Sport

Segir sig úr Alþjóðaólympíunefndinni eftir handtökuna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lamine Diack er í vondum málum.
Lamine Diack er í vondum málum. vísir/getty
Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttsambandsins, er búinn að segja af sér sem heiðursmeðlimur Alþjóðaólympíunefndarinnar. Frá þessu er greint á vef BBC. Hann var forseti þess frá 1999 og þar til í ár þegar Sebastian Coe var kosinn.

Diack var vikið úr nefndinni tímabundið eftir að hann var handtekinn í síðustu viku af frönskum yfirvöldum. Hann er sakaður um mikla aðild að rússneska lyfjahneykslinu sem skekur nú frjálsíþróttaheiminn.

Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg

Auk Diacks voru sonur hans, Papa Massata, Habib Cissé, hans helsti ráðgjafi, og Gabrel Dollé, fyrrverandi yfirmaður lyfjaeftirlits Alþjóðafrjálsíþróttsambandsins handteknir.

Diack er sakaður um að taka við mútugreiðslum frá Rússum í staðinn fyrir að leyfa kerfisbundnu lyfjamisferli þeirra að viðgangast og fresta úrskurðum rússneska frjálsíþróttamanna sem féllu á lyfjaprófi árið 2011.

Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, að aðild Diacks að málinu komi honum ekki á óvart.

Sjá einnig:Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum

„Það er augljóst að ákveðnir aðilar innan alþjóðasambandsins voru með í spilum,“ segir hann.

„Dollé átti að hafa eftirlit með þessu og svo lætur Diack þetta viðgangast og fær fyrir það 20-40 milljónir að því að talið er. Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé viðriðinn svona spillingu,“ segir Jónas Egilsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×