Lífið

Besta farfuglaheimili í veröldinni á Vesturgötu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Emilia Prodea, gæðastjóri farfugla, Thomas Banakas, móttökustjóri á Vesturgötu, Kristi Strik, starfsmaður á Vesturgötu, og Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Reykjavíkurheimilanna.
Mynd/Úr einkasafni
Emilia Prodea, gæðastjóri farfugla, Thomas Banakas, móttökustjóri á Vesturgötu, Kristi Strik, starfsmaður á Vesturgötu, og Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Reykjavíkurheimilanna. Mynd/Úr einkasafni
„Við erum þakklát gestunum okkar fyrir þessa frábæru viðurkenningu. Hún er okkur hvatning til að gera enn betur,“ sagði Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfuglaheimilanna í Reykjavík, þegar ljóst var að gestir sem bókuðu gistingu gegnum alþjóðasamtök farfugla settu heimilið á Vesturgötu 17 í efsta sæti. 

Það starfar, líkt og hin tvö í borginni; í Laugardalnum og Loft í Bankastræti, samkvæmt eigin sjálfbærnistefnu og hlaut líka þriðja sæti fyrir störf sín að umhverfismálum.

Farfuglaheimilið á Bíldudal var í þriðja sæti í kosningunni um vinalegasta farfuglaheimilið og náði auk þess í fimmta sætið fyrir störf sín að umhverfismálum.

Þetta verður að teljast sérlega glæsilegur árangur þar sem alls eru um 2.500 farfuglaheimili um allan heim í bókunarvélinni og til þess að komast á listana þarf hvert heimili að fá álit frá fleiri en 60 gestum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.