Sport

Pútín setur af stað rannsókn vegna lyfjaskandalsins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Vladímír Pútin heldur HM í fótbolta 2018.
Vladímír Pútin heldur HM í fótbolta 2018. vísir/getty
Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur skipað rannsókn vegna ásakana Alþjóðalyfjaeftirlitsins um kerfisbundið lyfjamisferli rússneska frjálsíþróttasambandsins.

Í skýrslu sem WADA gaf út í byrjun vikunnar eru Rússar sakaðir um að útvega frjálsíþróttamönnum sínum árangursbætandi efni og hylma svo yfir með þeim í samstarfi við suma af æðstu mönnum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.

Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg

„Baráttan verður að vera opin. Íþróttakeppni er bara áhuagverð þegar hún er heiðarleg,“ sagði Pútín í gærkvöldi, en það var í fyrsta skipti sem hann tjáði sig eftir að skýrslan var opinberuð.

Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússlands, fór í vörn á þriðjudaginn og sagði skýrsluna vera rugl og enn fremur að lyfjaeftirlit Breta hefði ekkert gildi og væri slakara en hjá Rússum.

„Ég bað íþróttamálaráðherrann og alla okkar kollega sem tengjast íþróttum á einn eða annan hátt að sýna þessu máli sérstakan áhuga. Það er mikilvægt að við setjum af stað okkar eigin rannsókn,“ sagði Vladímír Pútín.

Sjá einnig:Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum

Lord Sebastian Coe, forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, gaf Rússum frest til föstudags til að svara skýrslunni formlega.

Dick Pound, höfundur skýrslunnar, vill að rússneskum íþróttamönnum verði meinuð þátttaka frá Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×