Þessi átta koma til greina sem maður ársins hjá TIME Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2015 09:51 Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927. Vísir/Getty Bandaríska tímaritið TIME hefur birt lista yfir þá átta sem koma til greina sem maður ársins fyrir árið í ár. Listinn var kynntur í þættinum Today Show á NBC í gærmorgun. Þeir sem til greina koma í ár eru eftirfarandi:Abu Bakr Al-Baghdadi, leiðtogi ISIS samtakanna sem hefur fengið þúsundir manna til liðs við samtökin og berjast fyrir kalífadæmi í Írak og Sýrlandi, auk þess að framkvæma árásir í löndum á borð við Túnis og Frakklandi.Black Lives Matter-aðgerðasinnar, sem hafa mótmælt óréttlæti í garð svartra í Bandaríkjunum og sér í lagi þá meðferð sem þeir verða fyrir af hendi lögreglufólks.Caitlyn Jenner, transkonan sem framkallaði mikla umræðu um kynvitund og jafnréttismál hinsegin fólks.Travis Kalanick, forstjóri leigubílaþjónustunnar Uber, sem hefur gjörbreytt leigubílamarkaðnum víða um heim. Uppgangur Uber hefur einnig leitt til umræðu um galla deilihagkerfisins.Angela Merkel Þýskalandskanslari sem hefur verið áberandi í ýmsum málum á árinu, þeirra á meðal erfiðleika evrusvæðisins og hvernig Evrópa hefur brugðist við flóttamannavandanum.Vladimir Putin Rússlandsforseti sem hefur storkað Vesturlöndum, sem hafa sett viðskiptaþvinganir á landið vegna ástandsins í Úkraínu, og gegnir nú mikilvægu en varasömu hlutverki í baráttunni gegn ISIS.Hassan Rouhani Íransforseti sem hefur reynt bæta samskipi Írans við önnur ríki eftir áralangar viðskiptaþvinganir og með því að tryggja gerð samkomulags við Vesturveldin um kjarnorkuáætlun landsins.Donald Trump, auðjöfurinn sem sækist nú eftir því að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana. Popúlísk orðræða hans hefur leitt til að hann mælist með mest fylgi á meðal Repúblikana og leitt til mikillar umræðu um framtíð Repúblikanaflokksins. Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927 þegar flugmaðurinn Charles Lindbergh hlaut útnefninguna eftir að hafa flogið einn yfir Atlantshafið fyrstur manna. Baráttumenn gegn útbreiðslu ebólaveirunnar hlutu útnefninguna á síðasta ári. Greint verður frá hver hlýtur útnefninguna á morgun. Donald Trump Fréttir ársins 2015 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Bandaríska tímaritið TIME hefur birt lista yfir þá átta sem koma til greina sem maður ársins fyrir árið í ár. Listinn var kynntur í þættinum Today Show á NBC í gærmorgun. Þeir sem til greina koma í ár eru eftirfarandi:Abu Bakr Al-Baghdadi, leiðtogi ISIS samtakanna sem hefur fengið þúsundir manna til liðs við samtökin og berjast fyrir kalífadæmi í Írak og Sýrlandi, auk þess að framkvæma árásir í löndum á borð við Túnis og Frakklandi.Black Lives Matter-aðgerðasinnar, sem hafa mótmælt óréttlæti í garð svartra í Bandaríkjunum og sér í lagi þá meðferð sem þeir verða fyrir af hendi lögreglufólks.Caitlyn Jenner, transkonan sem framkallaði mikla umræðu um kynvitund og jafnréttismál hinsegin fólks.Travis Kalanick, forstjóri leigubílaþjónustunnar Uber, sem hefur gjörbreytt leigubílamarkaðnum víða um heim. Uppgangur Uber hefur einnig leitt til umræðu um galla deilihagkerfisins.Angela Merkel Þýskalandskanslari sem hefur verið áberandi í ýmsum málum á árinu, þeirra á meðal erfiðleika evrusvæðisins og hvernig Evrópa hefur brugðist við flóttamannavandanum.Vladimir Putin Rússlandsforseti sem hefur storkað Vesturlöndum, sem hafa sett viðskiptaþvinganir á landið vegna ástandsins í Úkraínu, og gegnir nú mikilvægu en varasömu hlutverki í baráttunni gegn ISIS.Hassan Rouhani Íransforseti sem hefur reynt bæta samskipi Írans við önnur ríki eftir áralangar viðskiptaþvinganir og með því að tryggja gerð samkomulags við Vesturveldin um kjarnorkuáætlun landsins.Donald Trump, auðjöfurinn sem sækist nú eftir því að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana. Popúlísk orðræða hans hefur leitt til að hann mælist með mest fylgi á meðal Repúblikana og leitt til mikillar umræðu um framtíð Repúblikanaflokksins. Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927 þegar flugmaðurinn Charles Lindbergh hlaut útnefninguna eftir að hafa flogið einn yfir Atlantshafið fyrstur manna. Baráttumenn gegn útbreiðslu ebólaveirunnar hlutu útnefninguna á síðasta ári. Greint verður frá hver hlýtur útnefninguna á morgun.
Donald Trump Fréttir ársins 2015 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira