Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2015 14:33 Lindu Pé ofbýður hvernig landsbyggðamenn tala um Gísla Martein -- og skakkar leikinn. Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur hefur risið upp til varnar Gísla Marteini Baldurssyni, gegn landsbyggðarmönnum sem hafa verið að úthúða sjónvarpsmanninum geðþekka. Linda sýnir nokkurt hugrekki þegar hún skakkar leikinn á Facebook; en téðir landsbyggðarmenn hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5. Þetta var um helgina á Twitter og menn eru ekkert á því að láta Gísla Martein sleppa of snemma með þetta. Og þannig birtir Stefán Guðmundsson athafnamaður á Húsavík mynd af Gísla Marteini á Facebooksíðu sinni undir yfirskriftinni: „Vill einhver taka ungan Reykvíking í sveit í sumar?“Gísli Marteinn er hafður að háði og spotti meðal landsbyggðafólks þessi dægrin, eftir umdeild ummæli.Nokkur umræða skapast á þræði undir þessu skensi Stefáns og eru Gísla Marteini ekki vandaðar kveðjurnar. Hér eru nokkur dæmi: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annar segir: „Stefán - þú ert að leggja fífl í einelti,“ og lætur broskall fylgja en Stefán segir að þetta sé ekki einelti, heldur „betrunar-tillögur“. „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“ Og enn einn segir: „Forrest Gump sagði "stupid is as stupid does." Og er það eina sem kemur upp í huga mér þegar ég sé eða heyri í þessum blessaða dreng.“ En, þarna þykir Lindu nóg komið. Hún blandar sér óhrædd í þessar einsleitu samræður og hastar á þá karla sem þarna vilja hæðast að Gísla Marteini og kalla öllum illum nöfnum: „Mèr blöskrar hvernig þið fullorðnir menn skrifið hér. Þið getið verið ósammála skoðunum Gísla en að kalla hann "skrípi", "fífl" og "andskota", segir því miður meira um ykkur en hann. Skammist ykkar.“ Og, svo virðist sem heldur sljákki í mannskapnum við þessar skammir Lindu.Hefur einhver spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn? https://t.co/6Kjumdisv9— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 7, 2015 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Sjá meira
Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur hefur risið upp til varnar Gísla Marteini Baldurssyni, gegn landsbyggðarmönnum sem hafa verið að úthúða sjónvarpsmanninum geðþekka. Linda sýnir nokkurt hugrekki þegar hún skakkar leikinn á Facebook; en téðir landsbyggðarmenn hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5. Þetta var um helgina á Twitter og menn eru ekkert á því að láta Gísla Martein sleppa of snemma með þetta. Og þannig birtir Stefán Guðmundsson athafnamaður á Húsavík mynd af Gísla Marteini á Facebooksíðu sinni undir yfirskriftinni: „Vill einhver taka ungan Reykvíking í sveit í sumar?“Gísli Marteinn er hafður að háði og spotti meðal landsbyggðafólks þessi dægrin, eftir umdeild ummæli.Nokkur umræða skapast á þræði undir þessu skensi Stefáns og eru Gísla Marteini ekki vandaðar kveðjurnar. Hér eru nokkur dæmi: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annar segir: „Stefán - þú ert að leggja fífl í einelti,“ og lætur broskall fylgja en Stefán segir að þetta sé ekki einelti, heldur „betrunar-tillögur“. „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“ Og enn einn segir: „Forrest Gump sagði "stupid is as stupid does." Og er það eina sem kemur upp í huga mér þegar ég sé eða heyri í þessum blessaða dreng.“ En, þarna þykir Lindu nóg komið. Hún blandar sér óhrædd í þessar einsleitu samræður og hastar á þá karla sem þarna vilja hæðast að Gísla Marteini og kalla öllum illum nöfnum: „Mèr blöskrar hvernig þið fullorðnir menn skrifið hér. Þið getið verið ósammála skoðunum Gísla en að kalla hann "skrípi", "fífl" og "andskota", segir því miður meira um ykkur en hann. Skammist ykkar.“ Og, svo virðist sem heldur sljákki í mannskapnum við þessar skammir Lindu.Hefur einhver spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn? https://t.co/6Kjumdisv9— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 7, 2015
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Sjá meira