Dirk fór fögrum orðum um Porzingis | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2015 08:42 Nowitzki reynir að verjast Porzingis í Madison Square Garden í nótt. vísir/getty Það fór vel á Dirk Nowitzki og Kristpas Porzingis þegar Dallas Mavericks og New York Knicks mættust í Madison Square Garden í nótt. Hinn tvítugi Porzingis hefur komið eins og stormsveipur inn í NBA-deildina og margir hafa borið hann saman við Nowitzki sem kom, líkt og Porzingis, ungur að árum inn í NBA frá Evrópu. Þrátt fyrir tap New York, 97-104, spilaði Porzingis vel í nótt en Lettinn stóri skoraði 28 stig og hitti úr 13 af 18 skotum sínum. Eftir leikinn fór Nowitzki fögrum orðum um Porzingis og sagði að hann væri betri en hann sjálfum var á sama aldri. „Það er fullkomlega sanngjarnt að bera okkur saman. Þegar ég var hérna tvítugur var ég skjálfandi á beinunum. Samanburðurinn er mér sennilega í óhag,“ sagði Nowitzki sem skoraði 25 stig og tók sex fráköst í leiknum í nótt.Sjá einnig: Dirk fékk að dansa yfir skrefaregluna í NBA-deildinni | Myndband Nowitzki, sem er á sínu 18. tímabili í NBA, segir að Porzingis hafi allt að bera til að ná langt. „Hann er alvöru leikmaður og harðari af sér en hann lítur út fyrir að vera. Hann er hávaxinn, mikill íþróttamaður og fer vel með boltann. Það eru engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð,“ sagði Nowitzki um Porzingis sem hefur heldur betur unnið stuðningsmenn New York á sitt band. Það voru ekki allir hrifnir af því þegar Knicks valdi Porzingis með fjórða valrétti í nýliðavalinu í sumar en stuðningsmenn félagsins bauluðu á hann þegar ákvörðunin lá fyrir. Nú er annað uppi á teningnum en Porzingis hefur spilað stórvel í vetur og er með 14,6 stig, 8,9 fráköst og 1,9 varin skot að meðaltali í leik. Til samanburðar var Nowitzki með 8,2 stig og 3,4 fráköst á sínu fyrsta tímabili í NBA. NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Það fór vel á Dirk Nowitzki og Kristpas Porzingis þegar Dallas Mavericks og New York Knicks mættust í Madison Square Garden í nótt. Hinn tvítugi Porzingis hefur komið eins og stormsveipur inn í NBA-deildina og margir hafa borið hann saman við Nowitzki sem kom, líkt og Porzingis, ungur að árum inn í NBA frá Evrópu. Þrátt fyrir tap New York, 97-104, spilaði Porzingis vel í nótt en Lettinn stóri skoraði 28 stig og hitti úr 13 af 18 skotum sínum. Eftir leikinn fór Nowitzki fögrum orðum um Porzingis og sagði að hann væri betri en hann sjálfum var á sama aldri. „Það er fullkomlega sanngjarnt að bera okkur saman. Þegar ég var hérna tvítugur var ég skjálfandi á beinunum. Samanburðurinn er mér sennilega í óhag,“ sagði Nowitzki sem skoraði 25 stig og tók sex fráköst í leiknum í nótt.Sjá einnig: Dirk fékk að dansa yfir skrefaregluna í NBA-deildinni | Myndband Nowitzki, sem er á sínu 18. tímabili í NBA, segir að Porzingis hafi allt að bera til að ná langt. „Hann er alvöru leikmaður og harðari af sér en hann lítur út fyrir að vera. Hann er hávaxinn, mikill íþróttamaður og fer vel með boltann. Það eru engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð,“ sagði Nowitzki um Porzingis sem hefur heldur betur unnið stuðningsmenn New York á sitt band. Það voru ekki allir hrifnir af því þegar Knicks valdi Porzingis með fjórða valrétti í nýliðavalinu í sumar en stuðningsmenn félagsins bauluðu á hann þegar ákvörðunin lá fyrir. Nú er annað uppi á teningnum en Porzingis hefur spilað stórvel í vetur og er með 14,6 stig, 8,9 fráköst og 1,9 varin skot að meðaltali í leik. Til samanburðar var Nowitzki með 8,2 stig og 3,4 fráköst á sínu fyrsta tímabili í NBA.
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira