Landsvirkjun hljóð og minnir á samninginn Svavar Hávarðsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Í kerskálum í Straumsvík eru samtals 480 ker og mjög kostnaðarsamt ef vinnsla raskast. fréttablaðið/hari Landsvirkjun aftekur með öllu að tjá sig um kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík og samningsskyldur RTA fari svo að álverið verði ekki endurræst. Sérfræðingur í orkumálum telur nánast útilokað að álverið geti losnað einhliða undan orkusamningi vegna vinnudeilu við sína eigin starfsmenn. „Fulltrúar Landsvirkjunar vilja á þessu stigi ekki tjá sig um viðkvæma kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík. Landsvirkjun hefur verið spurð út í rafmagnssamning fyrirtækjanna. Því er til að svara að rafmagnssamningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan gildir til ársins 2036.“ Svo hljóðar svar Landsvirkjunar við fyrirspurn um þann möguleika, sem talsmaður fyrirtækisins hefur ámálgað, að álverið verði ekkert endilega endurræst vegna verkfalls 300 starfsmanna sem hefst 2. desember að óbreyttu. Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Askja Energy Partners ehf. og ritstjóri Icelandic Energy Portal, segir á orkubloggi sínu að það „sé nánast útilokað að álverið í Straumsvík geti, með vísan til verkfalls hjá álverinu og tjóns af völdum slíks verkfalls, losnað einhliða undan orkusamningi sínum til frambúðar.“ Ketill segir [sjá http://askja.blog.is/] einnig að fyrirtækið vísi til samningsákvæðis (force majeur) um að kaupskylda á raforku falli niður vegna óviðráðanlegra ytri atvika – undir það geti verkfall innan fyrirtækisins vart fallið nema samningur Landsvirkjunar RTA sé í grundvallaratriðum ólíkur öðrum viðlíka samningum sem gerðir hafa verið. Landsvirkjun vísar til fréttaflutnings síns frá því fyrir tæpu ári. Samningurinn var undirritaður árið 2010 og endurskoðaður í desember 2014 með óbreyttum samningstíma – til 2036. Samið var að nýju vegna þess að álverið gat ekki fullnýtt þá orku sem samningurinn frá 2010 fól í sér, en Landsvirkjun reisti Búðarhálsvirkjun til að efna samninginn. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði meðal annars í fréttatilkynningunni sem Landsvirkjun vísar í: „Samkomulagið við Landsvirkjun er enn ein staðfesting þess að viðskiptasamband áliðnaðar og orkuframleiðslu á Íslandi einkennist af gagnkvæmri virðingu og gagnkvæmum ávinningi.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði þá: „Samkomulagið grundvallast á langvarandi viðskiptasambandi fyrirtækjanna sem og virðingu fyrir gagnkvæmum viðskiptahagsmunum.“ Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Landsvirkjun aftekur með öllu að tjá sig um kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík og samningsskyldur RTA fari svo að álverið verði ekki endurræst. Sérfræðingur í orkumálum telur nánast útilokað að álverið geti losnað einhliða undan orkusamningi vegna vinnudeilu við sína eigin starfsmenn. „Fulltrúar Landsvirkjunar vilja á þessu stigi ekki tjá sig um viðkvæma kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík. Landsvirkjun hefur verið spurð út í rafmagnssamning fyrirtækjanna. Því er til að svara að rafmagnssamningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan gildir til ársins 2036.“ Svo hljóðar svar Landsvirkjunar við fyrirspurn um þann möguleika, sem talsmaður fyrirtækisins hefur ámálgað, að álverið verði ekkert endilega endurræst vegna verkfalls 300 starfsmanna sem hefst 2. desember að óbreyttu. Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Askja Energy Partners ehf. og ritstjóri Icelandic Energy Portal, segir á orkubloggi sínu að það „sé nánast útilokað að álverið í Straumsvík geti, með vísan til verkfalls hjá álverinu og tjóns af völdum slíks verkfalls, losnað einhliða undan orkusamningi sínum til frambúðar.“ Ketill segir [sjá http://askja.blog.is/] einnig að fyrirtækið vísi til samningsákvæðis (force majeur) um að kaupskylda á raforku falli niður vegna óviðráðanlegra ytri atvika – undir það geti verkfall innan fyrirtækisins vart fallið nema samningur Landsvirkjunar RTA sé í grundvallaratriðum ólíkur öðrum viðlíka samningum sem gerðir hafa verið. Landsvirkjun vísar til fréttaflutnings síns frá því fyrir tæpu ári. Samningurinn var undirritaður árið 2010 og endurskoðaður í desember 2014 með óbreyttum samningstíma – til 2036. Samið var að nýju vegna þess að álverið gat ekki fullnýtt þá orku sem samningurinn frá 2010 fól í sér, en Landsvirkjun reisti Búðarhálsvirkjun til að efna samninginn. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði meðal annars í fréttatilkynningunni sem Landsvirkjun vísar í: „Samkomulagið við Landsvirkjun er enn ein staðfesting þess að viðskiptasamband áliðnaðar og orkuframleiðslu á Íslandi einkennist af gagnkvæmri virðingu og gagnkvæmum ávinningi.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði þá: „Samkomulagið grundvallast á langvarandi viðskiptasambandi fyrirtækjanna sem og virðingu fyrir gagnkvæmum viðskiptahagsmunum.“
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira