NBA: Mario Chalmers byrjar vel hjá Memphis | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2015 07:00 Zach Randolph fagnar Mario Chalmers í nótt. Mynd/AFP Oklahoma City Thunder liðið í NBA-deildinni í körfubolta saknar stjörnuleikmannsins Kevin Durant en nýi maðurinn hjá Memphis Grizzlies er hinsvegar að stimpla sig inn og liðið er á þriggja leikja sigurgöngu síðan að hann mætti á svæðið. San Antonio Spurs vann fimmta leik sinn í röð, Chicago Bulls vann sinn fjórða sigur í fimm leikjum og Boston Celtics vann sinn þriðja leik í röð. Það gengur hinsvegar ekkert hjá Philadelphia 76ers og lítið sem ekkert hjá Houston Rockets.Mario Chalmers skoraði 16 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Memphis Grizzlies vann 122-114 sigur á Oklahoma City Thunder. Chalmers hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum og skoraði stigin 29 á 23 mínútum. Mike Conley skoraði 22 stig og Jeff Green var með 20 stig. Þetta var þriðji leikur Mario Chalmers með Grizzlies-liðinu síðan að hann kom frá Miami og hann hefur hækkað stigaskor sitt í hverjum leik. Chalmers skoraði 11 stig í fyrsta leiknum, 16 stig kvöldið áður og svo 29 stig í nótt. Russell Westbrook var langatkvæðamestur hjá Thunder-liðinu með 40 stig og 14 stoðsendingar en það dugði ekki til. Liðið tapaði öðrum leiknum í röð og saknar mikið hins meidda Kevin Durant.Kawhi Leonard var með 19 stig og Manu Ginobili skoraði 17 stig þegar San Antonio Spurs vann Portland Trail Blazers 93-80. Þetta var fjórði sigur Spurs-liðsins í röð. Damian Lillard skoraði 27 stig fyrir Portland.Jimmy Butler skoraði 17 stig í eins stigs sigri Chicago Bulls á Indian Pacers, 96-95, en Butler spilaði líka flotta vörn á Paul George í lokasókn leiksins. Derrick Rose var stigahæstur hjá Bulls-liðinu með 23 stig en þetta var þriðji sigur liðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum.Dirk Nowitzki skoraði 21 stig fyrir Dallas Mavericks í 92-86 sigri á Philadelphia 76ers en Philadelphia liðið hefur tapað öllum ellefu leikjum tímabilsins og alls 21. leik í röð. Nýliðinn Jahlil Okafor var með 19 stig og 11 fráköst hjá 76ers. Nowitzki skoraði sjö af stigum sínum á mikilvægum kafla í lok leiksins.Isaiah Thomas skoraði 23 stig fyrir Boston Celtics sem skoraði 32 stig í þriðja leikhluta og vann 111-95 sigur á Houston Rockets. Þetta var þriðji sigur Celtics-liðsins í röð en Houtson var aftur á móti að tapa fjórða leiknum í röð.Brandon Knight var með þrefalda tvennu, 30 stig, 10 fráköst og 15 stoðsendingar, þegar Phoenix Suns vann 120-101 sigur á Los Angeles Lakers. Kobe Bryant lék ekki með Lakers-liðinu.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Philadelphia 76ers - Dallas Mavericks 86-92 Chicago Bulls - Indiana Pacers 96-95 Houston Rockets - Boston Celtics 95-111 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 122-114 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 93-80 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 120-101 NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Oklahoma City Thunder liðið í NBA-deildinni í körfubolta saknar stjörnuleikmannsins Kevin Durant en nýi maðurinn hjá Memphis Grizzlies er hinsvegar að stimpla sig inn og liðið er á þriggja leikja sigurgöngu síðan að hann mætti á svæðið. San Antonio Spurs vann fimmta leik sinn í röð, Chicago Bulls vann sinn fjórða sigur í fimm leikjum og Boston Celtics vann sinn þriðja leik í röð. Það gengur hinsvegar ekkert hjá Philadelphia 76ers og lítið sem ekkert hjá Houston Rockets.Mario Chalmers skoraði 16 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Memphis Grizzlies vann 122-114 sigur á Oklahoma City Thunder. Chalmers hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum og skoraði stigin 29 á 23 mínútum. Mike Conley skoraði 22 stig og Jeff Green var með 20 stig. Þetta var þriðji leikur Mario Chalmers með Grizzlies-liðinu síðan að hann kom frá Miami og hann hefur hækkað stigaskor sitt í hverjum leik. Chalmers skoraði 11 stig í fyrsta leiknum, 16 stig kvöldið áður og svo 29 stig í nótt. Russell Westbrook var langatkvæðamestur hjá Thunder-liðinu með 40 stig og 14 stoðsendingar en það dugði ekki til. Liðið tapaði öðrum leiknum í röð og saknar mikið hins meidda Kevin Durant.Kawhi Leonard var með 19 stig og Manu Ginobili skoraði 17 stig þegar San Antonio Spurs vann Portland Trail Blazers 93-80. Þetta var fjórði sigur Spurs-liðsins í röð. Damian Lillard skoraði 27 stig fyrir Portland.Jimmy Butler skoraði 17 stig í eins stigs sigri Chicago Bulls á Indian Pacers, 96-95, en Butler spilaði líka flotta vörn á Paul George í lokasókn leiksins. Derrick Rose var stigahæstur hjá Bulls-liðinu með 23 stig en þetta var þriðji sigur liðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum.Dirk Nowitzki skoraði 21 stig fyrir Dallas Mavericks í 92-86 sigri á Philadelphia 76ers en Philadelphia liðið hefur tapað öllum ellefu leikjum tímabilsins og alls 21. leik í röð. Nýliðinn Jahlil Okafor var með 19 stig og 11 fráköst hjá 76ers. Nowitzki skoraði sjö af stigum sínum á mikilvægum kafla í lok leiksins.Isaiah Thomas skoraði 23 stig fyrir Boston Celtics sem skoraði 32 stig í þriðja leikhluta og vann 111-95 sigur á Houston Rockets. Þetta var þriðji sigur Celtics-liðsins í röð en Houtson var aftur á móti að tapa fjórða leiknum í röð.Brandon Knight var með þrefalda tvennu, 30 stig, 10 fráköst og 15 stoðsendingar, þegar Phoenix Suns vann 120-101 sigur á Los Angeles Lakers. Kobe Bryant lék ekki með Lakers-liðinu.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Philadelphia 76ers - Dallas Mavericks 86-92 Chicago Bulls - Indiana Pacers 96-95 Houston Rockets - Boston Celtics 95-111 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 122-114 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 93-80 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 120-101
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira