðulaust langt fram völlinn ætlaði Ögmundur að bíða fremst í teignum og taka boltann upp. Nemec var á undan Ögmundi í boltann og keyrði markvörðinn niður um leið. Löglega gert hjá slóvakíska framherjanum, en Mak þurfti ekkert annað að gera en að skora framhjá varnarlausum Kára Árasyni á marklínunni. Aðeins tæpum þremur mínútum síðar bætti Mak við öðru marki sínu. Hann fékk þá að skjóta óáreittur fyrir utan teig en var heppinn því boltinn fór af Sverri Inga og þaðan yfir Ögmund og í netið. Eftir þetta var íslenska liðið ólíkt sjálfu sér og Slóvakar gengu á lagið.Lars og Heimir þurfa að koma strákunum aftur í gang.vísir/gettyAftur hrun í seinni Strákarnir okkar komust aldrei almennilega í gang aftur eftir þetta áfall. Birkir Bjarnason átti skot fyrir utan teig sem fór rétt framhjá og Kolbeinn Sigþórsson komst í ágætis færi, en í heildina voru heimamenn mun betri eftir að þeir komust yfir. Hrunið í seinni hálfleik hjá íslenska liðinu var svo fullkomnað þegar Michail Duris skoraði þriðja markið með skoti fyrir utan teig. Hann fékk boltann eftir slaka hreinsun Sverris Inga og Ögmundur réð ekkert við ágætt skot hans. Annan leikinn í röð er íslenska liðið að fá á sig haug af mörkum í seinni hálfleik. Þau eru nú sjö í tveimur leikjum. Eins og gegn Póllandi var fyrri hálfleikurinn hjá íslenska liðinu góður. Fyrsta korterið eða svo í seinni hálfleik var líka til fyrirmyndar en okkar menn voru alltof fljótir að brotna eftir að þeir fengu á sig mörkin tvö.Sögulegt en óbragð í munni Eftir að þekkja ekkert annað en sigur og vinna Holland meira að segja á Amsterdam Arena eru strákarnir nú búnir að spila fimm leiki án sigurs í röð. Þar af hafa þeir tapað þremur og það það þremur í röð. Sigurtilfinningin er ekki mikil þessa stundina en auðvitað gera þjálfararnir og leikmennirnir borið því fyrir sig að leikirnir sem skiptu máli unnust. Þá er verið að prófa nýja menn og reyna að stækka hópinn fyrir átökin á Evrópumótinu á næsta ári: Árangurinn á árinu eru auðvitað stórkostlegur og sögulegur, en að tapa þremur síðustu leikjum ársins skilur vafalítið eftir smá óbragð í munnum strákanna okkar sem eru miklir keppnismenn og sigurvegarar.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira