Lífið

Spilaði Imagine fyrir utan Bataclan tónlistarhúsið - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega falleg stund.
Virkilega falleg stund. vísir
Mikil sorg ríkir um alla París þessa dagana um í raun um allan heim.

Hryðjuverkamenn gerðu samræmdar árásir í París í Frakklandi á föstudaginn. Minnst 129 létu lífið og hundruð særðust í árásunum og þar af eru rúmlega hundrað í alvarlegu ástandi. Svo virðist sem að þrjú teymi hafi komið að árásunum.

Inni í Bataclan tónlistarhúsinu voru 87 manns teknir af lífi. Á laugardaginn dró franskur maður píanó að Bataclan húsinu og spilaði lagið Imagine eftir John Lennon en mikil fjöldi manns var viðstaddur svæðið þegar hann flutti lagið.

Vitni segja að maðurinn hafi mætt á svæðið á hjóli og dregið píanóið með sér. Myndbandið hefur nú gengið um netið eins og eldur í sinu en það má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×