Sprengikraftur í Norræna húsinu Jónas Sen skrifar 14. nóvember 2015 10:30 "Söngur Auðar var ferskur og tilfinningaríkur. Leikur Helgu Bryndísar var líka framúrskarandi,“ segir í dómnum. Vísir/GVA Tónlist Tónleikaröðin Klassík í Vatnsmýrinni Flytjendur Auður Gunnarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir11. nóvember. Líf og ástir konu, Frauenliebe und Leben, eftir Schumann er lagaflokkur sem er svo oft fluttur að hann nálgast að vera klisja. Það er til marks um fagmennsku og hæfileika Auðar Gunnarsdóttur sópran og Helgu Bryndísar Magnúsdóttur píanóleikara að lögin hljómuðu nánast eins og maður væri að heyra þau í fyrsta sinn. Auður og Helga Bryndís komu fram á tónleikum í röðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Tónlist Schumanns var aðalatriðið fyrir hlé. Lagaflokkurinn samanstendur af átta lögum. Ástin er í forgrunni. Ástarvíman nær hámarki í sjötta og sjöunda laginu, en sorgin knýr svo dyra í því síðasta. Einkennandi fyrir lögin er hve píanóröddin er allt öðruvísi en söngröddin. Þetta er enginn undirleikur, ó nei. Þarna eru ekki bara einhverjir hljómar og fylgirödd. Píanóleikarinn er eins og mótleikari í leikriti. Rödd hans skapar fullkomið mótvægi við sönginn svo úr verður einstaklega fögur heild. Söngur Auðar var ferskur og tilfinningaríkur. Röddin hljómaði fallega, hún var tær og safarík. Leikur Helgu Bryndísar var líka framúrskarandi. Hann var fullur af nostursamlega mótuðum litbrigðum sem voru unaðsleg áheyrnar. Lagaflokkur Schumanns fer á vissan hátt í hring. Það eru sömu tónahendingar í síðasta laginu og því fyrsta. Endirinn vísar þannig í upphafið. Engu að síður vantar oft upp á heildarsvipinn þegar flokkurinn er fluttur. Kannski er það vegna þess hve fjölbreytt lögin eru. En hér slitnaði rauði þráðurinn aldrei. Söngurinn og píanóleikurinn héldu athygli manns allan tímann. Annað á dagskránni var eftir þessu. Þrjú lög úr Pétri Gaut, sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi fyrir uppfærslu Þjóðleikhússins á leikriti Ibsens árið 1991, voru ákaflega lýrísk og dreymandi. Fjórir gamansöngvar eftir Wolf-Ferrari voru kostulegir og Poema en forma de canciones, söngljóð eftir Turina, voru mögnuð. Einleikur Helgu Bryndísar á undan var tilþrifamikill og lögin voru þrungin ástríðum. Söngurinn var gæddur sprengikrafti og píanóleikurinn var svo vandaður og fágaður, svo lifandi og skáldlegur að það var einfaldlega frábært. Þetta var skemmtileg kvöldstund.Niðurstaða: Sérlega fallegur, innblásinn flutningur. Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Tónleikaröðin Klassík í Vatnsmýrinni Flytjendur Auður Gunnarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir11. nóvember. Líf og ástir konu, Frauenliebe und Leben, eftir Schumann er lagaflokkur sem er svo oft fluttur að hann nálgast að vera klisja. Það er til marks um fagmennsku og hæfileika Auðar Gunnarsdóttur sópran og Helgu Bryndísar Magnúsdóttur píanóleikara að lögin hljómuðu nánast eins og maður væri að heyra þau í fyrsta sinn. Auður og Helga Bryndís komu fram á tónleikum í röðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Tónlist Schumanns var aðalatriðið fyrir hlé. Lagaflokkurinn samanstendur af átta lögum. Ástin er í forgrunni. Ástarvíman nær hámarki í sjötta og sjöunda laginu, en sorgin knýr svo dyra í því síðasta. Einkennandi fyrir lögin er hve píanóröddin er allt öðruvísi en söngröddin. Þetta er enginn undirleikur, ó nei. Þarna eru ekki bara einhverjir hljómar og fylgirödd. Píanóleikarinn er eins og mótleikari í leikriti. Rödd hans skapar fullkomið mótvægi við sönginn svo úr verður einstaklega fögur heild. Söngur Auðar var ferskur og tilfinningaríkur. Röddin hljómaði fallega, hún var tær og safarík. Leikur Helgu Bryndísar var líka framúrskarandi. Hann var fullur af nostursamlega mótuðum litbrigðum sem voru unaðsleg áheyrnar. Lagaflokkur Schumanns fer á vissan hátt í hring. Það eru sömu tónahendingar í síðasta laginu og því fyrsta. Endirinn vísar þannig í upphafið. Engu að síður vantar oft upp á heildarsvipinn þegar flokkurinn er fluttur. Kannski er það vegna þess hve fjölbreytt lögin eru. En hér slitnaði rauði þráðurinn aldrei. Söngurinn og píanóleikurinn héldu athygli manns allan tímann. Annað á dagskránni var eftir þessu. Þrjú lög úr Pétri Gaut, sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi fyrir uppfærslu Þjóðleikhússins á leikriti Ibsens árið 1991, voru ákaflega lýrísk og dreymandi. Fjórir gamansöngvar eftir Wolf-Ferrari voru kostulegir og Poema en forma de canciones, söngljóð eftir Turina, voru mögnuð. Einleikur Helgu Bryndísar á undan var tilþrifamikill og lögin voru þrungin ástríðum. Söngurinn var gæddur sprengikrafti og píanóleikurinn var svo vandaður og fágaður, svo lifandi og skáldlegur að það var einfaldlega frábært. Þetta var skemmtileg kvöldstund.Niðurstaða: Sérlega fallegur, innblásinn flutningur.
Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira