Aðventan: Laufabrauðsgerðin ómissandi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 5. desember 2015 13:30 Sölku Sól Visir/Ernir Laufabrauðsgerðin ómissandi Salka Sól Eyfeld söngkona „Aðalhefðin hjá mér fyrir jólin og það sem mér finnst líka skemmtilegast að gera með fjölskyldunni í desember er árleg laufabrauðsgerð,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld. Hún segir laufabrauðsgerð með fjölskyldunni vera ómissandi aðventuhefð en fyrir jól hittist um tuttugu fjölskyldumeðlimir og komi sér í hátíðarskap við laufabrauðsgerðina. „Frændfólk mitt kemur að norðan og við gerum laufabrauð í massavís og soðið brauð líka,“ segir hún. Laufabrauðið er skorið eftir kúnstarinnar reglum. „Við skerum laufabrauðið bæði með hjóli og handgert. Ég geri aldrei með hjóli, bara handgert og framleiði þess vegna ekki mikið,“ segir hún hlæjandi. „Svo er þessu deilt niður á alla og fólk borðar á jólunum.“Manuela er jólabarn og segist skreyta húsið sitt grimmt og fer alltaf á jólatónleika Baggalúts.Skreytir grimmt fyrir jólinManuela Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi „Undanfarið hefur skólastressið étið mig upp nánast alla aðventuna, en nú sér brátt fyrir endann á því,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi. Undanfarin ár hafa jólaprófin í Listaháskólanum tekið mikið af tíma hennar í desember en hún lætur það ekki á sig fá og passar að skreyta allt hátt og lágt. „Aðventukransinn er mikilvægur – og alltaf smá athöfn að kveikja á næsta kerti. Ég er rosalega mikið jólabarn og skreyti húsið mitt grimmt. Það er svo skemmtilegt og börnin eru hjartanlega sammála mér þar. Reyndar skreyti ég ekki bara húsið, heldur nánast allt í kringum mig – sjálfa mig meðtalda!“ Jólatónleikar Baggalúts eru líka föst hefð hjá mér á aðventunni, laufabrauðsgerð og sörubakstur – og svo skötuveislan á Þorláksmessu.“Aðventan hefst í jólabústaðÁslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi „Ég elska aðventuna. Hún er frábær,“ segir Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi. Aðventan hefst úti á landi. „Í mörg ár hefur aðventan hafist á því að fjölskyldan fer í „jólabústað“ með stórfjölskyldu mannsins míns. Þar er spilað, bakað og föndrað, farið í göngutúra, heita pottinn og allt þar á milli. Yfirleitt eru fyrstu mandarínurnar með í för og alltaf alveg eðaljólahlaðborð í boði tengdó. Í kjölfarið eru allir komnir í jólaskapið,“ segir hún. Þegar heim er komið eru fjölskyldumeðlimir komnir í mikið jólaskap. „Þetta leiðir auðvitað af sér að fyrstu skreytingarnar heima fara upp um leið og heim er komið. Á aðventunni eiga nokkrir mér nákomnir afmæli og því hafa tilheyrandi jólaafmælisboð sett mikinn svip á þennan tíma. Að öðru leyti reynum við að koma inn eins mörgum letistundum og hægt er. Að velja jólagjafir er líka stórskemmtilegt, við höfum yfirleitt safnað saman ýmsu dóti sem við eigum og höldum að einhverjir aðrir vilji frekar eiga, svo kaupum við ýmsa hluti sem okkur finnast fagrir eða skemmtilegir.Við vitum ekkert hverjir eiga að fá þá fyrr en pakkað er inn rétt fyrir jól. En þá er mesta fjörið að tengja hlutina við fólkið sem á að fá þá,“ segir hún. Það er síðan fjölmennt á jólunum hjá Áslaugu. „Á aðfangadag erum við með fjölda manns í mat, bæði fjölskyldu og oft vini. Nú er svo komið að ekki er hægt að afgreiða pakka á hefðbundinn hátt, því opnum við þá reglulega frá því boðið hefst og á meðan á borðhaldi stendur. Góð aðferð til þess að njóta enn betur. Mikið hlakka ég til!“ Helstu hefðirnar snúast um mat hjá Karli, fyrir utan jólatónleika Baggalúts sem er stórviðburður á aðventunni. Visir/ErnirFjölskyldan í samstæðum jólanáttfötumKarl Sigurðsson söngvari „Fyrir utan jólatónleika Baggalúts sem verða fyrirferðarmeiri með hverju árinu, þá snúast náttúrlega helstu hefðir um mat,“ segir Karl Sigurðsson Baggalútur með meiru sem hefur í nægu að snúast fyrir jólin. Vinsældir jólatónleika Baggalúts hafa aukist með hverju árinu en Karl á sér aðrar fastar hefðir en að syngja á jólatónleikum fyrir jólin. „Ég fer í laufabrauðsgerð hjá fjölskyldu Tobbu og er orðinn ansi lunkinn að steikja. Svo reyni ég að komast í skötu á Þorláksmessu og að hitta matarklúbbinn minn í hádegismat 3ja í jólum.“ Hann þarf ekki að stressa sig á jólainnkaupunum í ár. „Í desember er svo málið að njóta þess að vera búinn að öllu, þ.e. að njóta þess að Tobba er búin að fara til Boston í nóvember og klára öll jólagjafainnkaupin fyrir okkur. Eftir síðustu ferð varð reyndar til ný hefð sem snýst um að fjölskyldan fær samstæð jólanáttföt. Sjáum hvort sú hefð lifi ekki bara áfram næstu árin.“ Jólafréttir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Laufabrauðsgerðin ómissandi Salka Sól Eyfeld söngkona „Aðalhefðin hjá mér fyrir jólin og það sem mér finnst líka skemmtilegast að gera með fjölskyldunni í desember er árleg laufabrauðsgerð,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld. Hún segir laufabrauðsgerð með fjölskyldunni vera ómissandi aðventuhefð en fyrir jól hittist um tuttugu fjölskyldumeðlimir og komi sér í hátíðarskap við laufabrauðsgerðina. „Frændfólk mitt kemur að norðan og við gerum laufabrauð í massavís og soðið brauð líka,“ segir hún. Laufabrauðið er skorið eftir kúnstarinnar reglum. „Við skerum laufabrauðið bæði með hjóli og handgert. Ég geri aldrei með hjóli, bara handgert og framleiði þess vegna ekki mikið,“ segir hún hlæjandi. „Svo er þessu deilt niður á alla og fólk borðar á jólunum.“Manuela er jólabarn og segist skreyta húsið sitt grimmt og fer alltaf á jólatónleika Baggalúts.Skreytir grimmt fyrir jólinManuela Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi „Undanfarið hefur skólastressið étið mig upp nánast alla aðventuna, en nú sér brátt fyrir endann á því,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi. Undanfarin ár hafa jólaprófin í Listaháskólanum tekið mikið af tíma hennar í desember en hún lætur það ekki á sig fá og passar að skreyta allt hátt og lágt. „Aðventukransinn er mikilvægur – og alltaf smá athöfn að kveikja á næsta kerti. Ég er rosalega mikið jólabarn og skreyti húsið mitt grimmt. Það er svo skemmtilegt og börnin eru hjartanlega sammála mér þar. Reyndar skreyti ég ekki bara húsið, heldur nánast allt í kringum mig – sjálfa mig meðtalda!“ Jólatónleikar Baggalúts eru líka föst hefð hjá mér á aðventunni, laufabrauðsgerð og sörubakstur – og svo skötuveislan á Þorláksmessu.“Aðventan hefst í jólabústaðÁslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi „Ég elska aðventuna. Hún er frábær,“ segir Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi. Aðventan hefst úti á landi. „Í mörg ár hefur aðventan hafist á því að fjölskyldan fer í „jólabústað“ með stórfjölskyldu mannsins míns. Þar er spilað, bakað og föndrað, farið í göngutúra, heita pottinn og allt þar á milli. Yfirleitt eru fyrstu mandarínurnar með í för og alltaf alveg eðaljólahlaðborð í boði tengdó. Í kjölfarið eru allir komnir í jólaskapið,“ segir hún. Þegar heim er komið eru fjölskyldumeðlimir komnir í mikið jólaskap. „Þetta leiðir auðvitað af sér að fyrstu skreytingarnar heima fara upp um leið og heim er komið. Á aðventunni eiga nokkrir mér nákomnir afmæli og því hafa tilheyrandi jólaafmælisboð sett mikinn svip á þennan tíma. Að öðru leyti reynum við að koma inn eins mörgum letistundum og hægt er. Að velja jólagjafir er líka stórskemmtilegt, við höfum yfirleitt safnað saman ýmsu dóti sem við eigum og höldum að einhverjir aðrir vilji frekar eiga, svo kaupum við ýmsa hluti sem okkur finnast fagrir eða skemmtilegir.Við vitum ekkert hverjir eiga að fá þá fyrr en pakkað er inn rétt fyrir jól. En þá er mesta fjörið að tengja hlutina við fólkið sem á að fá þá,“ segir hún. Það er síðan fjölmennt á jólunum hjá Áslaugu. „Á aðfangadag erum við með fjölda manns í mat, bæði fjölskyldu og oft vini. Nú er svo komið að ekki er hægt að afgreiða pakka á hefðbundinn hátt, því opnum við þá reglulega frá því boðið hefst og á meðan á borðhaldi stendur. Góð aðferð til þess að njóta enn betur. Mikið hlakka ég til!“ Helstu hefðirnar snúast um mat hjá Karli, fyrir utan jólatónleika Baggalúts sem er stórviðburður á aðventunni. Visir/ErnirFjölskyldan í samstæðum jólanáttfötumKarl Sigurðsson söngvari „Fyrir utan jólatónleika Baggalúts sem verða fyrirferðarmeiri með hverju árinu, þá snúast náttúrlega helstu hefðir um mat,“ segir Karl Sigurðsson Baggalútur með meiru sem hefur í nægu að snúast fyrir jólin. Vinsældir jólatónleika Baggalúts hafa aukist með hverju árinu en Karl á sér aðrar fastar hefðir en að syngja á jólatónleikum fyrir jólin. „Ég fer í laufabrauðsgerð hjá fjölskyldu Tobbu og er orðinn ansi lunkinn að steikja. Svo reyni ég að komast í skötu á Þorláksmessu og að hitta matarklúbbinn minn í hádegismat 3ja í jólum.“ Hann þarf ekki að stressa sig á jólainnkaupunum í ár. „Í desember er svo málið að njóta þess að vera búinn að öllu, þ.e. að njóta þess að Tobba er búin að fara til Boston í nóvember og klára öll jólagjafainnkaupin fyrir okkur. Eftir síðustu ferð varð reyndar til ný hefð sem snýst um að fjölskyldan fær samstæð jólanáttföt. Sjáum hvort sú hefð lifi ekki bara áfram næstu árin.“
Jólafréttir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira