Í kappi við tímann Brynhildur Björnsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 11:00 Dimma Bækur Dimma Ragnar Jónasson Veröld Þreytti og vonsvikni rannsóknarlögreglumaðurinn sem á í erfiðleikum í einkalífinu og er annaðhvort alveg að detta í eftirlaun eða verður rekinn á hverri stundu vegna skapgerðarbresta er miðlægur í mörgum þeirra glæpasagna sem mestri útbreiðslu og lesendum hafa náð. Sem glæpasöguætu til margra ára hefur mér þótt vanta samsvarandi rannsóknarlögreglukonur í glæpasögur á bókarformi þó sjónvarpsþáttaraðir skarti mörgum skemmtilegum kvenhetjum í þessu staðlaða hlutverki. Það var því með miklum væntingum sem ég sökkti mér niður í Dimmu, þar sem sagan hverfist um rannsóknarlögreglukonuna Huldu sem uppfyllir flest ofantalinna skilyrða fyrir glæpasöguhetju. Hún er sextíu og fjögurra ára ekkja sem hefur fátt til að lifa fyrir nema starfið sem hún sinnir af elju og eldmóði. Einkalífið hefur verið í molum árum saman en virðist aðeins tekið að glæðast þegar þarna er komið sögu og þó hún viti að starfslokin eru skammt undan telur hún sig hafa nægan tíma til að búa sig undir þau. Það breytist þó þegar henni er ýtt til hliðar fyrir ungan karlmann og gert að hætta að vinna innan tveggja vikna. Hulda, sem hefur áratugum saman þurft að þola yfirgang í starfi vegna kynferðis síns og ítrekað rekið sig á glerþakið margumrædda, er ekki sátt við þessi málalok og ákveður að velja sitt síðasta sakamál af kostgæfni. Hún hefur rannsókn á andláti rússnesks hælisleitanda í kapphlaupi við tímann um að ná að leysa málið áður en starfsævi hennar lýkur. Bókin fer vel af stað og virðist ætla að taka á stórum málum eins og stöðu kvenna innan lögreglunnar og lífi hælisleitenda á Íslandi. Mikill metnaður er lagður í að skapa trúverðuga persónu úr Huldu sem verður aðeins á kostnað þeirra sem hún hittir við rannsókn málsins sem verða á köflum einsleitir fulltrúar ákveðinna manngerða eða skoðana frekar en raunverulegt fólk. Þar má kannski sérstaklega nefna vinnufélaga hennar á lögreglustöðinni og starfsmenn hótels sem hýsir hælisleitendur. Atburðir úr lífi Huldu eru kynntir meðfram aðalsögunni og lengi framan af, og eiginlega allan tímann, er óljóst hvaða erindi sú saga á í þeim búningi sem hún er sett fram. Af tillitssemi við lesendur verður ekki farið nánar út í söguþráð bókarinnar en látið nægja að segja að þar er margt sem hefði mátt ígrunda betur og gefa sér meiri tíma til að vinna. Eiginlega má segja að hvorug sagnanna tveggja sem sagðar eru samhliða nái að blómstra í því samlífi og spurning hvort hefði verið betra að segja þær hvora í sínu lagi. Þar geldur persónusköpun Huldu sérstaklega fyrir sem er synd því hún er lengi framan af áhugaverð persóna. Endirinn kemur á óvart en skilur lítið eftir sig og þegar upp frá lestri er staðið er óljóst hver tilgangur höfundarins var með því að segja þessar sögur. Glæpasagnahöfundar, einkum þeir sem eins og Ragnar Jónasson hafa náð hylli erlendis, eru undir stöðugri pressu að senda frá sér nýja bók á hverju ári. Í þessu tilfelli virðist gott upplegg og góð hugmynd gjalda fyrir þessa tímapressu því með aðeins meiri yfirlegu hefði þessi bók getað orðið miklu betri.Samantekt: Ágætlega af stað farið en næst ekki að vinna vel úr góðum hugmyndum. Bókmenntir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Bækur Dimma Ragnar Jónasson Veröld Þreytti og vonsvikni rannsóknarlögreglumaðurinn sem á í erfiðleikum í einkalífinu og er annaðhvort alveg að detta í eftirlaun eða verður rekinn á hverri stundu vegna skapgerðarbresta er miðlægur í mörgum þeirra glæpasagna sem mestri útbreiðslu og lesendum hafa náð. Sem glæpasöguætu til margra ára hefur mér þótt vanta samsvarandi rannsóknarlögreglukonur í glæpasögur á bókarformi þó sjónvarpsþáttaraðir skarti mörgum skemmtilegum kvenhetjum í þessu staðlaða hlutverki. Það var því með miklum væntingum sem ég sökkti mér niður í Dimmu, þar sem sagan hverfist um rannsóknarlögreglukonuna Huldu sem uppfyllir flest ofantalinna skilyrða fyrir glæpasöguhetju. Hún er sextíu og fjögurra ára ekkja sem hefur fátt til að lifa fyrir nema starfið sem hún sinnir af elju og eldmóði. Einkalífið hefur verið í molum árum saman en virðist aðeins tekið að glæðast þegar þarna er komið sögu og þó hún viti að starfslokin eru skammt undan telur hún sig hafa nægan tíma til að búa sig undir þau. Það breytist þó þegar henni er ýtt til hliðar fyrir ungan karlmann og gert að hætta að vinna innan tveggja vikna. Hulda, sem hefur áratugum saman þurft að þola yfirgang í starfi vegna kynferðis síns og ítrekað rekið sig á glerþakið margumrædda, er ekki sátt við þessi málalok og ákveður að velja sitt síðasta sakamál af kostgæfni. Hún hefur rannsókn á andláti rússnesks hælisleitanda í kapphlaupi við tímann um að ná að leysa málið áður en starfsævi hennar lýkur. Bókin fer vel af stað og virðist ætla að taka á stórum málum eins og stöðu kvenna innan lögreglunnar og lífi hælisleitenda á Íslandi. Mikill metnaður er lagður í að skapa trúverðuga persónu úr Huldu sem verður aðeins á kostnað þeirra sem hún hittir við rannsókn málsins sem verða á köflum einsleitir fulltrúar ákveðinna manngerða eða skoðana frekar en raunverulegt fólk. Þar má kannski sérstaklega nefna vinnufélaga hennar á lögreglustöðinni og starfsmenn hótels sem hýsir hælisleitendur. Atburðir úr lífi Huldu eru kynntir meðfram aðalsögunni og lengi framan af, og eiginlega allan tímann, er óljóst hvaða erindi sú saga á í þeim búningi sem hún er sett fram. Af tillitssemi við lesendur verður ekki farið nánar út í söguþráð bókarinnar en látið nægja að segja að þar er margt sem hefði mátt ígrunda betur og gefa sér meiri tíma til að vinna. Eiginlega má segja að hvorug sagnanna tveggja sem sagðar eru samhliða nái að blómstra í því samlífi og spurning hvort hefði verið betra að segja þær hvora í sínu lagi. Þar geldur persónusköpun Huldu sérstaklega fyrir sem er synd því hún er lengi framan af áhugaverð persóna. Endirinn kemur á óvart en skilur lítið eftir sig og þegar upp frá lestri er staðið er óljóst hver tilgangur höfundarins var með því að segja þessar sögur. Glæpasagnahöfundar, einkum þeir sem eins og Ragnar Jónasson hafa náð hylli erlendis, eru undir stöðugri pressu að senda frá sér nýja bók á hverju ári. Í þessu tilfelli virðist gott upplegg og góð hugmynd gjalda fyrir þessa tímapressu því með aðeins meiri yfirlegu hefði þessi bók getað orðið miklu betri.Samantekt: Ágætlega af stað farið en næst ekki að vinna vel úr góðum hugmyndum.
Bókmenntir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira