Boli boli bankar á dyr Brynhildur Björnsdóttir skrifar 5. desember 2015 13:00 Nautið er gríðarlega spennandi og á köflum mjög óhugnanleg bók. Bækur Nautið Stefán Máni Útgefandi: Sögur útgáfa Prentun: Oddi Blaðsíðufjöldi:233 Kápuhönnun: Arnar Geir Ómarsson Skepnan í manninum hefur verið skáldum hugleikin frá alda örófi og þar hafa naut nokkuð komið við sögu. Hér má minnast Mínotárins sem var fangelsaður af föður sínum, Mínosi konungi á Krít, í völundarhúsi þar sem hann var látinn rífa fanga á hol, nautsins Glæsis í Eyrbyggjasögu, en Glæsi eru gerð skil í samnefndri skáldsögu Ármanns Jakobssonar, og Þorgeirsbola, draug ungs nautkálfs sem var magnaður upp af ósáttum vonbiðli og gekk aftur með húðina hálfflegna af. Allar þessar myndir nautsins sýna samspil manns og náttúru þar sem maðurinn er mesta skrímslið sem misnotar náttúruna/dýrið sem snýst á endanum gegn honum sjálfum. Í skáldsögunni Nautið eftir Stefán Mána má finna mörg þessi naut og svipi þeirra afturgengna. Sagan tekst þó helst á við mannskepnuna sjálfa og það óhugnanlega og firrta sem hún getur tekið upp á og þegar upp er staðið er nautið kannski eina heiðarlega veran í bókinni og sú sem allir sækja í á einn eða annan hátt. Sagan hefst þegar tvær ferðakonur hnjóta um vegsummerki um skelfilegan glæp á sveitabæ. Skipt er um sögusvið og við kynnumst Hönnu sem hefur fallið kylliflöt í sollinn í Reykjavík, á ógeðslegan ofbeldisglæpaforingja fyrir kærasta og virðast allar bjargir bannaðar. Þá er aftur klippt og nú inn í fangaklefa á Eskifirði þar sem dularfullur maður bíður örlaga sinna. Við sögu koma einnig demantar og kókaín, einangrun og ótti og saman mynda þessir þættir kjöraðstæður fyrir glæpi og svik. Þróun frásagnarinnar er langt frá því að vera fyrirséð og það hvernig púslin falla saman í lokin situr lengi með lesandanum og fær hann til að líta til baka yfir söguna og sjá vísbendingar sem honum voru kannski ekki endilega ljósar á meðan á lestrinum stóð. Nautið er gríðarlega spennandi og á köflum mjög óhugnanleg bók. Leiðarstefið nautið er vel nýtt og kemur víða fyrir í ólíkum myndum, til dæmis er unnustinn ofbeldishneigði mikill aðdáandi Chicago Bulls og þá koma kúrekar einnig oft við sögu. Í rauninni má segja að sögusviðið allt minni á hið goðsögulega villta vestur, lögleysan er alger, fólk skipast í hlutverk sem það á enga möguleika á að sleppa úr og það er í höndum einstaklinganna sjálfra að ná því fram sem þeir vilja, með misjöfnum árangri. Samúðin liggur einna helst hjá Hönnu, konunni (jafnvel með stóru K-i) sem á sér aldrei viðreisnar von í þessu karlavestri og er fórnað hvað eftir annað á altari græðgi og mannvonsku. Fregnir hafa borist af því að til standi að gera sjónvarpsþáttaröð eftir bókinni og það er ekki erfitt að sjá hvernig sú hugmynd gæti hafa komið upp. Lýsingar eru nákvæmar og stundum nánast of auðvelt að sjá fyrir sér myndirnar sem dregnar eru upp af aðstæðum og atvikum. Einhverjum kynni að þykja freistandi að sleppa því að lesa bókina og bíða bara eftir þáttunum. Vissulega verður spennandi að sjá hvernig samspil Baldvins Z og Stefáns Mána þróast við að koma þessari sögu í myndform en alveg ástæðulaust að láta það hafa af sér ánægjuna við að lesa Nautið upp til agna. Samantekt: Óhugnanlega vel skrifuð, vel fléttuð og vel spennandi saga. Menning Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Nautið Stefán Máni Útgefandi: Sögur útgáfa Prentun: Oddi Blaðsíðufjöldi:233 Kápuhönnun: Arnar Geir Ómarsson Skepnan í manninum hefur verið skáldum hugleikin frá alda örófi og þar hafa naut nokkuð komið við sögu. Hér má minnast Mínotárins sem var fangelsaður af föður sínum, Mínosi konungi á Krít, í völundarhúsi þar sem hann var látinn rífa fanga á hol, nautsins Glæsis í Eyrbyggjasögu, en Glæsi eru gerð skil í samnefndri skáldsögu Ármanns Jakobssonar, og Þorgeirsbola, draug ungs nautkálfs sem var magnaður upp af ósáttum vonbiðli og gekk aftur með húðina hálfflegna af. Allar þessar myndir nautsins sýna samspil manns og náttúru þar sem maðurinn er mesta skrímslið sem misnotar náttúruna/dýrið sem snýst á endanum gegn honum sjálfum. Í skáldsögunni Nautið eftir Stefán Mána má finna mörg þessi naut og svipi þeirra afturgengna. Sagan tekst þó helst á við mannskepnuna sjálfa og það óhugnanlega og firrta sem hún getur tekið upp á og þegar upp er staðið er nautið kannski eina heiðarlega veran í bókinni og sú sem allir sækja í á einn eða annan hátt. Sagan hefst þegar tvær ferðakonur hnjóta um vegsummerki um skelfilegan glæp á sveitabæ. Skipt er um sögusvið og við kynnumst Hönnu sem hefur fallið kylliflöt í sollinn í Reykjavík, á ógeðslegan ofbeldisglæpaforingja fyrir kærasta og virðast allar bjargir bannaðar. Þá er aftur klippt og nú inn í fangaklefa á Eskifirði þar sem dularfullur maður bíður örlaga sinna. Við sögu koma einnig demantar og kókaín, einangrun og ótti og saman mynda þessir þættir kjöraðstæður fyrir glæpi og svik. Þróun frásagnarinnar er langt frá því að vera fyrirséð og það hvernig púslin falla saman í lokin situr lengi með lesandanum og fær hann til að líta til baka yfir söguna og sjá vísbendingar sem honum voru kannski ekki endilega ljósar á meðan á lestrinum stóð. Nautið er gríðarlega spennandi og á köflum mjög óhugnanleg bók. Leiðarstefið nautið er vel nýtt og kemur víða fyrir í ólíkum myndum, til dæmis er unnustinn ofbeldishneigði mikill aðdáandi Chicago Bulls og þá koma kúrekar einnig oft við sögu. Í rauninni má segja að sögusviðið allt minni á hið goðsögulega villta vestur, lögleysan er alger, fólk skipast í hlutverk sem það á enga möguleika á að sleppa úr og það er í höndum einstaklinganna sjálfra að ná því fram sem þeir vilja, með misjöfnum árangri. Samúðin liggur einna helst hjá Hönnu, konunni (jafnvel með stóru K-i) sem á sér aldrei viðreisnar von í þessu karlavestri og er fórnað hvað eftir annað á altari græðgi og mannvonsku. Fregnir hafa borist af því að til standi að gera sjónvarpsþáttaröð eftir bókinni og það er ekki erfitt að sjá hvernig sú hugmynd gæti hafa komið upp. Lýsingar eru nákvæmar og stundum nánast of auðvelt að sjá fyrir sér myndirnar sem dregnar eru upp af aðstæðum og atvikum. Einhverjum kynni að þykja freistandi að sleppa því að lesa bókina og bíða bara eftir þáttunum. Vissulega verður spennandi að sjá hvernig samspil Baldvins Z og Stefáns Mána þróast við að koma þessari sögu í myndform en alveg ástæðulaust að láta það hafa af sér ánægjuna við að lesa Nautið upp til agna. Samantekt: Óhugnanlega vel skrifuð, vel fléttuð og vel spennandi saga.
Menning Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira