Enginn gísl eftir á hótelinu í Malí Atli ísleifsson skrifar 20. nóvember 2015 09:37 Skothríð hefur heyrst frá sjöundu hæð hótelsins. Vísir/AFP Öryggismálaráðherra Malí, Salif Traore, segir að engir gíslar séu eftir í Radisson hótelinu í Bamako, höfuðborg Malí. Fyrr í dag réðust vopnaðir menn á hótelið sem er vinsælt meðal erlendra ríkisborgara sem starfa í Malí. Þar héldu þeir um 140 gíslum og 30 starfsmönnum hótelsins á sjöndu hæð. Fyrir stundu réðust bandarískar sérsveitir aðstoðuðu malískar öryggissveitir þegar ráðist var gegn gíslatökumönnunum fyrir skömmu. Aðgerðum er lokið og yfirvöld í Malí segja að tveir árásarmannana hafi fallið. Tölur eru á reiki um mannfall í gíslatökunni. AFP greinir frá því að átján hafi látist en friðargæsluliði SÞ hefur látið hafa eftir sér að 27 lík hafi fundist í hótelinu en enn er verið að leita í hótelinu. Al-Mourabitoun, hópur tengdur hryðjuverkasamtökunum Al-Qaida hefur lýst yfir ábyrgð. Hópurinn er tveggja ára gamall. Áður hefur hann lýst yfir ábyrgð á árás sem átti sér stað í Bamako í mars þar sem fimm létust og auk þess sem hópurinn réðst á hótel í ágúst þar sem 17 létust.Correction: UN peace keeper has counted 27 bodies at the Radisson Blu Hotel in Bamako. @abcnews— Martin Cuddihy (@MartinCuddihy) November 20, 2015 Þetta er vitað um árásina:Talsmaður Carlson Rezidor Hotel Group, eiganda Radisson-hótelanna, segir að 140 gestir og þrjátíu starfsmenn hótelsins hafi verið teknir í gíslingu.Búið er að ráðast til atlögu gegn gíslatökumönnunum.Engir gíslar eru eftir á hótelinu.Óljóst er hvað árásarmenn eru margir.27 lík hafa fundist samkvæmt friðargæsluliðum SÞEinhverjum gíslum sem gátu vitnað í Kóraninn hefur verið sleppt.Gíslatökumennirnir héldu sig á sjöundu hæð hótelbyggingarinnar.Hótelið er vinsælt á meðal erlendra ríkisborgara sem starfa í Malí. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna dvelur á hótelinu.BFMTV greinir frá því að árásarmennirnir hafi komið á bíl á sendiráðsnúmeri.Al-Mourabitoun, herskár öfgahópur tengur Al-Qaida er sagður bera ábyrgð á árásinni.Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian af aðgerðum öryggissveita.14:17 Abamako: Þrír árásarmenn fallnir Talsmaður öryggismálaráðuneytis Malí segir að þrír árásarmannanna hafi fallið í aðgerðum lögreglu. Malíski miðillinn Abamako greinir frá þessu. Ekki liggur fyrir hvað árásarmennirnir eru margir. Þar segir jafnframt að árásarmennirnir sæki nú upp á þak byggingarinnar.14:15 Mikil skothríð inni á hótelinu Guardian greinir frá því að mikið hafi verið skotið úr byssum inni á hótelinu síðustu mínúturnar. Herlið sækir nú að gíslatökumönnunum sem hafast við á sjöundu hæð hússins. Talsmaður hótelsins segir að 138 manns séu enn inni á hótelinu.13:58 Bandarískar sérsveitir til aðstoðar CNN greinir frá því að bandarískar sérsveitir aðstoði malískar öryggissveitir í gíslatökunni í Bamako.U.S. special operations forces assisting in Mali hotel hostage situation. https://t.co/ABfsTe9M01— CNN Breaking News (@cnnbrk) November 20, 2015 13:31 138 enn í byggingunni Þrátt fyrir fréttir um að áttatíu af 170 gíslum hafi verið sleppt, telja eigendur hótelsins að 138 manns séu ekki í byggingunni – 125 gestir og þrettán starfsmenn.Un nouvel otage libéré à l'hôtel #Radisson de Bamako, au #Mali. En tout, des 10zaines de personnes ont été exfiltrés pic.twitter.com/V1axWdNf1f— MIKADO FM (@mikadofm) November 20, 2015 12:43 Töluðu ensku Maður sem slapp út úr Radisson Blu hótelinu segir að margir hryðjuverkamannanna hafi rætt saman á ensku.12.34 Starfsfólk Air France slappAllir tólf starfsmenn flugfélagsins Air France sem dvöldu á hótelinu hafa sloppið og hefur verið komið í öuggt skjól. Air France greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni.#AirFrance confirme que ses 12 membres d'équipage à #Bamako ont été exfiltrés et sont en sécurité. pic.twitter.com/wh8LHA7ROi— Air France Newsroom (@AFnewsroom) November 20, 2015 12:31 Frönsk sérsveit á leið til Bamako Sérsveit á vegum franska hersins er á leið frá París til Bamako. Sveitin tilheyrir þeirri sömu og var kölluð út í kjölfar árásanna í París fyrir viku.❗️ #Bamako Flash info : départ de personnels du #GIGN pour le #Mali pic.twitter.com/vwOZipXO28— GendarmerieNationale (@Gendarmerie) November 20, 2015 11:58 Áttatíu gíslum sleppt Malíska ríkissjónvarpið segir að áttatíu af 170 gíslum hafi verið sleppt. Sjónarvottar segja öryggissveitir hafa haldið inn á hótelið.11:51 Reuters: Öryggissveitir halda inn á hótelið Reuters greinir frá því að malískar öryggissveitir hafi haldið inn á hótelið.11:45 Tuttugu Indverjar á hótelinu Talsmaður indverska utanríkisráðuneytisins segir að tuttugu Indverjar hafi verið á hótelinu.11:38 Al Jazeera: Segir Ansar al-Din bera ábyrgð á árásinni Katarska sjónvarpsstöðin Al Jazeera TV segir að hópurinn sem ábyrgð ber á árásinni sé Ansar al-Din, herskár öfgahópur sem vill koma á sjaría-lögum í Malí.11:25 Gíneska söngvaranum Bambino sleppt BBC greinir frá því að gíneski söngvarinn Bambino á meðal gesta hótelsins sem hafi sloppið frá hryðjuverkamönnunum.11:21 Starfsmenn Turkish Airlines náðu að flýja Talsmaður tyrkneskra stjórnvalda segir að þrír starfsmenn Turkish Airlines hafi tekist að flýja frá hótelinu. Reuters segir frá. 11:45 Tuttugu Indverjar á hótelinu Talsmaður indverska utanríkisráðuneytisins segir að tuttugu Indverjar hafi verið á hótelinu. Attackers shouting "Allahu Akbar" opened fire outside the hotel before storming it https://t.co/glmKnmlJlx pic.twitter.com/ScKY18lYve— AJE News (@AJENews) November 20, 2015 11:20 Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna á hótelinu Fjöldi erlendra gesta dvelja á Radisson Blu hótelinu – þeirra á meðal Tyrkir, Belgar, Bandaríkjamenn og Kínverjar. Að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna dvelur sendinefnd á vegum SÞ á hótelinu.11:14 Fóru herbergi úr herbergi Árásarmennirnir sem nú eru inni á Radisson Blu hótelinu fóru herbergi úr herbergi á öllum hæðum hússins og söfnuðu saman gíslum. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmanni. Gíslatökumennirnir eru nú á sjöundu hæð hótelbyggingarinnar.11:08 Ríkasti maður Afríku ekki á hótelinu Nígeríumaðurinn Aliko Dangote, ríkasti maður Afríku, hefur hafnað fréttum sem hafa birst í einhverjum fjölmiðlum um að hann sé einn gíslanna. Hann segist hins vegar hafa verið í Malí í gær.Rumour about me being held hostage is false. I was in Mali yesterday.Thank you for your concern. My prayers with those involved.— Aliko Dangote (@AlikoDangote) November 20, 2015 11:05 Forseti Malí snýr aftur heim frá Tsjad Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keita, hefur ákveðið að stytta opinbera heimsókn sína til Tsjad vegna árásarinnar á Radisson Blu hótelið í Bamako.Le Pdt #IBK qui se trouve à N'Djaména au Tchad pour le sommet du G5 Sahel écourte son séjour pour regagner Bamako dans les prochaines heures— Presidence Mali (@PresidenceMali) November 20, 2015 10:58 Tuttugu gíslum sleppt Talsmaður malíska hersins segir að um tuttugu gíslum hafi verið sleppt.10:55 Misvísandi fréttir um áhlaup öryggissveita Guardian segir misvísandi upplýsingar vera um hvort áhlaup hafi verið gert á hótelið. AFP hefur eftir ráðherra að áhlaup hafi verið gert, þó að Reuters segir að öryggissveitir séu einungis „á vettvangi“. Frönsk yfirvöld hafa veitt malíska hernum aðstoð.10:54 Kínverskur gísl birtir myndband Kínverska fréttastofan Xinhua hefur birt myndband sem sagt er að sé tekið upp af kínverskum gísl á hótelinu.Cell phone video filmed by Chinese tourist taken hostage in Bamako, #Mali. The Chinese national is among 170 trapped https://t.co/0QSaS5wMSs— China Xinhua News (@XHNews) November 20, 2015 10:50 Sex starfsmenn Turkish Airlines Tyrkneska flugfélagið Turkish Airlines hefur staðfest að sex starfsmenn flugfélagsins séu á meðal gesta á hótelinu.10:43 Gera áhlaup á hótelið Malískar öryggissveitir gera nú áhlaup á Radisson Blu hótelið. AFP hefur þetta eftir ráðherra í ríkisstjórn Malí.#BREAKING: Mali security forces storming besieged Bamako hotel: minister— Agence France-Presse (@AFP) November 20, 2015 10:39 AFP: Tíu gíslum slepptAFP hefur greint frá því að tíu gíslum hið minnsta hafi verið sleppt. Áður hefur verið greint frá því að einhverjum gíslum sem gátu vitnað í Kóraninn hafi verið sleppt. 10:30 Þrír látnirStarfsmaður Sameinuðu þjóðanna greinir frá því að þrír séu látnir - tveir malískir ríkisborgari og einn Frakki. CNN segir frá.2 Malian citizens and a French citizen have died in the Mali hotel attack, U.N. official says. https://t.co/ABfsTe9M01— CNN Breaking News (@cnnbrk) November 20, 2015 10:26 Reuters: Slepptu gíslum sem gátu vitað í Kóraninn Reuters greinir frá því að nokkrum gíslum hefur verið sleppt. Margir þeirra eiga fyrst að hafa verið beðnir um að vitna í Kóraninn. AFP greinir frá því að tvær konur hafi verið færðar út úr hótelinu í fylgd malískra hermanna.10:08 Hófst klukkan áttaÁrásarmennirnir réðust inn á hótelið um klukkan átta að staðartíma.10:07 Kínverjar á meðal gíslannaKínverski miðillinn Xinhua greinir frá því að fjöldi kínverskra ferðamanna séu á hótelinu og á meðal gíslanna.10:05 Ekki vitað hverjir árásarmennirnir eruÍ frétt Reuters segir að ekki sé vitað hverjir árásarmennirnir eru. Þó er vitað að þeir hafi verið allt að tíu talsins og rutt sér leið inn á hótelið, skotið úr byssum og hrópað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“.10:03 Innan um ráðuneyti og sendiráðRadisson Blu hótelið er í hverfi vestan miðborgar Bamako. Fjöldi ráðuneyta og erlendra ráðuneyta eru nærri hótelinu.10:01 Tveir öryggisverðir særðirAð minnsta kosti tveir öryggisverðir hafa særst í árásinni.9:45: Í vesturhluta borgarinnar Radison Blu hótelið er í vesturhluta höfuðborgarinnar Bamako.9:41: Tíu árásarmennDe Peches du Mali greinir frá því að árásarmennirnir séu tíu talsins.9:40 Gömul frönsk nýlendaMalí er gömul frönsk nýlenda og hafa Frakkar haft hernaðarleg afskipti af landinu, síðast í janúar 2013 þegar uppreisnarmenn tengdir al-Qaeda náðu yfirráðum í norðurhluta landsins. Íslamskir öfgamenn drápu þrettán manns, fimm starfsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna þeirra á meðal, í árás á hótel í bænum Sevare í ágúst síðastliðinn.SECURITY MESSSAGE (1/4) The Embassy is aware of an ongoing active shooter operation at the Radisson Hotel.— U.S. Embassy Bamako (@USEmbassyMali) November 20, 2015 SECURITY MESSAGE (2/4) The U.S. Embassy staff has been asked to shelter in place. All U.S. citizens should shelter in place.— U.S. Embassy Bamako (@USEmbassyMali) November 20, 2015 Malí Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Öryggismálaráðherra Malí, Salif Traore, segir að engir gíslar séu eftir í Radisson hótelinu í Bamako, höfuðborg Malí. Fyrr í dag réðust vopnaðir menn á hótelið sem er vinsælt meðal erlendra ríkisborgara sem starfa í Malí. Þar héldu þeir um 140 gíslum og 30 starfsmönnum hótelsins á sjöndu hæð. Fyrir stundu réðust bandarískar sérsveitir aðstoðuðu malískar öryggissveitir þegar ráðist var gegn gíslatökumönnunum fyrir skömmu. Aðgerðum er lokið og yfirvöld í Malí segja að tveir árásarmannana hafi fallið. Tölur eru á reiki um mannfall í gíslatökunni. AFP greinir frá því að átján hafi látist en friðargæsluliði SÞ hefur látið hafa eftir sér að 27 lík hafi fundist í hótelinu en enn er verið að leita í hótelinu. Al-Mourabitoun, hópur tengdur hryðjuverkasamtökunum Al-Qaida hefur lýst yfir ábyrgð. Hópurinn er tveggja ára gamall. Áður hefur hann lýst yfir ábyrgð á árás sem átti sér stað í Bamako í mars þar sem fimm létust og auk þess sem hópurinn réðst á hótel í ágúst þar sem 17 létust.Correction: UN peace keeper has counted 27 bodies at the Radisson Blu Hotel in Bamako. @abcnews— Martin Cuddihy (@MartinCuddihy) November 20, 2015 Þetta er vitað um árásina:Talsmaður Carlson Rezidor Hotel Group, eiganda Radisson-hótelanna, segir að 140 gestir og þrjátíu starfsmenn hótelsins hafi verið teknir í gíslingu.Búið er að ráðast til atlögu gegn gíslatökumönnunum.Engir gíslar eru eftir á hótelinu.Óljóst er hvað árásarmenn eru margir.27 lík hafa fundist samkvæmt friðargæsluliðum SÞEinhverjum gíslum sem gátu vitnað í Kóraninn hefur verið sleppt.Gíslatökumennirnir héldu sig á sjöundu hæð hótelbyggingarinnar.Hótelið er vinsælt á meðal erlendra ríkisborgara sem starfa í Malí. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna dvelur á hótelinu.BFMTV greinir frá því að árásarmennirnir hafi komið á bíl á sendiráðsnúmeri.Al-Mourabitoun, herskár öfgahópur tengur Al-Qaida er sagður bera ábyrgð á árásinni.Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian af aðgerðum öryggissveita.14:17 Abamako: Þrír árásarmenn fallnir Talsmaður öryggismálaráðuneytis Malí segir að þrír árásarmannanna hafi fallið í aðgerðum lögreglu. Malíski miðillinn Abamako greinir frá þessu. Ekki liggur fyrir hvað árásarmennirnir eru margir. Þar segir jafnframt að árásarmennirnir sæki nú upp á þak byggingarinnar.14:15 Mikil skothríð inni á hótelinu Guardian greinir frá því að mikið hafi verið skotið úr byssum inni á hótelinu síðustu mínúturnar. Herlið sækir nú að gíslatökumönnunum sem hafast við á sjöundu hæð hússins. Talsmaður hótelsins segir að 138 manns séu enn inni á hótelinu.13:58 Bandarískar sérsveitir til aðstoðar CNN greinir frá því að bandarískar sérsveitir aðstoði malískar öryggissveitir í gíslatökunni í Bamako.U.S. special operations forces assisting in Mali hotel hostage situation. https://t.co/ABfsTe9M01— CNN Breaking News (@cnnbrk) November 20, 2015 13:31 138 enn í byggingunni Þrátt fyrir fréttir um að áttatíu af 170 gíslum hafi verið sleppt, telja eigendur hótelsins að 138 manns séu ekki í byggingunni – 125 gestir og þrettán starfsmenn.Un nouvel otage libéré à l'hôtel #Radisson de Bamako, au #Mali. En tout, des 10zaines de personnes ont été exfiltrés pic.twitter.com/V1axWdNf1f— MIKADO FM (@mikadofm) November 20, 2015 12:43 Töluðu ensku Maður sem slapp út úr Radisson Blu hótelinu segir að margir hryðjuverkamannanna hafi rætt saman á ensku.12.34 Starfsfólk Air France slappAllir tólf starfsmenn flugfélagsins Air France sem dvöldu á hótelinu hafa sloppið og hefur verið komið í öuggt skjól. Air France greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni.#AirFrance confirme que ses 12 membres d'équipage à #Bamako ont été exfiltrés et sont en sécurité. pic.twitter.com/wh8LHA7ROi— Air France Newsroom (@AFnewsroom) November 20, 2015 12:31 Frönsk sérsveit á leið til Bamako Sérsveit á vegum franska hersins er á leið frá París til Bamako. Sveitin tilheyrir þeirri sömu og var kölluð út í kjölfar árásanna í París fyrir viku.❗️ #Bamako Flash info : départ de personnels du #GIGN pour le #Mali pic.twitter.com/vwOZipXO28— GendarmerieNationale (@Gendarmerie) November 20, 2015 11:58 Áttatíu gíslum sleppt Malíska ríkissjónvarpið segir að áttatíu af 170 gíslum hafi verið sleppt. Sjónarvottar segja öryggissveitir hafa haldið inn á hótelið.11:51 Reuters: Öryggissveitir halda inn á hótelið Reuters greinir frá því að malískar öryggissveitir hafi haldið inn á hótelið.11:45 Tuttugu Indverjar á hótelinu Talsmaður indverska utanríkisráðuneytisins segir að tuttugu Indverjar hafi verið á hótelinu.11:38 Al Jazeera: Segir Ansar al-Din bera ábyrgð á árásinni Katarska sjónvarpsstöðin Al Jazeera TV segir að hópurinn sem ábyrgð ber á árásinni sé Ansar al-Din, herskár öfgahópur sem vill koma á sjaría-lögum í Malí.11:25 Gíneska söngvaranum Bambino sleppt BBC greinir frá því að gíneski söngvarinn Bambino á meðal gesta hótelsins sem hafi sloppið frá hryðjuverkamönnunum.11:21 Starfsmenn Turkish Airlines náðu að flýja Talsmaður tyrkneskra stjórnvalda segir að þrír starfsmenn Turkish Airlines hafi tekist að flýja frá hótelinu. Reuters segir frá. 11:45 Tuttugu Indverjar á hótelinu Talsmaður indverska utanríkisráðuneytisins segir að tuttugu Indverjar hafi verið á hótelinu. Attackers shouting "Allahu Akbar" opened fire outside the hotel before storming it https://t.co/glmKnmlJlx pic.twitter.com/ScKY18lYve— AJE News (@AJENews) November 20, 2015 11:20 Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna á hótelinu Fjöldi erlendra gesta dvelja á Radisson Blu hótelinu – þeirra á meðal Tyrkir, Belgar, Bandaríkjamenn og Kínverjar. Að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna dvelur sendinefnd á vegum SÞ á hótelinu.11:14 Fóru herbergi úr herbergi Árásarmennirnir sem nú eru inni á Radisson Blu hótelinu fóru herbergi úr herbergi á öllum hæðum hússins og söfnuðu saman gíslum. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmanni. Gíslatökumennirnir eru nú á sjöundu hæð hótelbyggingarinnar.11:08 Ríkasti maður Afríku ekki á hótelinu Nígeríumaðurinn Aliko Dangote, ríkasti maður Afríku, hefur hafnað fréttum sem hafa birst í einhverjum fjölmiðlum um að hann sé einn gíslanna. Hann segist hins vegar hafa verið í Malí í gær.Rumour about me being held hostage is false. I was in Mali yesterday.Thank you for your concern. My prayers with those involved.— Aliko Dangote (@AlikoDangote) November 20, 2015 11:05 Forseti Malí snýr aftur heim frá Tsjad Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keita, hefur ákveðið að stytta opinbera heimsókn sína til Tsjad vegna árásarinnar á Radisson Blu hótelið í Bamako.Le Pdt #IBK qui se trouve à N'Djaména au Tchad pour le sommet du G5 Sahel écourte son séjour pour regagner Bamako dans les prochaines heures— Presidence Mali (@PresidenceMali) November 20, 2015 10:58 Tuttugu gíslum sleppt Talsmaður malíska hersins segir að um tuttugu gíslum hafi verið sleppt.10:55 Misvísandi fréttir um áhlaup öryggissveita Guardian segir misvísandi upplýsingar vera um hvort áhlaup hafi verið gert á hótelið. AFP hefur eftir ráðherra að áhlaup hafi verið gert, þó að Reuters segir að öryggissveitir séu einungis „á vettvangi“. Frönsk yfirvöld hafa veitt malíska hernum aðstoð.10:54 Kínverskur gísl birtir myndband Kínverska fréttastofan Xinhua hefur birt myndband sem sagt er að sé tekið upp af kínverskum gísl á hótelinu.Cell phone video filmed by Chinese tourist taken hostage in Bamako, #Mali. The Chinese national is among 170 trapped https://t.co/0QSaS5wMSs— China Xinhua News (@XHNews) November 20, 2015 10:50 Sex starfsmenn Turkish Airlines Tyrkneska flugfélagið Turkish Airlines hefur staðfest að sex starfsmenn flugfélagsins séu á meðal gesta á hótelinu.10:43 Gera áhlaup á hótelið Malískar öryggissveitir gera nú áhlaup á Radisson Blu hótelið. AFP hefur þetta eftir ráðherra í ríkisstjórn Malí.#BREAKING: Mali security forces storming besieged Bamako hotel: minister— Agence France-Presse (@AFP) November 20, 2015 10:39 AFP: Tíu gíslum slepptAFP hefur greint frá því að tíu gíslum hið minnsta hafi verið sleppt. Áður hefur verið greint frá því að einhverjum gíslum sem gátu vitnað í Kóraninn hafi verið sleppt. 10:30 Þrír látnirStarfsmaður Sameinuðu þjóðanna greinir frá því að þrír séu látnir - tveir malískir ríkisborgari og einn Frakki. CNN segir frá.2 Malian citizens and a French citizen have died in the Mali hotel attack, U.N. official says. https://t.co/ABfsTe9M01— CNN Breaking News (@cnnbrk) November 20, 2015 10:26 Reuters: Slepptu gíslum sem gátu vitað í Kóraninn Reuters greinir frá því að nokkrum gíslum hefur verið sleppt. Margir þeirra eiga fyrst að hafa verið beðnir um að vitna í Kóraninn. AFP greinir frá því að tvær konur hafi verið færðar út úr hótelinu í fylgd malískra hermanna.10:08 Hófst klukkan áttaÁrásarmennirnir réðust inn á hótelið um klukkan átta að staðartíma.10:07 Kínverjar á meðal gíslannaKínverski miðillinn Xinhua greinir frá því að fjöldi kínverskra ferðamanna séu á hótelinu og á meðal gíslanna.10:05 Ekki vitað hverjir árásarmennirnir eruÍ frétt Reuters segir að ekki sé vitað hverjir árásarmennirnir eru. Þó er vitað að þeir hafi verið allt að tíu talsins og rutt sér leið inn á hótelið, skotið úr byssum og hrópað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“.10:03 Innan um ráðuneyti og sendiráðRadisson Blu hótelið er í hverfi vestan miðborgar Bamako. Fjöldi ráðuneyta og erlendra ráðuneyta eru nærri hótelinu.10:01 Tveir öryggisverðir særðirAð minnsta kosti tveir öryggisverðir hafa særst í árásinni.9:45: Í vesturhluta borgarinnar Radison Blu hótelið er í vesturhluta höfuðborgarinnar Bamako.9:41: Tíu árásarmennDe Peches du Mali greinir frá því að árásarmennirnir séu tíu talsins.9:40 Gömul frönsk nýlendaMalí er gömul frönsk nýlenda og hafa Frakkar haft hernaðarleg afskipti af landinu, síðast í janúar 2013 þegar uppreisnarmenn tengdir al-Qaeda náðu yfirráðum í norðurhluta landsins. Íslamskir öfgamenn drápu þrettán manns, fimm starfsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna þeirra á meðal, í árás á hótel í bænum Sevare í ágúst síðastliðinn.SECURITY MESSSAGE (1/4) The Embassy is aware of an ongoing active shooter operation at the Radisson Hotel.— U.S. Embassy Bamako (@USEmbassyMali) November 20, 2015 SECURITY MESSAGE (2/4) The U.S. Embassy staff has been asked to shelter in place. All U.S. citizens should shelter in place.— U.S. Embassy Bamako (@USEmbassyMali) November 20, 2015
Malí Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira