„Höfum á tilfinningunni að fólk hafi passað sig vel“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2015 15:23 Björgunarsveitir voru líkt og endranær á vaktinni í alla nótt og áttu án efa sinn þátt í að lágmarka tjón vegna óveðursins. Vísir/Auðunn Forsvarsmenn tryggingarfélaganna Sjóvá, VÍS og TM segja allir að svo virðist sem að minna tjón hafi orðið í óveðrinu í gær og í nótt en búast mátti við og ekki hafi mikið af tilkynningum komið inn það sem af er degi. Augljóst sé að fólk hafi meira og minna farið eftir tilmælum Almannavarna en þó er gert ráð fyrir að tjónatilkynningum fjölgi á næstu dögum. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvá, segir að dagurinn hafi verið frekar rólegur þó að eitthvað að tjónatilkynningum hafi dottið inn á borð til þeirra en ef til vill færri en mátti búast við. „Við höfum á tilfinningunni að fólk hafi passað sig vel og farið eftir fyrirmælum,“ en Sigurjón býst þó við að tilkynningum eigi eftir að fjölga þegar á líður, fólk átti sig betur á stöðunni og hvað hafi skemmst.Veitingaskúr við Seljalandsfoss splúndraðist í óveðrinu í nótt.Vísir/Friðrik ÞórEkkert stórt komið inn á borð VÍS Það sama segir Sigrún A. Þorsteinsddótir, sérfræðingur hjá VÍS. Dagurinn hafi verið rólegur hjá þeim og engar stórar tjónatilkynningar komið inn til þeirra. „Þetta hefur mest verið þakplötur, þakkantar og því um líkt. Fólk tekur sér yfirleitt tíma í að meta þetta og þetta á eftir að skýrast.“ Hún tekur undir ummæli Sigurjóns hjá Sjóvá um að betur hafi farið en búist var við og augljóst hafi verið að fólk hafi farið eftir tilmælum Almannavarna og fleiri um að ganga vel frá lausum hlutum og vera ekki á ferðinni að óþörfu. „Okkar tilfinning er að fólk hafi farið eftir tilmælum og ég sá það kannski best þegar ég kom heim í gær, þá var búið að leggja flestum bílum upp í vindinn eins og mælst var til.“Grindverk fór í gegnum bílrúðu í gærkvöldi.Lekamál áberandi hjá TMÞað var að vísu í nógu að snúast hjá TM í morgun en þar var fyrst og fremst um að ræða tjónatilkynningar vegna vatnstjóns. „Þetta var líflegur morgun og það voru allskonar lekamál áberandi eftir að það hlánaði,“ segir Ragnheiður Dögg Arnardóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá TM. „Við gerum ráð fyrir að stærri málin, þessi óveðursmál, komi í ljós þegar fólk er búið að meta stöðuna.“ Öll vildu þau minna á að þótt að ekki væri spáð óveðri næstu dagana væri mikilvægt að vera meðvitaður um þær hættur sem geta skapast þegar fer að hlána líkt og í dag. Mikilvægt væri að huga að því að tryggja það að vatn hefði greiða leið af niðurföllum, að moka af svölum og flötum þokum til að koma í veg fyrir leka. Veður Tengdar fréttir Hjólhýsi fauk um bílastæði Bílasölu Akraness Mikið tjón varð vegna hjólhýssins sem er ónýtt og skemmdi aðra bíla. 8. desember 2015 00:25 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Umsjónarmaður Sæmundar fróða tapaði einnig bát í óveðrinu mikla 1991 og segir mikilvægt að Háskólinn fái nýjan bát sem fyrst. 8. desember 2015 13:59 Veitingavagn við Seljalandsfoss splundraðist í óveðrinu „Við erum bara í því að reyna að tína saman.“ 8. desember 2015 13:56 Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forsvarsmenn tryggingarfélaganna Sjóvá, VÍS og TM segja allir að svo virðist sem að minna tjón hafi orðið í óveðrinu í gær og í nótt en búast mátti við og ekki hafi mikið af tilkynningum komið inn það sem af er degi. Augljóst sé að fólk hafi meira og minna farið eftir tilmælum Almannavarna en þó er gert ráð fyrir að tjónatilkynningum fjölgi á næstu dögum. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvá, segir að dagurinn hafi verið frekar rólegur þó að eitthvað að tjónatilkynningum hafi dottið inn á borð til þeirra en ef til vill færri en mátti búast við. „Við höfum á tilfinningunni að fólk hafi passað sig vel og farið eftir fyrirmælum,“ en Sigurjón býst þó við að tilkynningum eigi eftir að fjölga þegar á líður, fólk átti sig betur á stöðunni og hvað hafi skemmst.Veitingaskúr við Seljalandsfoss splúndraðist í óveðrinu í nótt.Vísir/Friðrik ÞórEkkert stórt komið inn á borð VÍS Það sama segir Sigrún A. Þorsteinsddótir, sérfræðingur hjá VÍS. Dagurinn hafi verið rólegur hjá þeim og engar stórar tjónatilkynningar komið inn til þeirra. „Þetta hefur mest verið þakplötur, þakkantar og því um líkt. Fólk tekur sér yfirleitt tíma í að meta þetta og þetta á eftir að skýrast.“ Hún tekur undir ummæli Sigurjóns hjá Sjóvá um að betur hafi farið en búist var við og augljóst hafi verið að fólk hafi farið eftir tilmælum Almannavarna og fleiri um að ganga vel frá lausum hlutum og vera ekki á ferðinni að óþörfu. „Okkar tilfinning er að fólk hafi farið eftir tilmælum og ég sá það kannski best þegar ég kom heim í gær, þá var búið að leggja flestum bílum upp í vindinn eins og mælst var til.“Grindverk fór í gegnum bílrúðu í gærkvöldi.Lekamál áberandi hjá TMÞað var að vísu í nógu að snúast hjá TM í morgun en þar var fyrst og fremst um að ræða tjónatilkynningar vegna vatnstjóns. „Þetta var líflegur morgun og það voru allskonar lekamál áberandi eftir að það hlánaði,“ segir Ragnheiður Dögg Arnardóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá TM. „Við gerum ráð fyrir að stærri málin, þessi óveðursmál, komi í ljós þegar fólk er búið að meta stöðuna.“ Öll vildu þau minna á að þótt að ekki væri spáð óveðri næstu dagana væri mikilvægt að vera meðvitaður um þær hættur sem geta skapast þegar fer að hlána líkt og í dag. Mikilvægt væri að huga að því að tryggja það að vatn hefði greiða leið af niðurföllum, að moka af svölum og flötum þokum til að koma í veg fyrir leka.
Veður Tengdar fréttir Hjólhýsi fauk um bílastæði Bílasölu Akraness Mikið tjón varð vegna hjólhýssins sem er ónýtt og skemmdi aðra bíla. 8. desember 2015 00:25 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Umsjónarmaður Sæmundar fróða tapaði einnig bát í óveðrinu mikla 1991 og segir mikilvægt að Háskólinn fái nýjan bát sem fyrst. 8. desember 2015 13:59 Veitingavagn við Seljalandsfoss splundraðist í óveðrinu „Við erum bara í því að reyna að tína saman.“ 8. desember 2015 13:56 Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hjólhýsi fauk um bílastæði Bílasölu Akraness Mikið tjón varð vegna hjólhýssins sem er ónýtt og skemmdi aðra bíla. 8. desember 2015 00:25
Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18
Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Umsjónarmaður Sæmundar fróða tapaði einnig bát í óveðrinu mikla 1991 og segir mikilvægt að Háskólinn fái nýjan bát sem fyrst. 8. desember 2015 13:59
Veitingavagn við Seljalandsfoss splundraðist í óveðrinu „Við erum bara í því að reyna að tína saman.“ 8. desember 2015 13:56
Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05