Malí

Fréttamynd

Um­mæli um van­þakk­læti Afríku­búa valda reiði

Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Vígahópum vex ás­megin: Stór hluti Sahelsvæðisins í hættu

Óreiða ríkir á stórum hlutum Sahelsvæðisins í Afríku. Átök eru víða og hafa þau komið verulega niður á fólki sem býr þar og er hætta á að óreiðan muni dreifa úr sér á komandi mánuðum og árum með tilheyrandi ódæðum, óstöðugleika og fólksflótta.

Erlent
Fréttamynd

Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina

Vígamenn sem tengjast Al-Qaeda gerðu í vikunni umfangsmikla árás í Bamako, höfuðborg Malí. Þar eru þeir sagðir hafa banað rúmlega sjötíu manns auk þess sem þeir brenndu herflugvélar og einnig forsetaflugvél Assimi Goita, ofursta, sem leiðir herforingjastjórn Malí.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar hörfa frá Níger

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að sendiherra Frakklands í Níger og allir hermenn landsins þar myndu snúa aftur heim fyrir lok þessa árs. Tveir mánuðir eru síðan herinn tók völdin í Níger og fangelsaði forsetann Mohamed Bazoum.

Erlent
Fréttamynd

Sendir herforingjastjórn Níger tóninn

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að sendiherra landsins í Níger verði ekki kallaður heim, þó herforingjar sem tóku nýverið völd í landinu hafi krafist þess. Macron segir herforingjana ekki hafa umboð til að setja slíkar kröfur fram.

Erlent
Fréttamynd

Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman

Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út.

Erlent
Fréttamynd

Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman

Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar.

Erlent
Fréttamynd

Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner

Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi forseti Malí er látinn

Ibrahim Boubacar Keita, fyrrverandi forseti Malí sem komið var frá völdum af her landsins árið 2020 eftir sjö ára valdatíð, er látinn. Keita var 76 ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Felldu leiðtoga ISIS í Sahel

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn.

Erlent
Fréttamynd

Hótar refsi­að­gerðum náist pólitískur stöðug­leiki ekki

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hótaði stjórnvöldum í Malí að hann myndi kalla hersveitir Frakka í landinu heim. Skilyrði þess að franskar hersveitir haldi áfram til í landinu sé að pólitískur stöðugleiki náist og að unnið sé gegn því að öfgaíslamistar nái meiri tökum.

Erlent
Fréttamynd

Bjóst við sjö börnum en fæddi níu

Kona fæddi nýverið níu börn, þó hún hafi bara átt von á sjö. Sónar hafði sýnt fram á að konan væri ólétt af sjö börnum en við fæðingu í gær reyndust þau níu. Fimm stúlkur og fjórir drengir og öllum heilsast víst vel.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Malí segir af sér í haldi hersins

Ibrahim Boubacar Keïta, forseti Malí, hefur sagt af sér og leyst upp þing landsins. Það gerði hann samkvæmt ríkismiðli landsins og eftir að hann hafði verið handsamaður af hermönnum.

Erlent
  • «
  • 1
  • 2