Tvístígandi á hemlunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. desember 2015 01:00 Flestir þjóðarleiðtogar heims halda til Parísar í næstu viku til að semja um bindandi aðgerðir í loftslagsmálum. Árum saman hefur illa gengið að komast að samkomulagi, en í þetta skiptið er bjartsýnin eitthvað meiri. Öll stærstu ríkin, sem bera mesta ábyrgð á losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið, hafa fyrir ráðstefnuna gefið vilyrði fyrir því að draga nokkuð myndarlega úr losun á næstu árum og áratugum. Alþjóðaráðstefnur af þessu tagi hafa verið haldnar á hverju einasta ári síðustu tvo áratugina. Þessi verður sú 21. í röðinni. Fljótlega sáu menn að setja þyrfti sér það markmið, sem þótti nokkuð djarft en nauðsynlegt, að draga nægilega úr losun til þess að hitastig andrúmsloftsins hækkaði ekki um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltinguna. Aldrei tókst þó að ná neinu samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná þessu marki. Enda hefðu jarðarbúar þurft að draga býsna hressilega úr losun sinni til að það tækist. Þær aðgerðir yrðu verulega kostnaðarsamar og hætt við því að hagvöxtur yrði óþægilega mikið minni á meðan. Auk þess strandaði samkomulagið meðal annars ítrekað á því að auðugri ríki heims voru ekki tilbúin til að taka þátt í kostnaði hinna fátækari af slíkum aðgerðum. Tveggja gráðu markið var upphaflega nefnt með þeim rökum að einungis þannig væri tryggt að hlýnun jarðar myndi ekki valda verulega mikilli röskun á lífsháttum margra jarðarbúa. Hin aukna bjartsýni fyrir ráðstefnuna í París stafar ekki síst af því að flest helstu ríki jarðar hafa gefið vilyrði um að draga nokkuð myndarlega úr losun. Þau vilyrði, sem þegar hafa verið gefin, duga hins vegar ekki til þess að ná tveggja gráðu markinu. Verði staðið við vilyrðin, þá má búast við að hitinn hækki um 2,7°C. Enn er samt stefnt að samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná tveggja gráðu markinu, þannig að greinilega má búast við erfiðum samningaviðræðum í París næsta hálfa mánuðinn. Alþjóðaráðstefnurnar um loftslagsmál eru haldnar á vegum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem var stofnuð árið 1995 og hefur frá upphafi haft það markmið að safna saman upplýsingum um rannsóknir á loftslagsbreytingum. Smám saman hefur þetta safn rannsókna orðið æ meira að vöxtum og þar er nú saman komin gríðarleg þekking á orsökum og áhrifum loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Flestir þjóðarleiðtogar heims halda til Parísar í næstu viku til að semja um bindandi aðgerðir í loftslagsmálum. Árum saman hefur illa gengið að komast að samkomulagi, en í þetta skiptið er bjartsýnin eitthvað meiri. Öll stærstu ríkin, sem bera mesta ábyrgð á losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið, hafa fyrir ráðstefnuna gefið vilyrði fyrir því að draga nokkuð myndarlega úr losun á næstu árum og áratugum. Alþjóðaráðstefnur af þessu tagi hafa verið haldnar á hverju einasta ári síðustu tvo áratugina. Þessi verður sú 21. í röðinni. Fljótlega sáu menn að setja þyrfti sér það markmið, sem þótti nokkuð djarft en nauðsynlegt, að draga nægilega úr losun til þess að hitastig andrúmsloftsins hækkaði ekki um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltinguna. Aldrei tókst þó að ná neinu samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná þessu marki. Enda hefðu jarðarbúar þurft að draga býsna hressilega úr losun sinni til að það tækist. Þær aðgerðir yrðu verulega kostnaðarsamar og hætt við því að hagvöxtur yrði óþægilega mikið minni á meðan. Auk þess strandaði samkomulagið meðal annars ítrekað á því að auðugri ríki heims voru ekki tilbúin til að taka þátt í kostnaði hinna fátækari af slíkum aðgerðum. Tveggja gráðu markið var upphaflega nefnt með þeim rökum að einungis þannig væri tryggt að hlýnun jarðar myndi ekki valda verulega mikilli röskun á lífsháttum margra jarðarbúa. Hin aukna bjartsýni fyrir ráðstefnuna í París stafar ekki síst af því að flest helstu ríki jarðar hafa gefið vilyrði um að draga nokkuð myndarlega úr losun. Þau vilyrði, sem þegar hafa verið gefin, duga hins vegar ekki til þess að ná tveggja gráðu markinu. Verði staðið við vilyrðin, þá má búast við að hitinn hækki um 2,7°C. Enn er samt stefnt að samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná tveggja gráðu markinu, þannig að greinilega má búast við erfiðum samningaviðræðum í París næsta hálfa mánuðinn. Alþjóðaráðstefnurnar um loftslagsmál eru haldnar á vegum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem var stofnuð árið 1995 og hefur frá upphafi haft það markmið að safna saman upplýsingum um rannsóknir á loftslagsbreytingum. Smám saman hefur þetta safn rannsókna orðið æ meira að vöxtum og þar er nú saman komin gríðarleg þekking á orsökum og áhrifum loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira