NBA: Kobe nálægt þrennu í sigri Lakers | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Kobe Bryant. Vísir/EPA Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers sluppu við verstu tíu leikja byrjun í sögu félagsins þegar liðinu tókst að vinna Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Gömlu stórveldin áttu annars góðan dag því Boston Celtics vann Oklahoma City og New York vann New Orleans.Kobe Bryant var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 97-85 heimasigur á Detroit Pistons og fagnaði þar með öðrum sigri sínum á tímabili. Tap hefði þýtt verstu tíu leikja byrjun Lakers frá upphafi. Bryant spilaði í 37 mínútur í leiknum og sýndi á köflum gömul tilþrif. Hann hitti úr 6 af 19 skotum sínum. Jordan Clarkson skoraði 17 stig fyrir Lakers-liðið sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Liðið hefur tapað 8 af fyrstu 10 leikjum en er samt búið að vinna einum leik meira en á sama tíma í fyrra. Andre Drummond var með 17 stig og 17 fráköst hjá Detroit Pistons.Marcus Smart var með 26 stig þegar Boston Celtics vann 100-85 sigur á Oklahoma City Thunder. Isaiah Thomas skoraði 20 stig fyrir Boston, Avery Bradley var með 14 stig og Jared Sullinger bætti við 8 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Boston í síðustu fjórum leikjum. Russell Westbrook skoraði 27 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum. Serge Ibaka skoraði 17 stig en Thunder-liðið hefur ekki skorað minna eða hitt verr á öllu tímabilinu.Carmelo Anthony var með 29 stig og 13 fráköst þegar New York Knicks vann 95-87 sigur á New Orleans Pelicans. Langston Galloway skoraði 15 stig og Kevin Seraphin var með 12 stig. Nýliðinn Kristaps Porzingis skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins út 4 af 15 skotum sínum. Anthony Davis var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 36 stig og 11 fráköst.Nicolas Batum skoraði 33 stig og Al Jefferson bætti við 29 stigum þegar Charlotte Hornets vann 106-94 sigur á Portland Trail Blazers. Batum spilaði með Portland frá 2008 til 2015. Damian Lilliard skoraði 23 stig fyrir Portland.Jeff Green skoraði 21 stig og Mike Conley var með 20 stig og 6 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 114-106 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var annar sigur Memphis í röð í kjölfarið á fjögurra leikja taphrinu. Zach Lavine skoraði 25 stig fyrir Minnesota-liðið sem hefur tapað öllum fimm heimaleikjum tímabilsins.Derrick Favors skoraði 23 stig Rodney Hood var með 20 stig þegar Utah Jazz vann Atlanta Hawks 97-96. Paul Millsap skoraði 28 stig fyrir Atlanta Hawks sem tapaði í þriðja sinn í fjórum leikjum.DeMarcus Cousins skoraði 10 af 36 stigum sínum í fjórða leikhluta og náði auk þess 10 fráköstum þegar Sacramento Kings vann 107-101 sigur á Toronto Raptors. Þetta var þriðji sigur Sacramento Kings í röð.Öll úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - New Orleans Pelicans 95-87 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 106-114 Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 106-94 Atlanta Hawks - Utah Jazz 96-97 Oklahoma City Thunder - Boston Celtics 85-100 Sacramento Kings - Toronto Raptors 107-101 Los Angeles Lakers - Detroit Pistons 97-85 NBA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers sluppu við verstu tíu leikja byrjun í sögu félagsins þegar liðinu tókst að vinna Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Gömlu stórveldin áttu annars góðan dag því Boston Celtics vann Oklahoma City og New York vann New Orleans.Kobe Bryant var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 97-85 heimasigur á Detroit Pistons og fagnaði þar með öðrum sigri sínum á tímabili. Tap hefði þýtt verstu tíu leikja byrjun Lakers frá upphafi. Bryant spilaði í 37 mínútur í leiknum og sýndi á köflum gömul tilþrif. Hann hitti úr 6 af 19 skotum sínum. Jordan Clarkson skoraði 17 stig fyrir Lakers-liðið sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Liðið hefur tapað 8 af fyrstu 10 leikjum en er samt búið að vinna einum leik meira en á sama tíma í fyrra. Andre Drummond var með 17 stig og 17 fráköst hjá Detroit Pistons.Marcus Smart var með 26 stig þegar Boston Celtics vann 100-85 sigur á Oklahoma City Thunder. Isaiah Thomas skoraði 20 stig fyrir Boston, Avery Bradley var með 14 stig og Jared Sullinger bætti við 8 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Boston í síðustu fjórum leikjum. Russell Westbrook skoraði 27 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum. Serge Ibaka skoraði 17 stig en Thunder-liðið hefur ekki skorað minna eða hitt verr á öllu tímabilinu.Carmelo Anthony var með 29 stig og 13 fráköst þegar New York Knicks vann 95-87 sigur á New Orleans Pelicans. Langston Galloway skoraði 15 stig og Kevin Seraphin var með 12 stig. Nýliðinn Kristaps Porzingis skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins út 4 af 15 skotum sínum. Anthony Davis var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 36 stig og 11 fráköst.Nicolas Batum skoraði 33 stig og Al Jefferson bætti við 29 stigum þegar Charlotte Hornets vann 106-94 sigur á Portland Trail Blazers. Batum spilaði með Portland frá 2008 til 2015. Damian Lilliard skoraði 23 stig fyrir Portland.Jeff Green skoraði 21 stig og Mike Conley var með 20 stig og 6 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 114-106 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var annar sigur Memphis í röð í kjölfarið á fjögurra leikja taphrinu. Zach Lavine skoraði 25 stig fyrir Minnesota-liðið sem hefur tapað öllum fimm heimaleikjum tímabilsins.Derrick Favors skoraði 23 stig Rodney Hood var með 20 stig þegar Utah Jazz vann Atlanta Hawks 97-96. Paul Millsap skoraði 28 stig fyrir Atlanta Hawks sem tapaði í þriðja sinn í fjórum leikjum.DeMarcus Cousins skoraði 10 af 36 stigum sínum í fjórða leikhluta og náði auk þess 10 fráköstum þegar Sacramento Kings vann 107-101 sigur á Toronto Raptors. Þetta var þriðji sigur Sacramento Kings í röð.Öll úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - New Orleans Pelicans 95-87 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 106-114 Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 106-94 Atlanta Hawks - Utah Jazz 96-97 Oklahoma City Thunder - Boston Celtics 85-100 Sacramento Kings - Toronto Raptors 107-101 Los Angeles Lakers - Detroit Pistons 97-85
NBA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira