Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 1. desember 2015 21:00 Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík hefur verið í hnút í margar vikur, en síðasti formlegi samningafundur í deilunni var í gær og var stóð aðeins yfir í tæpa klukkustund. Fréttastofa ræddi í dag við fjölda starfsmanna Álversins og voru þeir flestir sammála um að hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Enginn þeirra vildi aftur á móti koma í viðtal af ótta við að missa vinnuna. Starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu kom hingað til lands í gær til að ræða við starfsfólkið og reyna að koma á sáttum. Deilan snýst að mestu leyti um aukna heimild Rio Tinto til verktöku, en Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, segir það ekki ætla að draga í land með þær kröfur. „Það er aðalmarkmiðið hjá okkur að reyna að semja og við erum enn að reyna að ná samningum. Við erum búin að vera í óformlegum viðræðum og erum líka að ræða saman innbyrðis hér, hvað er hægt að gera og hvernig sé hægt að nálgast þessa stöðu“ segir Rannveig. Mikil óvissa ríkir um framtíð álversins, verði af fyrirhuguðu verkfalli starfsmanna. Ekki verður þó slökkt á öllum kerunum fyrr en 16 desember, en komi til þess eru líkur á að fyrirtækið loki til frambúðar. Rannveig vísar á bug ásökunum um að búið hafi verið að ákveða að loka álverinu hér á landi áður en til deilunnar kom. Fái hún einhverju ráðið sé fyrirtækið ekki á förum. „Við erum að miða við það að sitja við sama borð og önnur fyrirtæki. Þessar kröfur eru sanngjarnar og eðlilegar og okkur munar um allt. Við erum búin að bjóða það sama og á almennum markaði, tugprósenta hækkanir, bónusa og ýmislegt fleira auk þess að vera nýlega búin að fjárfesta hér á landi fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík hefur verið í hnút í margar vikur, en síðasti formlegi samningafundur í deilunni var í gær og var stóð aðeins yfir í tæpa klukkustund. Fréttastofa ræddi í dag við fjölda starfsmanna Álversins og voru þeir flestir sammála um að hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Enginn þeirra vildi aftur á móti koma í viðtal af ótta við að missa vinnuna. Starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu kom hingað til lands í gær til að ræða við starfsfólkið og reyna að koma á sáttum. Deilan snýst að mestu leyti um aukna heimild Rio Tinto til verktöku, en Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, segir það ekki ætla að draga í land með þær kröfur. „Það er aðalmarkmiðið hjá okkur að reyna að semja og við erum enn að reyna að ná samningum. Við erum búin að vera í óformlegum viðræðum og erum líka að ræða saman innbyrðis hér, hvað er hægt að gera og hvernig sé hægt að nálgast þessa stöðu“ segir Rannveig. Mikil óvissa ríkir um framtíð álversins, verði af fyrirhuguðu verkfalli starfsmanna. Ekki verður þó slökkt á öllum kerunum fyrr en 16 desember, en komi til þess eru líkur á að fyrirtækið loki til frambúðar. Rannveig vísar á bug ásökunum um að búið hafi verið að ákveða að loka álverinu hér á landi áður en til deilunnar kom. Fái hún einhverju ráðið sé fyrirtækið ekki á förum. „Við erum að miða við það að sitja við sama borð og önnur fyrirtæki. Þessar kröfur eru sanngjarnar og eðlilegar og okkur munar um allt. Við erum búin að bjóða það sama og á almennum markaði, tugprósenta hækkanir, bónusa og ýmislegt fleira auk þess að vera nýlega búin að fjárfesta hér á landi fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira