Samhugur í miðborginni: Auglýsingaskilti vettvangur fyrir samstöðuskilaboð Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2015 15:00 Búið er að koma upp A4-blöðum með samstöðu skilaboðum á auglýsingaskiltum miðborgarinnar. Twitter Samhugur heimsbyggðarinnar með fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna í París hefur vart farið framhjá neinum. Þjóðarleiðtogar heimsins hafa keppst við að senda samúðarskeyti til franskra ráðamanna í dag og þá hafa samfélagsmiðlarnir verið undirlagið skilaboðum og myndum þeirra sem láta sig málið varða.Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Íbúar miðborgarinnar og gestir þeirra hafa ekki farið varhluta af þessum samhug. Þannig hafa margir rekið augun í skilaboð sem komið hefur verið fyrir á nokkrum auglýsingaskiltum íslenska fataframleiðandans 66°. Skilaboðin eru í formi A4 blaðs sem á hefur verið skrifað „Love Paris“ eða „Elskið París“ og búið er að skipta út tveimur stöfum fyrir rauð hjörtu.Skiltin vettvangur fyrir samstöðuskilaboð Vísi lá á að vita hvort um markaðsherferð frá fyrirtækinu væri að ræða. Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°, segir svo ekki vera enda kom hann af fjöllum þegar Vísir náði tali af honum. „Ég er bara að heyra um þetta fyrst núna.“ segir Fannar sem var augljóslega brugðið þegar Vísir tjáði honum að búið væri að koma upp „skilaboðum“ á auglýsingum fyrirtæksins. Fannari var hins vegar létt þegar honum var tjáð hvers eðlis þau voru. „Þetta er bara hið besta mál og við erum algjörlega til í að „fórna“ auglýsingunum okkar í þetta málefni.“ Fannar segir að fyrirtækið muni svo sannarlega ekki setja sig upp á móti slíkum skilaboðum, hvað þá fjarlægja þau. „Við erum ekkert að fara að beita okkur í þessu eða kalla út menn til að rífa þetta niður. Ætli við leyfum ekki fólki bara að nýta þetta sem vettvang fyrir svona skilaboð,“ segir Fannar. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 Kennir aðgerðum Frakka í Sýrlandi um árásina Bashar al-Assad segir að hann hafi varað við þessum möguleika í þrjú ár en ekki hafi verið hlustað á hann. 14. nóvember 2015 13:00 Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Harpa böðuð frönsku fánalitunum næstu daga Reykvíkingar og aðrir gestir borgarinnar geta horft á upplýsta Hörpu innan nokkurra klukkustunda. 14. nóvember 2015 11:26 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Samhugur heimsbyggðarinnar með fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna í París hefur vart farið framhjá neinum. Þjóðarleiðtogar heimsins hafa keppst við að senda samúðarskeyti til franskra ráðamanna í dag og þá hafa samfélagsmiðlarnir verið undirlagið skilaboðum og myndum þeirra sem láta sig málið varða.Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Íbúar miðborgarinnar og gestir þeirra hafa ekki farið varhluta af þessum samhug. Þannig hafa margir rekið augun í skilaboð sem komið hefur verið fyrir á nokkrum auglýsingaskiltum íslenska fataframleiðandans 66°. Skilaboðin eru í formi A4 blaðs sem á hefur verið skrifað „Love Paris“ eða „Elskið París“ og búið er að skipta út tveimur stöfum fyrir rauð hjörtu.Skiltin vettvangur fyrir samstöðuskilaboð Vísi lá á að vita hvort um markaðsherferð frá fyrirtækinu væri að ræða. Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°, segir svo ekki vera enda kom hann af fjöllum þegar Vísir náði tali af honum. „Ég er bara að heyra um þetta fyrst núna.“ segir Fannar sem var augljóslega brugðið þegar Vísir tjáði honum að búið væri að koma upp „skilaboðum“ á auglýsingum fyrirtæksins. Fannari var hins vegar létt þegar honum var tjáð hvers eðlis þau voru. „Þetta er bara hið besta mál og við erum algjörlega til í að „fórna“ auglýsingunum okkar í þetta málefni.“ Fannar segir að fyrirtækið muni svo sannarlega ekki setja sig upp á móti slíkum skilaboðum, hvað þá fjarlægja þau. „Við erum ekkert að fara að beita okkur í þessu eða kalla út menn til að rífa þetta niður. Ætli við leyfum ekki fólki bara að nýta þetta sem vettvang fyrir svona skilaboð,“ segir Fannar.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 Kennir aðgerðum Frakka í Sýrlandi um árásina Bashar al-Assad segir að hann hafi varað við þessum möguleika í þrjú ár en ekki hafi verið hlustað á hann. 14. nóvember 2015 13:00 Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Harpa böðuð frönsku fánalitunum næstu daga Reykvíkingar og aðrir gestir borgarinnar geta horft á upplýsta Hörpu innan nokkurra klukkustunda. 14. nóvember 2015 11:26 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49
Kennir aðgerðum Frakka í Sýrlandi um árásina Bashar al-Assad segir að hann hafi varað við þessum möguleika í þrjú ár en ekki hafi verið hlustað á hann. 14. nóvember 2015 13:00
Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21
Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59
Harpa böðuð frönsku fánalitunum næstu daga Reykvíkingar og aðrir gestir borgarinnar geta horft á upplýsta Hörpu innan nokkurra klukkustunda. 14. nóvember 2015 11:26