Söngurinn úr stúkunni í Berlín fékk Jón Arnór til að hætta við að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2015 11:30 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/EPA Íslenska körfuboltalandsliðið fær mikla og flotta umfjöllun á heimasíðu FIBA Europe en þar er verið að fjalla um framgöngu íslenska liðsins og íslensku stuðningsmannanna á Eurobasket í Berlín í september. Dimitris Kontos skrifar greinina fyrir FIBA Europe og byggir hana upp í kringum viðtal við Jón Arnór Stefánsson. Kontos segir meðal annars frá ógleymanlegum söng íslenska stuðningsfólksins sem söng „Ég er kominn heim" fyrir íslensku landsliðsstrákanna eftir lokaleikinn á móti Tyrkjum. Stund sem enginn Íslendingur sem var í Berlín mun gleyma í bráð. Kontos líkir laginu við Liverpool-lagið „You'll Never Walk Alone" en Jón Arnór sagði honum aðeins frá textanum. Fyrirsögnin „Icelandic Basketball Will Never Walk Alone Again“ eða „Íslenskur körfubolti mun aldrei ganga einsamall aftur“ er bein vísun í það. „Þetta er sjómannalag og um það að koma heima. Við erum eftir allt saman sjómannaþjóð," sagði Jón Arnór. „Þetta mót var alls ekki eins og ég bjóst við. Þetta var stórkostleg reynsla fyrir mig, fyrir liðsfélagana mína, fyrir stuðningsfólkið, fyrir sambandið og fyrir alla. Þetta var bara svo fallegt," sagði Jón Arnór. Jón Arnór viðurkennir að það hafi tekið hann nokkurn tíma að komast aftur niður á jörðina eftir Evrópumótið. Jón Arnór talar líka um það í viðtalinu að hann hafi nánast verið búinn að ákveða það að setja landsliðsskóna upp á hillu eftir Evrópumótið en það hafi breyst í Berlín. Söngurinn eftir lokaleikinn og öll upplifun hafi hinsvegar séð til þess að hann vill spila áfram með landsliðinu. „Ég var að hugsa um að hætta að spila með landsliðinu. Eftir Eurobasket þá vil ég aftur á móti fá tækifæri til að upplifa þetta aftur ef líkaminn leyfir," sagði Jón Arnór. „Það er mikilvægt fyrir sambandið og fyrir stuðningsfólkið að hætta ekki núna. Það er mikilvægt að vera ekki södd og sátt eftir Berlín. Við ætlum að er reyna að fá að upplifa þetta allt aftur eftir tvö ár," sagði Jón Arnór. Það er hægt að sjá alla greina um íslenska landsliðið með því að smella hér. EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið fær mikla og flotta umfjöllun á heimasíðu FIBA Europe en þar er verið að fjalla um framgöngu íslenska liðsins og íslensku stuðningsmannanna á Eurobasket í Berlín í september. Dimitris Kontos skrifar greinina fyrir FIBA Europe og byggir hana upp í kringum viðtal við Jón Arnór Stefánsson. Kontos segir meðal annars frá ógleymanlegum söng íslenska stuðningsfólksins sem söng „Ég er kominn heim" fyrir íslensku landsliðsstrákanna eftir lokaleikinn á móti Tyrkjum. Stund sem enginn Íslendingur sem var í Berlín mun gleyma í bráð. Kontos líkir laginu við Liverpool-lagið „You'll Never Walk Alone" en Jón Arnór sagði honum aðeins frá textanum. Fyrirsögnin „Icelandic Basketball Will Never Walk Alone Again“ eða „Íslenskur körfubolti mun aldrei ganga einsamall aftur“ er bein vísun í það. „Þetta er sjómannalag og um það að koma heima. Við erum eftir allt saman sjómannaþjóð," sagði Jón Arnór. „Þetta mót var alls ekki eins og ég bjóst við. Þetta var stórkostleg reynsla fyrir mig, fyrir liðsfélagana mína, fyrir stuðningsfólkið, fyrir sambandið og fyrir alla. Þetta var bara svo fallegt," sagði Jón Arnór. Jón Arnór viðurkennir að það hafi tekið hann nokkurn tíma að komast aftur niður á jörðina eftir Evrópumótið. Jón Arnór talar líka um það í viðtalinu að hann hafi nánast verið búinn að ákveða það að setja landsliðsskóna upp á hillu eftir Evrópumótið en það hafi breyst í Berlín. Söngurinn eftir lokaleikinn og öll upplifun hafi hinsvegar séð til þess að hann vill spila áfram með landsliðinu. „Ég var að hugsa um að hætta að spila með landsliðinu. Eftir Eurobasket þá vil ég aftur á móti fá tækifæri til að upplifa þetta aftur ef líkaminn leyfir," sagði Jón Arnór. „Það er mikilvægt fyrir sambandið og fyrir stuðningsfólkið að hætta ekki núna. Það er mikilvægt að vera ekki södd og sátt eftir Berlín. Við ætlum að er reyna að fá að upplifa þetta allt aftur eftir tvö ár," sagði Jón Arnór. Það er hægt að sjá alla greina um íslenska landsliðið með því að smella hér.
EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira