Lífið

#NotInMyName: „Þið eruð að drepa saklaust fólk“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnþrungið myndband.
Magnþrungið myndband. vísir
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa notað samfélagsmiðla mikið í gegnum árin og þá sérstaklega til að kynna þeirra hugsjón og lokka til sína nýja meðlimi.

Nú hafa múslimar um allan heim stígið fram á samfélagsmiðlum þar sem þeir vilja að það komi fram að ISIS geti ekki framið nein voðaverk í þeirra nafni. Á Twitter er kassamerkið #NotInMyName orðið gríðarlega fyrirverðamikið þar sem fólk tjáir sig um atburðina í París á föstudagskvöld.

Fólk um allan heim hefur í raun lýst yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu í kjölfarið á árásum samtakanna í París. Að minnsta kosti 129 létust í árásunum og 350 særðust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×