Gylltir tónar og rauðar varir Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 5. desember 2015 17:00 Förðunarfræðingurinn Diego Batista veit hvað hann syngur þegar kemur að förðun og tísku. Vísir/Anton Tíska og förðun er breytileg eftir árstíma og eru jólin engin undantekning á því. Hefðbundnir jólalitir eru rauður, silfur, gylltur og grænn en förðunarfræðingurinn Diego Batista segir jólaförðunina í ár einkennast af gylltum tónum á augum, eyeliner, ljómandi og bronsuðum kinnum og rauðum tónum á varir sem fullkomna hið klassíska jólaútlit. „Það er þó engin þörf á því að halda sig eingöngu við þessa liti, sérstaklega þar sem áhrifa tíunda áratugarins gætir í förðun og tísku þessa stundina. Þannig að litir með fjólubláum tón og/eða mjög glansandi á varir gæti verið skemmtilegt,“ útskýrir Diego. Hann áréttar að mikilvægt sé að fara ekki yfir strikið í jólaförðuninni, það sé allt í góðu að nota smávegis glitrandi liti á augu, neglur eða á varir en ekki á allt í einu. Diego segir að meðal förðunartrenda fyrir veturinn sé að nota mörg lög af maskara þannig að dúkkulegt útlit fáist og að varir verði meira glansandi. „Svartur eyeliner er alltaf í tísku, það er bara spurning um hvar og hvernig á að setja hann á. Í vetur á að setja hann í vatnslínuna, svæðið á milli neðri augnhára og sjálfs augans. Meiri áhersla verður lögð á náttúrulega förðun með heilbrigðu, útiteknu útliti.“Nútímaleg förðun„Í þessa förðun var notaður frekar dökkur, rauður varalitur en hann er hér aðallega notaður sem nokkurs konar yfirlýsing á förðuninni. Húðin er mjög ljós, á hana er notaður léttur farði, sólarpúður á vangana og fallegur gylltur highlighter settur á kinnar, nef og fyrir ofan efri vör, í amorsbogann. Á augu er notaður ljós augnskuggi, eyeliner án spíss og maskari til að fá fram nokkurs konar dúkkulegt yfirbragð. Einnig er smávegis gylltu augnskuggadufti dúmpað á augnlokin. Í hárið var notað saltsprey til að gefa útlitinu meiri hlýleika.“Klassísk förðun„Þessi förðun er falleg bæði fyrir jól og áramót. Húðin er höfð mjög ljós og náttúruleg en ferskjulitaður kinnalitur notaður til að fá meiri hlýju. Maskarinn er settur á í nokkrum lögum til að ná nokkurs konar tætingslegu dúkkuútliti á augun. Til að fá meira drama í förðunina er litur settur í „cut crease“ eða í línu á svæðið milli augnloks og augnbeins. Á augnlokið er ljós húðlitaður augnskuggi. Undir augun er öfug „smokey“ förðun en þá er svartur eða brúnn augnblýantur notaður og dreift aðeins úr honum. Á varirnar er settur mjög ljós, mattur appelsínugulur litur auk gloss í tveimur mismunandi gylltum tónum en gyllt gloss er inn í vetur." Hárið var blásið til að fá smá fyllingu í það og það svo greitt aftur með hárspreyi og saltspreyi.“ Jól Jólafréttir Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tíska og förðun er breytileg eftir árstíma og eru jólin engin undantekning á því. Hefðbundnir jólalitir eru rauður, silfur, gylltur og grænn en förðunarfræðingurinn Diego Batista segir jólaförðunina í ár einkennast af gylltum tónum á augum, eyeliner, ljómandi og bronsuðum kinnum og rauðum tónum á varir sem fullkomna hið klassíska jólaútlit. „Það er þó engin þörf á því að halda sig eingöngu við þessa liti, sérstaklega þar sem áhrifa tíunda áratugarins gætir í förðun og tísku þessa stundina. Þannig að litir með fjólubláum tón og/eða mjög glansandi á varir gæti verið skemmtilegt,“ útskýrir Diego. Hann áréttar að mikilvægt sé að fara ekki yfir strikið í jólaförðuninni, það sé allt í góðu að nota smávegis glitrandi liti á augu, neglur eða á varir en ekki á allt í einu. Diego segir að meðal förðunartrenda fyrir veturinn sé að nota mörg lög af maskara þannig að dúkkulegt útlit fáist og að varir verði meira glansandi. „Svartur eyeliner er alltaf í tísku, það er bara spurning um hvar og hvernig á að setja hann á. Í vetur á að setja hann í vatnslínuna, svæðið á milli neðri augnhára og sjálfs augans. Meiri áhersla verður lögð á náttúrulega förðun með heilbrigðu, útiteknu útliti.“Nútímaleg förðun„Í þessa förðun var notaður frekar dökkur, rauður varalitur en hann er hér aðallega notaður sem nokkurs konar yfirlýsing á förðuninni. Húðin er mjög ljós, á hana er notaður léttur farði, sólarpúður á vangana og fallegur gylltur highlighter settur á kinnar, nef og fyrir ofan efri vör, í amorsbogann. Á augu er notaður ljós augnskuggi, eyeliner án spíss og maskari til að fá fram nokkurs konar dúkkulegt yfirbragð. Einnig er smávegis gylltu augnskuggadufti dúmpað á augnlokin. Í hárið var notað saltsprey til að gefa útlitinu meiri hlýleika.“Klassísk förðun„Þessi förðun er falleg bæði fyrir jól og áramót. Húðin er höfð mjög ljós og náttúruleg en ferskjulitaður kinnalitur notaður til að fá meiri hlýju. Maskarinn er settur á í nokkrum lögum til að ná nokkurs konar tætingslegu dúkkuútliti á augun. Til að fá meira drama í förðunina er litur settur í „cut crease“ eða í línu á svæðið milli augnloks og augnbeins. Á augnlokið er ljós húðlitaður augnskuggi. Undir augun er öfug „smokey“ förðun en þá er svartur eða brúnn augnblýantur notaður og dreift aðeins úr honum. Á varirnar er settur mjög ljós, mattur appelsínugulur litur auk gloss í tveimur mismunandi gylltum tónum en gyllt gloss er inn í vetur." Hárið var blásið til að fá smá fyllingu í það og það svo greitt aftur með hárspreyi og saltspreyi.“
Jól Jólafréttir Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira