Segir örla á reiði meðal háskólanema sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 12:29 Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. mynd/shí Háskólanemar hafa þungar áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli prófessora. Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands segir örla á reiði meðal nemenda, sem séu orðnir langþreyttir á sífelldum verkfallshrinum. Jólapróf falla niður ef af verkfallinu verður. Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu í gær verkfallsboðun með miklum meirihluta, eða áttatíu og fimm prósent atkvæða, dagana annan til átjánda desember. Slétt ár er frá því að prófessorar boðuðu síðast til verkfalls, en því var afstýrt á síðustu stundi þegar þeir skrifuðu undir skammtíma kjarasamning sem rann út í lok febrúar. „Ég get ekkert leynt því að ég hef miklar áhyggjur af því að verkfallinu, ef af því verður. En við innilega vonum að það verði leyst úr þessum málum," segir Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ. „Það versta sem getur gerst er að þetta bitni mikið á nemendum sem eru hjá lánasjóðnum eða nemendum sem stefna á útskrift. Þeir nemendum sem eru með LÍN fá ekki greitt nema að loknum einingum." Stór hluti allrar kennslu féll niður í október þegar félagsmenn SFR lögðu niður störf. Aron segir það hafa haft töluverð áhrif á nemendur. „Það er auðvitað bagalegt að í fjórða skiptið á þremur önnum sé aftur verið að fara í verkfall. Ég átti samtal við nemendur í gær sem sögðu þetta vera orðinn svo eðlilegan hlut að þeir séu farnir að búast við þessu. Nemendur sem eru á sínu öðru ári eru að lenda í fjórða verkfallinu. Það vandræðalega við þetta er að sumir nemendur hugsa bara að svona sé þetta bara. En aðrir eru orðnir reiðir. Sumir eru mjög pirraðir og reiðir út í verkföllin, finnst óþolandi hvernig þetta bitnar á þeim, án þess að nemendur hafi einhvern varnagla," segir hann. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Ef af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður, sem er um helmingur allra prófa. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Háskólanemar hafa þungar áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli prófessora. Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands segir örla á reiði meðal nemenda, sem séu orðnir langþreyttir á sífelldum verkfallshrinum. Jólapróf falla niður ef af verkfallinu verður. Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu í gær verkfallsboðun með miklum meirihluta, eða áttatíu og fimm prósent atkvæða, dagana annan til átjánda desember. Slétt ár er frá því að prófessorar boðuðu síðast til verkfalls, en því var afstýrt á síðustu stundi þegar þeir skrifuðu undir skammtíma kjarasamning sem rann út í lok febrúar. „Ég get ekkert leynt því að ég hef miklar áhyggjur af því að verkfallinu, ef af því verður. En við innilega vonum að það verði leyst úr þessum málum," segir Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ. „Það versta sem getur gerst er að þetta bitni mikið á nemendum sem eru hjá lánasjóðnum eða nemendum sem stefna á útskrift. Þeir nemendum sem eru með LÍN fá ekki greitt nema að loknum einingum." Stór hluti allrar kennslu féll niður í október þegar félagsmenn SFR lögðu niður störf. Aron segir það hafa haft töluverð áhrif á nemendur. „Það er auðvitað bagalegt að í fjórða skiptið á þremur önnum sé aftur verið að fara í verkfall. Ég átti samtal við nemendur í gær sem sögðu þetta vera orðinn svo eðlilegan hlut að þeir séu farnir að búast við þessu. Nemendur sem eru á sínu öðru ári eru að lenda í fjórða verkfallinu. Það vandræðalega við þetta er að sumir nemendur hugsa bara að svona sé þetta bara. En aðrir eru orðnir reiðir. Sumir eru mjög pirraðir og reiðir út í verkföllin, finnst óþolandi hvernig þetta bitnar á þeim, án þess að nemendur hafi einhvern varnagla," segir hann. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Ef af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður, sem er um helmingur allra prófa.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum