Eygló: Með harðsperrur í kinnunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2015 17:28 Eygló fagnar á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug í síðasta mánuði. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með að lýsa ánægju sinni með bronsverðlaunin sín á EM í sundi þegar Vísir náði tali af henni í dag. Hún var þá nýkomin af verðlaunapallinum eftir að hafa unnið brons í 100 m baksundi á EM í 25 m laug í Ísrael. Eygló er fyrst íslenskra sundkvenna til að vinna verðlaun á stórmóti í sundi.Sjá einnig: Eygló Ósk vann brons á Evrópumótinu „Ég er komin með harðsperrur í kinnarnar, ég er búin að brosa svo mikið,“ sagði Eygló og hló. Hún segist ekki hafa áttað sig á þegar hún tók síðustu sundtökin að hún væri að tryggja sér verðlaunasæti. „Ég held að ég hafi þurft að horfa upp á töfluna í svona eina og hálfa mínútu til að trúa þessu og átta mig á því að ég hafi í alvörunni náð þriðja sætinu. Ég táraðist bara við það.“ Sterkasta grein Eyglóar er þó 200 m baksundið og segir hún að aðalmarkmið sitt hafi verið að vera á meðal fimm efstu í þeirri grein á mótinu. Keppt er í 200 m baksundi strax í fyrramálið og hefur hún því lítinn tíma til að jafna sig. „Ég þarf eiginlega að drífa mig aftur í laugina til að synda mig niður,“ segir hún. „Ég þarf að slaka á og fara í nudd til að vera tilbúin á morgun.“Sjá einnig: Besti árangur íslenskrar sundkonu Engin undanúrslit eru í 200 m baksundi og því fara bestu átta sundkonurnar úr undanrásunum beint í úrslitin sem fara fram síðdegis á morgun. „Ég held að ég eigi ekki eftir að átta mig almennilega á þessu fyrr en síðar í kvöld. Nú þarf ég strax að byrja að einbeita mér að næstu grein,“ sagði hún en nánar verður rætt við hana og landsliðsþjálfarann Jacky Pellerin í Fréttablaðinu á morgun. Sund Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með að lýsa ánægju sinni með bronsverðlaunin sín á EM í sundi þegar Vísir náði tali af henni í dag. Hún var þá nýkomin af verðlaunapallinum eftir að hafa unnið brons í 100 m baksundi á EM í 25 m laug í Ísrael. Eygló er fyrst íslenskra sundkvenna til að vinna verðlaun á stórmóti í sundi.Sjá einnig: Eygló Ósk vann brons á Evrópumótinu „Ég er komin með harðsperrur í kinnarnar, ég er búin að brosa svo mikið,“ sagði Eygló og hló. Hún segist ekki hafa áttað sig á þegar hún tók síðustu sundtökin að hún væri að tryggja sér verðlaunasæti. „Ég held að ég hafi þurft að horfa upp á töfluna í svona eina og hálfa mínútu til að trúa þessu og átta mig á því að ég hafi í alvörunni náð þriðja sætinu. Ég táraðist bara við það.“ Sterkasta grein Eyglóar er þó 200 m baksundið og segir hún að aðalmarkmið sitt hafi verið að vera á meðal fimm efstu í þeirri grein á mótinu. Keppt er í 200 m baksundi strax í fyrramálið og hefur hún því lítinn tíma til að jafna sig. „Ég þarf eiginlega að drífa mig aftur í laugina til að synda mig niður,“ segir hún. „Ég þarf að slaka á og fara í nudd til að vera tilbúin á morgun.“Sjá einnig: Besti árangur íslenskrar sundkonu Engin undanúrslit eru í 200 m baksundi og því fara bestu átta sundkonurnar úr undanrásunum beint í úrslitin sem fara fram síðdegis á morgun. „Ég held að ég eigi ekki eftir að átta mig almennilega á þessu fyrr en síðar í kvöld. Nú þarf ég strax að byrja að einbeita mér að næstu grein,“ sagði hún en nánar verður rætt við hana og landsliðsþjálfarann Jacky Pellerin í Fréttablaðinu á morgun.
Sund Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira