Þessi 25 ára hægri bakvörður var í Frakklandi í stuttu fríi þar sem landsleikjahlé er nú á ensku deildinni. Þar sem Kelly er ekki í enska landsliðinu ákvað hann að skella sér til Parísar.
Hann og kærasta hans ákvaðu að kíkja út í drykk á föstudagskvöldinu í nálægð við þar sem hryðjuverkaárasirnar voru gerðar. Kelly var snöggur upp í leigubíl og upp á hótelið sitt eftir að sprengirnar byrjuðu.
Opinber Twitter-aðgangur Crystal Palace hefur einnig staðfest að Kelly er heill á húfi, en Kelly hafði fengið mörg skilaboð á Instagram síðu sinni frá óttarslegnum stuðningsmönnum Palace og fleirum.
We have been in contact with @MartinKelly1990 tonight and can confirm he is safe and well.
— Crystal Palace FC (@CPFC) November 14, 2015