„Eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 15:56 Guðmundur Ragnarsson er formaður VM. vísir/anton Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir ljóst að Rio Tinto ætli ekki að semja við starfsmenn sína, nema með því að þvinga fram umtalsverðar breytingar í þá átt að koma sem flestum fastráðnum starfsmönnum út, og fá verktaka í störfin. Sú hagræðing virki þó einungis í eina átt. „Að finna fólk í störfin á lægri launum, aðallega útlendinga sem ekki eru skráðir hér á landi, eins og var gert hjá ÍSAL á þessu ári og þekkist víða í atvinnulífinu í dag,“ segir Guðmundur á vefsíðu félagsins. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík er enn í hnút og virðist engin lausn í sjónmáli. Að sögn Guðmundar hafa deiluaðilar hist í húsakynnum ríkissáttasemjara tuttugu og átta sinnum. Ljóst sé að starfsfólkið skipti fyrirtækið litlu máli – hagnaðurinn sé aðalatriðið. „Ef láta á eftir þeim að fá vinnuna gefins líka, þá er lítið fyrir okkur að hafa, sem samfélag, af veru þeirra hér. Það verður að stoppa þetta í fæðingu. Hin stóriðjufyrirtækin munu fara sömu leið til að skera niður launakostnað, um leið og þau fá færi til. Eflaust með sömu hótunum að vopni. Hótuinina um að ef þau fái ekki sitt fram, muni þau loka, fara.“„Viðbjóðsleg saga um heim allan“ Guðmundur segir Samtök atvinnulífsins ganga erinda Rio Tinto, sem sé til þess fallið að skaða íslenskt samfélag og verða samtökunum til ævarandi skammar. „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan. Þar sem mannslíf hafa litlu skipt í leit þeirra að auknum hagnaði. Þennan veruleika fáum við nú í andlitið. Við sem samfélag eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur,“ segir hann og bætir við að alþjóðastofnanir hafi varað við þessari þróun. „Skilaboðin frá þessum stofnunum eru; takið á þessu, aukið jöfnuð og greiðið góð laun. Þá mun hagvöxtur aukast.“ Að lokum skorar hann á þingmenn að opna augun og styðja kröfu starfsmanna ÍSAL að fá sömu launahækkanir og aðrir launamenn hafi fengið í undangengnum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. „Ef fyrirtækið er að spila þann ljóta leik að nota starfsfólk sitt, sem margt hefur unnið þar í áratugi, til að fá hagkvæmari raforkusamning þá sýnir það skíteðli eigendanna. Ef þeir ætla að loka, þá ættu stjórnendurinr að hafa kjark til að gera það á réttum forsendum,“ segir Guðmundur. Það sé þó áhyggjuefni, enda afkoma margra í húfi. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir ljóst að Rio Tinto ætli ekki að semja við starfsmenn sína, nema með því að þvinga fram umtalsverðar breytingar í þá átt að koma sem flestum fastráðnum starfsmönnum út, og fá verktaka í störfin. Sú hagræðing virki þó einungis í eina átt. „Að finna fólk í störfin á lægri launum, aðallega útlendinga sem ekki eru skráðir hér á landi, eins og var gert hjá ÍSAL á þessu ári og þekkist víða í atvinnulífinu í dag,“ segir Guðmundur á vefsíðu félagsins. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík er enn í hnút og virðist engin lausn í sjónmáli. Að sögn Guðmundar hafa deiluaðilar hist í húsakynnum ríkissáttasemjara tuttugu og átta sinnum. Ljóst sé að starfsfólkið skipti fyrirtækið litlu máli – hagnaðurinn sé aðalatriðið. „Ef láta á eftir þeim að fá vinnuna gefins líka, þá er lítið fyrir okkur að hafa, sem samfélag, af veru þeirra hér. Það verður að stoppa þetta í fæðingu. Hin stóriðjufyrirtækin munu fara sömu leið til að skera niður launakostnað, um leið og þau fá færi til. Eflaust með sömu hótunum að vopni. Hótuinina um að ef þau fái ekki sitt fram, muni þau loka, fara.“„Viðbjóðsleg saga um heim allan“ Guðmundur segir Samtök atvinnulífsins ganga erinda Rio Tinto, sem sé til þess fallið að skaða íslenskt samfélag og verða samtökunum til ævarandi skammar. „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan. Þar sem mannslíf hafa litlu skipt í leit þeirra að auknum hagnaði. Þennan veruleika fáum við nú í andlitið. Við sem samfélag eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur,“ segir hann og bætir við að alþjóðastofnanir hafi varað við þessari þróun. „Skilaboðin frá þessum stofnunum eru; takið á þessu, aukið jöfnuð og greiðið góð laun. Þá mun hagvöxtur aukast.“ Að lokum skorar hann á þingmenn að opna augun og styðja kröfu starfsmanna ÍSAL að fá sömu launahækkanir og aðrir launamenn hafi fengið í undangengnum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. „Ef fyrirtækið er að spila þann ljóta leik að nota starfsfólk sitt, sem margt hefur unnið þar í áratugi, til að fá hagkvæmari raforkusamning þá sýnir það skíteðli eigendanna. Ef þeir ætla að loka, þá ættu stjórnendurinr að hafa kjark til að gera það á réttum forsendum,“ segir Guðmundur. Það sé þó áhyggjuefni, enda afkoma margra í húfi.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
„Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“