Bronsstúlkan okkar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Eygló með bronsverðlaunin fyrir 200 metra baksundið. vísir/afp Síðustu dagar renna sundkonunni Eygló Ósk Gústafsdóttur eflaust seint úr minni. Sem kunnugt er vann hún til bronsverðlauna í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Netanya í Ísrael í fyrradag. Og í gær fylgdi hún því eftir með að því að ná aftur í bronsverðlaun – í 200 metra baksundi. „Mér líður eins og mig sé að dreyma, þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ sagði Eygló alsæl þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið eftir úrslitasundið í gær. Eygló setti Íslandsmet þegar hún synti á 2:03,96 mínútum í undanrásunum í gærmorgun. Það met stóð þó ekki nema í nokkra klukkutíma því í úrslitasundinu síðar um daginn kom hún í bakkann á 2:03,53 mínútum og bætti Íslandsmet sitt frá því um morguninn um 43 hundraðshluta úr sekúndu. Hin ungverska Katinka Hosszu varð hlutskörpust í úrslitasundinu en hún kom í bakkann á nýju mótsmeti; 1:59,84 mínútum. Hin 18 ára gamla Daria Ustinova frá Rússlandi vann silfur á tímanum 2:01,57 mínútum. Eygló segir að árangurinn í 100 metra baksundinu hafi komið sér á óvart og jafnframt gefið sér byr undir báða vængi fyrir 200 metra baksundið, sem er hennar aðalgrein. „Ég hafði aldrei búist við að ná þessum árangri í 100 metrunum en fyrst ég náði því ætlaði ég mér svo sannarlega að gera þetta í 200 metrunum,“ sagði Eygló sem setti stefnuna á að enda í einu af fimm efstu sætunum í 200 metra baksundi. „Markmiðið var að vera í efstu fimm í 200 metra baksundinu og komast í úrslit í 100 metrunum, þannig að ég fór langt fram úr mínum eigin væntingum,“ bætti Eygló við en hún lýkur leik á EM þegar hún keppir í 50 metra baksundi í dag. Eygló segir að árangurinn frábæri í Ísrael hvetji hana til dáða í framhaldinu. Hún segist hreinlega ekki geta beðið eftir því að byrja að æfa á ný og bæta sig. „Ég er svo meira en tilbúin að fara að æfa og bæta það sem ég þarf að bæta,“ sagði Eygló sem veit nákvæmlega hvaða þætti hún þarf að laga til að ná enn lengra. „Um daginn fór ég í sundgreiningu. Það var maður sem tók myndband af mér að synda og sýndi mér nákvæmlega hvað ég get bætt og hvernig ég get gert það. Þetta er það fyrsta á dagskrá eftir mótið.“ Eygló segir að bronsverðlaunin tvö á EM séu toppurinn á frábæru ári hennar sem nú er senn á enda. „Jú, klárlega. Ég keppi aftur um næstu helgi og svo byrja ég að æfa á fullu,“ sagði Eygló. En er búið að taka frá pláss í bikaraskápnum hennar fyrir bronsmedalíurnar tvær? „Þessar medalíur fara á sérstakan stað,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir og hló við.vísir/afp, grafík/garðar Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Síðustu dagar renna sundkonunni Eygló Ósk Gústafsdóttur eflaust seint úr minni. Sem kunnugt er vann hún til bronsverðlauna í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Netanya í Ísrael í fyrradag. Og í gær fylgdi hún því eftir með að því að ná aftur í bronsverðlaun – í 200 metra baksundi. „Mér líður eins og mig sé að dreyma, þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ sagði Eygló alsæl þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið eftir úrslitasundið í gær. Eygló setti Íslandsmet þegar hún synti á 2:03,96 mínútum í undanrásunum í gærmorgun. Það met stóð þó ekki nema í nokkra klukkutíma því í úrslitasundinu síðar um daginn kom hún í bakkann á 2:03,53 mínútum og bætti Íslandsmet sitt frá því um morguninn um 43 hundraðshluta úr sekúndu. Hin ungverska Katinka Hosszu varð hlutskörpust í úrslitasundinu en hún kom í bakkann á nýju mótsmeti; 1:59,84 mínútum. Hin 18 ára gamla Daria Ustinova frá Rússlandi vann silfur á tímanum 2:01,57 mínútum. Eygló segir að árangurinn í 100 metra baksundinu hafi komið sér á óvart og jafnframt gefið sér byr undir báða vængi fyrir 200 metra baksundið, sem er hennar aðalgrein. „Ég hafði aldrei búist við að ná þessum árangri í 100 metrunum en fyrst ég náði því ætlaði ég mér svo sannarlega að gera þetta í 200 metrunum,“ sagði Eygló sem setti stefnuna á að enda í einu af fimm efstu sætunum í 200 metra baksundi. „Markmiðið var að vera í efstu fimm í 200 metra baksundinu og komast í úrslit í 100 metrunum, þannig að ég fór langt fram úr mínum eigin væntingum,“ bætti Eygló við en hún lýkur leik á EM þegar hún keppir í 50 metra baksundi í dag. Eygló segir að árangurinn frábæri í Ísrael hvetji hana til dáða í framhaldinu. Hún segist hreinlega ekki geta beðið eftir því að byrja að æfa á ný og bæta sig. „Ég er svo meira en tilbúin að fara að æfa og bæta það sem ég þarf að bæta,“ sagði Eygló sem veit nákvæmlega hvaða þætti hún þarf að laga til að ná enn lengra. „Um daginn fór ég í sundgreiningu. Það var maður sem tók myndband af mér að synda og sýndi mér nákvæmlega hvað ég get bætt og hvernig ég get gert það. Þetta er það fyrsta á dagskrá eftir mótið.“ Eygló segir að bronsverðlaunin tvö á EM séu toppurinn á frábæru ári hennar sem nú er senn á enda. „Jú, klárlega. Ég keppi aftur um næstu helgi og svo byrja ég að æfa á fullu,“ sagði Eygló. En er búið að taka frá pláss í bikaraskápnum hennar fyrir bronsmedalíurnar tvær? „Þessar medalíur fara á sérstakan stað,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir og hló við.vísir/afp, grafík/garðar
Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira