Eiginkona íslensks námsmanns særðist í árásunum í París Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2015 19:15 Eiginkona íslensks námsmanns lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. „Hún Caroline hringdi í mig þegar hún var skotin. Hún sagði mér að koma á kaffihúsið. Þegar ég kom var búið að loka svæðinu,“ segir Finnbogi Rútur. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að fegnið símtalið þó hann hafi ekki haft mikinn tíma til að velta því mikið fyrir sér. Svæðið hafi verið kröggt af lögreglu og hermönnum þegar hann kom á staðinn, tólf manns látnir og margir særðir. Finnbogi Rútur segir að Caroline hafi verið skotin tvívegis í fótinn. „Sem betur fer blæddi hún ekki mikið og þeim tókst að koma henni á spítala voðalega fljótt.“ Sár hennar hafi ekki reynst mjög alvarleg. Finnbogi Rútur og Caroline fara oft á kaffihúsið en í gærkvöldi var hún þar ein með vinkonu sinni sem skotin var í bakið. „Ég hef ekki fengið fréttir af því hvernig henni líður,“ segir Finnbogi Rútur sem segist ekki viss hvort hún sé enn á lífi. Finnbogi Rútur bíður nú á spítalanum og virðist rólegur þrátt fyrir skelfilega reynslu þeirra hjóna. „Ég verð eftir á spítalanum þar til ég fæ upplýsingar um hvernig aðgerðin fór. Þegar ég hef fengið að sjá hana aftur og veit að allt er í lagi þá kannski tek ég mér tíma til að hætta að vera svona stóískur og velta þessu frekar fyrir mér.“ Hryðjuverk í París Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Eiginkona íslensks námsmanns lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. „Hún Caroline hringdi í mig þegar hún var skotin. Hún sagði mér að koma á kaffihúsið. Þegar ég kom var búið að loka svæðinu,“ segir Finnbogi Rútur. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að fegnið símtalið þó hann hafi ekki haft mikinn tíma til að velta því mikið fyrir sér. Svæðið hafi verið kröggt af lögreglu og hermönnum þegar hann kom á staðinn, tólf manns látnir og margir særðir. Finnbogi Rútur segir að Caroline hafi verið skotin tvívegis í fótinn. „Sem betur fer blæddi hún ekki mikið og þeim tókst að koma henni á spítala voðalega fljótt.“ Sár hennar hafi ekki reynst mjög alvarleg. Finnbogi Rútur og Caroline fara oft á kaffihúsið en í gærkvöldi var hún þar ein með vinkonu sinni sem skotin var í bakið. „Ég hef ekki fengið fréttir af því hvernig henni líður,“ segir Finnbogi Rútur sem segist ekki viss hvort hún sé enn á lífi. Finnbogi Rútur bíður nú á spítalanum og virðist rólegur þrátt fyrir skelfilega reynslu þeirra hjóna. „Ég verð eftir á spítalanum þar til ég fæ upplýsingar um hvernig aðgerðin fór. Þegar ég hef fengið að sjá hana aftur og veit að allt er í lagi þá kannski tek ég mér tíma til að hætta að vera svona stóískur og velta þessu frekar fyrir mér.“
Hryðjuverk í París Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira