Jólamatur frá Miðjarðarhafinu Elín Albertsdóttir skrifar 5. desember 2015 10:00 Matreiðslumennirnir Georg Arnar Halldórsson og Leifur Kolbeinsson á Kolabrautinni eru komnir í jólaskap og bjóða upp á uppskriftir að ljúffengum réttum. Georg Arnar Halldórsson, matreiðslumaður á Kolabrautinni, aðhyllist matargerð sem myndi kallast sambland af norrænni matarhefð og Miðjarðarhafs. Hann gefur hér einfaldar og mjög góðar uppskriftir sem allir ættu að gera gert um jólin. Í forrétt er Georg með farinata en það er eins konar flatbrauð sem mjög gott er að bera fram með ostum og áleggspylsum. Það er frábær forréttur og afar einfalt að gera. Kjúklingabaunahveitið sem notað er í brauðið er þó erfitt að fá en fæst í Frú Laugu. Georg segir að eingöngu sé hægt að nota það í þessa uppskrift. „Ég valdi rétti sem allir gera gert og eru mjög góðir. Nautið svíkur engan en ekki þarf mikið meðlæti með því. Hvítkálið er svakalega auðvelt að gera og mjög gott,“ segir hann. „Við höfum verið með svona rétt á Kolabrautinni og hann hefur verið mjög vinsæll.“Farinata flatbrauð með rósmarín í forrétt. Gott með áleggspylsum, parmaskinku og ostum.MYND/ANTONFarinata með rósmaríni (fyrir fjóra ) 900 g volgt vatn 300 g kjúklingabaunahveiti (fæst í Frú Laugu ) 200 g jómfrúarolía 2 msk. rósmarín salt og pipar eftir smekk Hellið vatni í skál, sigtið kjúklingabaunahveitið og hrærið út í þar til deigið er orðið kekkjalaust, bætið síðan ólífuolíunni við. Setjið plast yfir skálina og látið hvíla á volgum stað í tvær klukkustundir. Forhitið ofninn í 250°C, hitið pönnu með ólífuolíu þar til fer að rjúka úr henni. Hrærið vel í deiginu og hellið því síðan varlega á pönnu, ca. 1 cm á þykkt. Stráið svo rósmaríni yfir ásamt salti og pipar. Flytjið pönnuna yfir í ofninn og bakið í ca. 10 mínútur. Þegar farinatan er klár ætti hún að vera stökk ofan á og mjúk í miðjunni. Gott er að bera hana fram með til dæmis ricottaosti og parmaskinku.Nautalund með brasseruðu hvítkáli (fyrir fjóra) 800 g nautalund olía salt og pipar Hreinsið nautalundina og steikið vel á öllum hliðum á pönnu upp úr ólífuolíu. Þegar lundin eru orðin vel brúnuð, takið hana af pönnunni og klárið í ofni þar til kjötið hefur náð 50°C kjarnhita. Hvílið kjötið í að minnsta kosti fjórar mínútur eftir að það kemur úr ofninum.Farinata-flatbrauð með rósmaríni í forrétt. Gott með áleggspylsum, parmaskinku og ostum.MYND/ANTONEinföld pönnusósa20 g ferskt blóðberg 30 g skalottlaukur 2 hvítlauksgeirar 250 g púrtvín 15 g balsamedik 250 g smjör salt og pipar Notið sömu pönnu og kjötið var steikt á. Svitið skalottlauk, hvítlauk, og blóðberg í ca. 1 mínútu, hellið síðan púrtvíni yfir og balsamediki. Sjóðið niður þar til að vökvinn líkist sírópi. Takið þá pönnuna af og hrærið út í köldu smjörinu og kryddið með salti og pipar. Sigtið sósuna og berið fram með nautinu.Brasserað hvítkál300 g hvítkál 60 g smjör 120 g beikon 2 g svartur pipar 1 g salt 50 g Pernod-líkjör Forhitið ofn í 200°C. Allt nema Pernod-líkjörinn er sett í eldfast mót og bakað í 15 mínútur (hrærið reglulega í kálinu). Pernod-líkjörnum er síðan bætt við í lokin og kálið bakað í tvær mínútur til viðbótar. Jól Jólamatur Mest lesið Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sósan má ekki klikka Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Jól í anda fagurkerans Jól Erfið leiðin að jólaskónum Jól Krakkarnir gapandi yfir Askasleiki Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól
Georg Arnar Halldórsson, matreiðslumaður á Kolabrautinni, aðhyllist matargerð sem myndi kallast sambland af norrænni matarhefð og Miðjarðarhafs. Hann gefur hér einfaldar og mjög góðar uppskriftir sem allir ættu að gera gert um jólin. Í forrétt er Georg með farinata en það er eins konar flatbrauð sem mjög gott er að bera fram með ostum og áleggspylsum. Það er frábær forréttur og afar einfalt að gera. Kjúklingabaunahveitið sem notað er í brauðið er þó erfitt að fá en fæst í Frú Laugu. Georg segir að eingöngu sé hægt að nota það í þessa uppskrift. „Ég valdi rétti sem allir gera gert og eru mjög góðir. Nautið svíkur engan en ekki þarf mikið meðlæti með því. Hvítkálið er svakalega auðvelt að gera og mjög gott,“ segir hann. „Við höfum verið með svona rétt á Kolabrautinni og hann hefur verið mjög vinsæll.“Farinata flatbrauð með rósmarín í forrétt. Gott með áleggspylsum, parmaskinku og ostum.MYND/ANTONFarinata með rósmaríni (fyrir fjóra ) 900 g volgt vatn 300 g kjúklingabaunahveiti (fæst í Frú Laugu ) 200 g jómfrúarolía 2 msk. rósmarín salt og pipar eftir smekk Hellið vatni í skál, sigtið kjúklingabaunahveitið og hrærið út í þar til deigið er orðið kekkjalaust, bætið síðan ólífuolíunni við. Setjið plast yfir skálina og látið hvíla á volgum stað í tvær klukkustundir. Forhitið ofninn í 250°C, hitið pönnu með ólífuolíu þar til fer að rjúka úr henni. Hrærið vel í deiginu og hellið því síðan varlega á pönnu, ca. 1 cm á þykkt. Stráið svo rósmaríni yfir ásamt salti og pipar. Flytjið pönnuna yfir í ofninn og bakið í ca. 10 mínútur. Þegar farinatan er klár ætti hún að vera stökk ofan á og mjúk í miðjunni. Gott er að bera hana fram með til dæmis ricottaosti og parmaskinku.Nautalund með brasseruðu hvítkáli (fyrir fjóra) 800 g nautalund olía salt og pipar Hreinsið nautalundina og steikið vel á öllum hliðum á pönnu upp úr ólífuolíu. Þegar lundin eru orðin vel brúnuð, takið hana af pönnunni og klárið í ofni þar til kjötið hefur náð 50°C kjarnhita. Hvílið kjötið í að minnsta kosti fjórar mínútur eftir að það kemur úr ofninum.Farinata-flatbrauð með rósmaríni í forrétt. Gott með áleggspylsum, parmaskinku og ostum.MYND/ANTONEinföld pönnusósa20 g ferskt blóðberg 30 g skalottlaukur 2 hvítlauksgeirar 250 g púrtvín 15 g balsamedik 250 g smjör salt og pipar Notið sömu pönnu og kjötið var steikt á. Svitið skalottlauk, hvítlauk, og blóðberg í ca. 1 mínútu, hellið síðan púrtvíni yfir og balsamediki. Sjóðið niður þar til að vökvinn líkist sírópi. Takið þá pönnuna af og hrærið út í köldu smjörinu og kryddið með salti og pipar. Sigtið sósuna og berið fram með nautinu.Brasserað hvítkál300 g hvítkál 60 g smjör 120 g beikon 2 g svartur pipar 1 g salt 50 g Pernod-líkjör Forhitið ofn í 200°C. Allt nema Pernod-líkjörinn er sett í eldfast mót og bakað í 15 mínútur (hrærið reglulega í kálinu). Pernod-líkjörnum er síðan bætt við í lokin og kálið bakað í tvær mínútur til viðbótar.
Jól Jólamatur Mest lesið Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sósan má ekki klikka Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Jól í anda fagurkerans Jól Erfið leiðin að jólaskónum Jól Krakkarnir gapandi yfir Askasleiki Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól