Formaður VM segir einfalt að leysa kjaradeilu í Straumsvík Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2015 13:01 Guðmundur Ragnarsson segir einfalt að ná samningum í Straumsvík enda kröfurnar svipaðar og samið hafi verið um annars staðar í þjóðfélaginu. vísir/anton brink Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir auðvelt að leysa kjaradeiluna í álverinu í Straumsvík, þar sem ekki sé verið að fara fram á meiri launahækkanir en almennt hafi verið samið um í þjóðfélaginu. Samingafundur verður hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi. Allsherjar vinnustöðvun hefst í álverinu í Straumsvík á miðnætti 2. desember hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Samninganefndir verkalýðsfélaganna í álverinu koma til fundar með fulltrúm Rio Tinto Alcan og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan þrjú og segist Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna bjartsýnn á að samningar náist í tæka tíð. „Já maður verður að vinna þetta þannig, að vera alltaf bjartsýnn þegar maður mætir til fundar. Þetta er nú að nálgast ögurstund í þessu. Þannig að það er ekkert annað að gera en báðir aðilar setjist niður og reyni að leysa þessa deilu sem í mínum huga er mjög einfalt að leysa,“ segir Guðmundur.Hvert er svarið? „Svarið er einfalt. Að þeir dragi til baka þessa breytingu á ákvæði varðandi verktakana og við einhendum okkur í að ganga frá þessum samningum,“ segir Guðmundur. En Rio Tinto Alcan hefur krafist þess að fá að auka hlut verktaka í vinnu í álverinu sem Guðmundur segir snerta um 30 lægst launuðu störfin hjá fyrirtækinu. Hins vegar ætti að vera auðvelt að ganga að körfum verkalýðsfélaganna vegna þess að þær séu á sömu nótum og samið hafi verið um við aðra í þjóðfélaginu. Talsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar sagt að svo geti farið að það hætti starfsemi sinni komi til verkfalls. Rio Tinto Alcan og Landsvirkjun gerðu nýjan samning um raforkukaup árið 2010 sem sagður er fyrirtækinu óhagkvæmur miðað við samninga annarra álfyrirtækja, þar sem raforkuverðið sé ekki lengur eins tengt við heimsmarkaðsverð á áli og fyrri samningar. En álverð hefur verið lágt undanfarin misseri. „Auðvitað geta þeir kannski hugsanlega þvingað Landsvirkjun til að breyta þessum samning sem virðist hafa verið algert klúður af þeirra hálfu þegar hann var gerður. Þeir voru kannski með aðra heildarsýn á heildarefnahagsmál heimsins og þróunina í álverði og öðrú slíku og sáu sér kannski hag á þeim tímapunkti. En svo er þessi þróun eins og hún er í dag þeim mjög óhagstæð,“ segir Guðmundur. Komi til þess að fyrirtækið ætli að keyra verksmiðjuna niður segir Guðmundur að starfsmenn muni taka þátt í því í hálfan mánuð. „Það er ekki okkar hugmyndafræði eða nálgun hvorki að láta loka fyrirtækinu eða skaða það á einn eða neinn hátt. Við viljum bara leysa deiluna og koma þessu í eðlilegt horf aftur,“ segir Guðmundur Ragnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir auðvelt að leysa kjaradeiluna í álverinu í Straumsvík, þar sem ekki sé verið að fara fram á meiri launahækkanir en almennt hafi verið samið um í þjóðfélaginu. Samingafundur verður hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi. Allsherjar vinnustöðvun hefst í álverinu í Straumsvík á miðnætti 2. desember hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Samninganefndir verkalýðsfélaganna í álverinu koma til fundar með fulltrúm Rio Tinto Alcan og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan þrjú og segist Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna bjartsýnn á að samningar náist í tæka tíð. „Já maður verður að vinna þetta þannig, að vera alltaf bjartsýnn þegar maður mætir til fundar. Þetta er nú að nálgast ögurstund í þessu. Þannig að það er ekkert annað að gera en báðir aðilar setjist niður og reyni að leysa þessa deilu sem í mínum huga er mjög einfalt að leysa,“ segir Guðmundur.Hvert er svarið? „Svarið er einfalt. Að þeir dragi til baka þessa breytingu á ákvæði varðandi verktakana og við einhendum okkur í að ganga frá þessum samningum,“ segir Guðmundur. En Rio Tinto Alcan hefur krafist þess að fá að auka hlut verktaka í vinnu í álverinu sem Guðmundur segir snerta um 30 lægst launuðu störfin hjá fyrirtækinu. Hins vegar ætti að vera auðvelt að ganga að körfum verkalýðsfélaganna vegna þess að þær séu á sömu nótum og samið hafi verið um við aðra í þjóðfélaginu. Talsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar sagt að svo geti farið að það hætti starfsemi sinni komi til verkfalls. Rio Tinto Alcan og Landsvirkjun gerðu nýjan samning um raforkukaup árið 2010 sem sagður er fyrirtækinu óhagkvæmur miðað við samninga annarra álfyrirtækja, þar sem raforkuverðið sé ekki lengur eins tengt við heimsmarkaðsverð á áli og fyrri samningar. En álverð hefur verið lágt undanfarin misseri. „Auðvitað geta þeir kannski hugsanlega þvingað Landsvirkjun til að breyta þessum samning sem virðist hafa verið algert klúður af þeirra hálfu þegar hann var gerður. Þeir voru kannski með aðra heildarsýn á heildarefnahagsmál heimsins og þróunina í álverði og öðrú slíku og sáu sér kannski hag á þeim tímapunkti. En svo er þessi þróun eins og hún er í dag þeim mjög óhagstæð,“ segir Guðmundur. Komi til þess að fyrirtækið ætli að keyra verksmiðjuna niður segir Guðmundur að starfsmenn muni taka þátt í því í hálfan mánuð. „Það er ekki okkar hugmyndafræði eða nálgun hvorki að láta loka fyrirtækinu eða skaða það á einn eða neinn hátt. Við viljum bara leysa deiluna og koma þessu í eðlilegt horf aftur,“ segir Guðmundur Ragnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira