Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. nóvember 2015 10:57 Aron Einar Gunnarsson vill vinna leikinn á morgun. vísir/andri marinó „Okkar takmark er að vinna leikinn á morgun þó þetta sé vináttuleikur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á blaðamannafundi í Varsjá í dag. Strákarnir okkar mæta Póllandi í vináttulandsleik á Þjóðarleikvangi Pólverja annað kvöld, en pólska liðið er komið á EM í Frakklandi líkt og okkar menn. Hann vildi ekki svara beint hvort liðið er betra. „Þó þetta sé vináttuleikur viltu alltaf ganga stoltur frá borði. Þetta verður erfiður leikur en við viljum koma á góðum skriði inn á EM. Það er gott að halda í sigurtilfinninguna og vonandi heldur það áfram. Hvort liðið er betra kemur svo í ljós á morgun,“ sagði Aron Einar.Förum ekki bara til að njóta Aron Einar segir íslenska fara fullt sjálfstrausts til Frakklands á næsta ári þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki og eiga í hættu að lenda í mjög erfiðum riðli. „Allir leikirnir verða erfiðir á EM því þarna eru bara góð lið og frábær lið í efsta styrkleikaflokki. Það skiptir engu hvaða liði við mætum. Við komum inn í þetta fullir sjálfstrausts og berjumst fyrir hvern annan. Það er það sem við gerum,“ sagði Aron Einar sem tekur undir með Lars Lagerbäck að Ísland er ekki að fara til Frakklands bara til að vera með. „Við ætlum ekki bara að fara þangað og njóta heldur vonandi komast upp úr riðli. Vonandi komumst við bara eins langt og hægt er.“ „Það eru allir sammála um að við erum ekki besta lið heims en við getum verið skipulagðir og barist fyrir hvorn annan. Það hefur skilað okkur þetta langt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn.Sigurinn í Amsterdam stærstur Íslenska liðið vann flotta sigra á stórþjóðum eins og Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi í undankeppninni. Það vann Holland meira að segja tvisvar sinnum án þess að fá á sig mark. Aðspurður hver sigranna var stærstur sagði fyrirliðinn það hljóta að vera þegar strákarnir felldu Holland á þeirra eigin heimavelli í Amsterdam. „Fyrsti leikurinn gegn Tyrklandi var frábærlega spilaður að okkar hálfu og setti tóninn. Hann fékk alla þjóðina með okkur og þar bjuggum við til eitthvað sem fólkið gat stutt okkur í,“ sagði Aron Einar. „Stærstu úrslitin hljóta samt að vera að vinna Holland úti. Það kom mest á óvart. Það var frábær tilfinning að vinna Holland,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
„Okkar takmark er að vinna leikinn á morgun þó þetta sé vináttuleikur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á blaðamannafundi í Varsjá í dag. Strákarnir okkar mæta Póllandi í vináttulandsleik á Þjóðarleikvangi Pólverja annað kvöld, en pólska liðið er komið á EM í Frakklandi líkt og okkar menn. Hann vildi ekki svara beint hvort liðið er betra. „Þó þetta sé vináttuleikur viltu alltaf ganga stoltur frá borði. Þetta verður erfiður leikur en við viljum koma á góðum skriði inn á EM. Það er gott að halda í sigurtilfinninguna og vonandi heldur það áfram. Hvort liðið er betra kemur svo í ljós á morgun,“ sagði Aron Einar.Förum ekki bara til að njóta Aron Einar segir íslenska fara fullt sjálfstrausts til Frakklands á næsta ári þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki og eiga í hættu að lenda í mjög erfiðum riðli. „Allir leikirnir verða erfiðir á EM því þarna eru bara góð lið og frábær lið í efsta styrkleikaflokki. Það skiptir engu hvaða liði við mætum. Við komum inn í þetta fullir sjálfstrausts og berjumst fyrir hvern annan. Það er það sem við gerum,“ sagði Aron Einar sem tekur undir með Lars Lagerbäck að Ísland er ekki að fara til Frakklands bara til að vera með. „Við ætlum ekki bara að fara þangað og njóta heldur vonandi komast upp úr riðli. Vonandi komumst við bara eins langt og hægt er.“ „Það eru allir sammála um að við erum ekki besta lið heims en við getum verið skipulagðir og barist fyrir hvorn annan. Það hefur skilað okkur þetta langt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn.Sigurinn í Amsterdam stærstur Íslenska liðið vann flotta sigra á stórþjóðum eins og Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi í undankeppninni. Það vann Holland meira að segja tvisvar sinnum án þess að fá á sig mark. Aðspurður hver sigranna var stærstur sagði fyrirliðinn það hljóta að vera þegar strákarnir felldu Holland á þeirra eigin heimavelli í Amsterdam. „Fyrsti leikurinn gegn Tyrklandi var frábærlega spilaður að okkar hálfu og setti tóninn. Hann fékk alla þjóðina með okkur og þar bjuggum við til eitthvað sem fólkið gat stutt okkur í,“ sagði Aron Einar. „Stærstu úrslitin hljóta samt að vera að vinna Holland úti. Það kom mest á óvart. Það var frábær tilfinning að vinna Holland,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira