Ríkissáttasemjari ræður næstu skrefum Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að ef opnað verði fyrir aukna verktöku séu á endanum um hundrað störf í húfi. Fréttablaðið/Ernir Líklegt er að ríkissáttasemjari boði til næsta fundar í kjaradeilu starfsmanna og ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. „Menn búast við að það verði í vikunni,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, en það á aðild að viðræðunum við Samtök atvinnulífsins (SA) og ISAL. Guðmundur segir engar viðræður hafa átt sér stað frá því að verkfalli starfsmanna var aflýst í byrjun mánaðarins. „Það er algjör biðstaða í gangi og hvorugur deiluaðili hefur haft frumkvæði að því að funda. Þannig að það hefur ekkert breyst.“ Fundur hjá ríkissáttasemjara sé því rétti vettvangurinn fyrir næstu skref. Þá segir Guðmundur ekki rétt sem haldið hefur verið fram að deilan um ákvæði samningsins sem meinar ISAL að útvista störfum til verktaka sé það eina sem standi í vegi fyrir undirskrift. Til dæmis hafi SA og ISAL ekki enn viðurkennt að sömu forsenduákvæði eigi að vera í þessum samningi á samningstímanum og þeim sem hafi verið gerðir á almenna markaðnum, svo sem um launaþróun og slíka hluti. Þá sé ekki alveg einfalt að eiga við kröfu fyrirtækisins um aukna verktöku, þótt um grundvallarkröfu sé að ræða hjá fyrirtækinu. Þá eigi eftir að ræða hvað koma eigi á móti fallist verkalýðsfélögin á að slaka á þessu ákvæði. „Til dæmis að inn kæmi ákvæði um að tryggt yrði að verktakar séu ekki á slakari launum en þeir sem eru inni á svæðinu líkt og ákvæði er um fyrir austan,“ segir hann. Þar fyrir utan segir Guðmundur ákveðinn „ómöguleika“ í því fólginn að láta starfsmenn kjósa um samning sem opni fyrir aukna verktöku fyrirtækisins. „Þarna er á endanum um meira að ræða en þessi þrjátíu og tvö störf sem rætt hefur verið um,“ segir hann og telur að á endanum séu um hundrað störf undir í álverinu. „Og hvernig á að láta kjósa um kjarasamning þar sem 100 af 330 starfsmönnum eru að kjósa um að missa vinnuna?“ Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Líklegt er að ríkissáttasemjari boði til næsta fundar í kjaradeilu starfsmanna og ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. „Menn búast við að það verði í vikunni,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, en það á aðild að viðræðunum við Samtök atvinnulífsins (SA) og ISAL. Guðmundur segir engar viðræður hafa átt sér stað frá því að verkfalli starfsmanna var aflýst í byrjun mánaðarins. „Það er algjör biðstaða í gangi og hvorugur deiluaðili hefur haft frumkvæði að því að funda. Þannig að það hefur ekkert breyst.“ Fundur hjá ríkissáttasemjara sé því rétti vettvangurinn fyrir næstu skref. Þá segir Guðmundur ekki rétt sem haldið hefur verið fram að deilan um ákvæði samningsins sem meinar ISAL að útvista störfum til verktaka sé það eina sem standi í vegi fyrir undirskrift. Til dæmis hafi SA og ISAL ekki enn viðurkennt að sömu forsenduákvæði eigi að vera í þessum samningi á samningstímanum og þeim sem hafi verið gerðir á almenna markaðnum, svo sem um launaþróun og slíka hluti. Þá sé ekki alveg einfalt að eiga við kröfu fyrirtækisins um aukna verktöku, þótt um grundvallarkröfu sé að ræða hjá fyrirtækinu. Þá eigi eftir að ræða hvað koma eigi á móti fallist verkalýðsfélögin á að slaka á þessu ákvæði. „Til dæmis að inn kæmi ákvæði um að tryggt yrði að verktakar séu ekki á slakari launum en þeir sem eru inni á svæðinu líkt og ákvæði er um fyrir austan,“ segir hann. Þar fyrir utan segir Guðmundur ákveðinn „ómöguleika“ í því fólginn að láta starfsmenn kjósa um samning sem opni fyrir aukna verktöku fyrirtækisins. „Þarna er á endanum um meira að ræða en þessi þrjátíu og tvö störf sem rætt hefur verið um,“ segir hann og telur að á endanum séu um hundrað störf undir í álverinu. „Og hvernig á að láta kjósa um kjarasamning þar sem 100 af 330 starfsmönnum eru að kjósa um að missa vinnuna?“
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira