Tvístígandi á hemlunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. desember 2015 01:00 Flestir þjóðarleiðtogar heims halda til Parísar í næstu viku til að semja um bindandi aðgerðir í loftslagsmálum. Árum saman hefur illa gengið að komast að samkomulagi, en í þetta skiptið er bjartsýnin eitthvað meiri. Öll stærstu ríkin, sem bera mesta ábyrgð á losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið, hafa fyrir ráðstefnuna gefið vilyrði fyrir því að draga nokkuð myndarlega úr losun á næstu árum og áratugum. Alþjóðaráðstefnur af þessu tagi hafa verið haldnar á hverju einasta ári síðustu tvo áratugina. Þessi verður sú 21. í röðinni. Fljótlega sáu menn að setja þyrfti sér það markmið, sem þótti nokkuð djarft en nauðsynlegt, að draga nægilega úr losun til þess að hitastig andrúmsloftsins hækkaði ekki um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltinguna. Aldrei tókst þó að ná neinu samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná þessu marki. Enda hefðu jarðarbúar þurft að draga býsna hressilega úr losun sinni til að það tækist. Þær aðgerðir yrðu verulega kostnaðarsamar og hætt við því að hagvöxtur yrði óþægilega mikið minni á meðan. Auk þess strandaði samkomulagið meðal annars ítrekað á því að auðugri ríki heims voru ekki tilbúin til að taka þátt í kostnaði hinna fátækari af slíkum aðgerðum. Tveggja gráðu markið var upphaflega nefnt með þeim rökum að einungis þannig væri tryggt að hlýnun jarðar myndi ekki valda verulega mikilli röskun á lífsháttum margra jarðarbúa. Hin aukna bjartsýni fyrir ráðstefnuna í París stafar ekki síst af því að flest helstu ríki jarðar hafa gefið vilyrði um að draga nokkuð myndarlega úr losun. Þau vilyrði, sem þegar hafa verið gefin, duga hins vegar ekki til þess að ná tveggja gráðu markinu. Verði staðið við vilyrðin, þá má búast við að hitinn hækki um 2,7°C. Enn er samt stefnt að samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná tveggja gráðu markinu, þannig að greinilega má búast við erfiðum samningaviðræðum í París næsta hálfa mánuðinn. Alþjóðaráðstefnurnar um loftslagsmál eru haldnar á vegum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem var stofnuð árið 1995 og hefur frá upphafi haft það markmið að safna saman upplýsingum um rannsóknir á loftslagsbreytingum. Smám saman hefur þetta safn rannsókna orðið æ meira að vöxtum og þar er nú saman komin gríðarleg þekking á orsökum og áhrifum loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Flestir þjóðarleiðtogar heims halda til Parísar í næstu viku til að semja um bindandi aðgerðir í loftslagsmálum. Árum saman hefur illa gengið að komast að samkomulagi, en í þetta skiptið er bjartsýnin eitthvað meiri. Öll stærstu ríkin, sem bera mesta ábyrgð á losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið, hafa fyrir ráðstefnuna gefið vilyrði fyrir því að draga nokkuð myndarlega úr losun á næstu árum og áratugum. Alþjóðaráðstefnur af þessu tagi hafa verið haldnar á hverju einasta ári síðustu tvo áratugina. Þessi verður sú 21. í röðinni. Fljótlega sáu menn að setja þyrfti sér það markmið, sem þótti nokkuð djarft en nauðsynlegt, að draga nægilega úr losun til þess að hitastig andrúmsloftsins hækkaði ekki um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltinguna. Aldrei tókst þó að ná neinu samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná þessu marki. Enda hefðu jarðarbúar þurft að draga býsna hressilega úr losun sinni til að það tækist. Þær aðgerðir yrðu verulega kostnaðarsamar og hætt við því að hagvöxtur yrði óþægilega mikið minni á meðan. Auk þess strandaði samkomulagið meðal annars ítrekað á því að auðugri ríki heims voru ekki tilbúin til að taka þátt í kostnaði hinna fátækari af slíkum aðgerðum. Tveggja gráðu markið var upphaflega nefnt með þeim rökum að einungis þannig væri tryggt að hlýnun jarðar myndi ekki valda verulega mikilli röskun á lífsháttum margra jarðarbúa. Hin aukna bjartsýni fyrir ráðstefnuna í París stafar ekki síst af því að flest helstu ríki jarðar hafa gefið vilyrði um að draga nokkuð myndarlega úr losun. Þau vilyrði, sem þegar hafa verið gefin, duga hins vegar ekki til þess að ná tveggja gráðu markinu. Verði staðið við vilyrðin, þá má búast við að hitinn hækki um 2,7°C. Enn er samt stefnt að samkomulagi um aðgerðir, sem myndu duga til þess að ná tveggja gráðu markinu, þannig að greinilega má búast við erfiðum samningaviðræðum í París næsta hálfa mánuðinn. Alþjóðaráðstefnurnar um loftslagsmál eru haldnar á vegum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem var stofnuð árið 1995 og hefur frá upphafi haft það markmið að safna saman upplýsingum um rannsóknir á loftslagsbreytingum. Smám saman hefur þetta safn rannsókna orðið æ meira að vöxtum og þar er nú saman komin gríðarleg þekking á orsökum og áhrifum loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira