Viðskipti innlent

Tónleikafyrirtæki Friðriks Ómars hagnast um 120 þúsund krónur

ingvar haraldsson skrifar
Friðrik Ómar og Rigg hafa sérhæft sig að halda tónleika þar sem lög þekktra tónlistamanna eru leikin.
Friðrik Ómar og Rigg hafa sérhæft sig að halda tónleika þar sem lög þekktra tónlistamanna eru leikin. vísir/stefán
Rigg ehf., viðburða- og tónleikafyrirtæki Friðriks Ómars Hjörleifssonar, hagnaðist um 120 þúsund krónur á síðasta ári. Hagnaður félagsins dróst talsvert saman á milli ára en félagið hagnaðist um 3,9 milljónir árið 2013.

Fyrirtækið stóð meðal annars fyrir tónleikum þar sem lög Tom JonesU2 og Meat Loaf voru leikin auk þess að sjá um tónleikana á Fiskideginum mikla á Dalvík.

Félagið heldur einnig utan tekjur Friðrik Ómars af því að koma fram sem söngvari.

Eignir Rigg nema 22,5 milljónum, eigið fé 11,4 milljónum og skuldir 11,1 milljón en allt hlutafé er í eigu Friðriks Ómars.

Mikið er um að vera hjá Rigg og Friðriki Ómari þessa dagana. Uppselt var á þrjá jólatónleikar í Hofi á Akureyri í gær. Þá hélt Rigg einnig tvenna jólatónleika í Salnum í Kópavogi.


Tengdar fréttir

Fiskidagurinn fer fram í fimmtánda skiptið

Mikið verður um að vera í Dalvíkurbyggð um helgina. Alls kyns fiskréttir og stórtónleikar á boðstólum fyrir gesti og gangandi. Mikil spenna er í loftinu fyrir þessari vinsælu hátíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×