Donald Trump hæddist að fötlun blaðamanns Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2015 10:15 Donald Trump virtist gera grín að fötlun blaðamanns. Donald Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann hæddist að fötlun blaðamanns á kosningafundi í gær. Það gerði hann þegar hann var að verja ummæli sín um að hafa séð þúsundir múslima fagna því í New Jersey þegar flugvélum var flogið á tvíburaturnana í New York árið 2001. Lögregluþjónar og yfirvöld í New Jersey segja þetta ekki vera satt. Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásinni. Fyrr í vikunni sagði Kovaleski að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin. „En ég man ekki eftir því að einhver hafi sagt að um þúsundir, eða jafnvel hundruð, manns hafi verið að ræða. Það var ekki svo, ef ég man rétt,“ sagði Kovaleski við CNN. Hann vinnur nú fyrir New York Times. Á kosningafundi í Suður-Karólínu í gær gerði Trump lítið úr þessum ummælum Kovaleski og þar að auki gerði hann grín að fötlun hans. Kovaleski er með liðasjúkdóm sem sem gerir honum erfitt að hreyfa hendurnar.Í stað þess að biðjast afsökunar eða eitthvað slíkt, fór Trump á Twitter og gagnrýndi New York Times harðlega eins og sjá má hér að neðan. Kovaleski sjálfur segir þetta ekki koma sér á óvart. Miðað við reynslu hans af Donald Trump væri ekki skrítið að hann leggðist svo lágt. Þetta sagði Kovaleski í samtali við Washington Post.The failing @nytimes should be focused on good reporting and the papers financial survival and not with constant hits on Donald Trump!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 "@RioSunny3: @realDonaldTrump @WKRG I lived in New Jersey at that time and witnessed all that as well.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The @nytimes is so poorly run and managed that other family members are looking to take over control. With unfunded liabilities-big trouble!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The dopes at the @nytimes bought the Boston Globe for $1.3 billion and sold it for $1.00. Their great old headquarters-gave it away! So dumb— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 So, since the people at the @nytimes have made all bad decisions over the last decade, why do people care what they write. Incompetent!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The numbers at the @nytimes are so dismal, especially advertising revenue, that big help will be needed fast. A once great institution-SAD!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Donald Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann hæddist að fötlun blaðamanns á kosningafundi í gær. Það gerði hann þegar hann var að verja ummæli sín um að hafa séð þúsundir múslima fagna því í New Jersey þegar flugvélum var flogið á tvíburaturnana í New York árið 2001. Lögregluþjónar og yfirvöld í New Jersey segja þetta ekki vera satt. Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásinni. Fyrr í vikunni sagði Kovaleski að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin. „En ég man ekki eftir því að einhver hafi sagt að um þúsundir, eða jafnvel hundruð, manns hafi verið að ræða. Það var ekki svo, ef ég man rétt,“ sagði Kovaleski við CNN. Hann vinnur nú fyrir New York Times. Á kosningafundi í Suður-Karólínu í gær gerði Trump lítið úr þessum ummælum Kovaleski og þar að auki gerði hann grín að fötlun hans. Kovaleski er með liðasjúkdóm sem sem gerir honum erfitt að hreyfa hendurnar.Í stað þess að biðjast afsökunar eða eitthvað slíkt, fór Trump á Twitter og gagnrýndi New York Times harðlega eins og sjá má hér að neðan. Kovaleski sjálfur segir þetta ekki koma sér á óvart. Miðað við reynslu hans af Donald Trump væri ekki skrítið að hann leggðist svo lágt. Þetta sagði Kovaleski í samtali við Washington Post.The failing @nytimes should be focused on good reporting and the papers financial survival and not with constant hits on Donald Trump!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 "@RioSunny3: @realDonaldTrump @WKRG I lived in New Jersey at that time and witnessed all that as well.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The @nytimes is so poorly run and managed that other family members are looking to take over control. With unfunded liabilities-big trouble!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The dopes at the @nytimes bought the Boston Globe for $1.3 billion and sold it for $1.00. Their great old headquarters-gave it away! So dumb— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 So, since the people at the @nytimes have made all bad decisions over the last decade, why do people care what they write. Incompetent!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The numbers at the @nytimes are so dismal, especially advertising revenue, that big help will be needed fast. A once great institution-SAD!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira