Frá þessu er greint á vef Sana News, sem rekinn er af stjórnvöldum Assad. Flugvöllurinn gengur einnig undir nafninu Rasin El Aboud.
Sókn hersins að flugvellinum var studd með loftárásum Rússa. Stjórnarherinn hefur undanfarnar vikur, með stuðningi íranska hersins, vígamanna Hezbollah og Rússa, unnið að því að ná völdum í sveitunum í kringum borgina Aleppo. Vígahópar, uppreisnarmenn og stjórnarherinn stjórna mismunandi hlutum borgarinnar.
Vígamenn ISIS höfðu sett þá sókn í hættu þegar þeir hertóku helstu birgðaleið hersins til Aleppo en herinn náði henni aftur í síðustu viku. Samkvæmt BBC hafa bardagar á svæðinu verið harðir, en hins vegar hefur ekki verið barist í borginni sjálfri.
#Syria #Map After 25-days offensive, #SAA lifts #Kweires airport siege by #IS / HD : https://t.co/f2yDc5K5Rt pic.twitter.com/NlKZFqhupA
— IUCA (@IUCAnalysts) November 10, 2015