Sport

Ronda Rousey flutt á sjúkrahús eftir rothögg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ronda Rousey tapaði í nótt fyrir Holly Holm í bantamvigt í UFC-bardaga þeirra í Melbourne í nótt.

Sjá einnig: Sjáðu fyrsta tap Rondu

Holm kláraði bardagann með gríðarlega öflugu sparki í annarri lotu. Rousey var flutt upp á sjúkrahús að bardaganum loknum en Dana White, forseti UFC, sagði að meiðsli hennar væru ekki alvarleg.

„Ég verð að segja að öll þau vinna sem við lögðum í undirbúninginn kom fram í kvöld. Ég hef aldrei fyrr eytt jafn miklum tíma í æfingasalnum fyrir nokkurn bardaga,“ sagði Holm eftir bardagann í nótt.

Sjá einnig: Brotalamir í vörn Rousey?

Rousey hefur haft gríðarlega yfirburði síðan hún hóf UFC-feril sinn og var talinn mun sigurstranglegri í nótt. En Holm stýrði ferðinni strax frá upphafi og það tók hana tæpar sex mínútur að vinna Rousey.

Rousey hafði aldrei tapað lotu á UFC-ferli hennar þar til í fyrstu lotunni í nótt. Rousey náði Holm reyndar í gólfið en sú síðarnefnda kom sér undan og hélt undirtökunum allt til loka fyrstu lotunnar.

Sjá einnig: Sviðsljósið beinist að konunum

Önnur lota stóð aðeins yfir í 59 sekúndur en þá tókst Holm að landa gríðarþungu sparki sem kom Rousey í gólfið. Holm fylgdi því eftir með nokkrum höggum þar til að dómarinn stöðvaði bardagann.

Heimamenn í Ástralíu trúðu vart eigin augum en fögnuðu sinni konu gríðarlega.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×