Kunnugleg sveitasælusál Björn Teitsson skrifar 1. desember 2015 08:30 Júníus Meyvant EP Record Records Það er eitthvað kunnuglegt við Júníus Meyvant, Eyjapeyja á þrítugsaldri sem hefur fengið talsverða spilun á ljósvakamiðlum á undanförnu ári. Því er að þakka frambærilegum slagara, „Color Decay“, sem hefur yljað Íslendingum um hjartarætur síðan kuldasumarið mikla 2014. Tónlist Júníusar myndi vafalaust flokkast til svokallaðrar „freak-folk,“ tónlistarstefnu sem má segja að sameini sálar-, þjóðlaga-og sveitatónlist í hippagallanum með dassi af töfrum í formi faglegra strengja-og blásturshljóðfæraútsetninga. Stefnan, sem ruddi sér rúms í Bandaríkjunum á 7. áratug síðustu aldar en líklega fullkomnuð í byrjun þess áttunda í Stóra-Bretlandi, hefur sprungið út með miklum hvelli á síðasta áratug. Í fyrstu læddist hún hægt með sveitum eins og Grizzly Bear eða Fleet Foxes en nú virðist ómögulegt að fara í svo mikið sem Bónus eða sjá stiklu úr væntanlegri kvikmynd án þess að undir hljómi tónlist úr þessum ranni. Það er líklega það sem er svo kunnuglegt. Á þessu ári kom út stuttskífan EP (fyndið) sem inniheldur fjögur lög en þar á meðal er áðurnefndur slagari. Platan hefst á laginu „Hailslide“, sem er í sálarlegri kantinum. Strengjaútsetningin í laginu er alveg á Curtis Mayfield-leveli og lúðrarnir negla algerlega „stækkun“ lagsins í virkilega hlýrri og skemmtilegri melódíu. Langbesta lagið af þeim fjórum. „Color Decay“ fylgir í kjölfarið en vinsældir þess eru auðskildar. Fínar raddanir, strengir rúmlega í lagi og meira að segja sing-along kafli. Síðari lögin tvö, „Glold Laces“ og „Signals“, eru í rólegri kantinum, vel unnin en blæbrigðaminni en upphafssmellirnir tveir. EP er, eins og áður segir, stuttskífa og því erfitt að dæma hana sem einhvers konar „listræna heild,“ en það verður líklega þróunin með flesta popptónlist héðan í frá. Í öllu falli er hér á ferðinni efnilegur tónlistarmaður. Júníus er ekki að finna upp hjólið enda engin þörf á því. Miðað við þessa byrjun hefur hann fundið fjölina sína, sem hann má gjarnan halda áfram að hefla og slípa til.Niðurstaða: Grípandi lög. Þægileg áhlustunar og laus við alla stæla. Virkilega frambærileg byrjun hjá efnilegum tónlistarmanni. Menning Tónlist Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Júníus Meyvant EP Record Records Það er eitthvað kunnuglegt við Júníus Meyvant, Eyjapeyja á þrítugsaldri sem hefur fengið talsverða spilun á ljósvakamiðlum á undanförnu ári. Því er að þakka frambærilegum slagara, „Color Decay“, sem hefur yljað Íslendingum um hjartarætur síðan kuldasumarið mikla 2014. Tónlist Júníusar myndi vafalaust flokkast til svokallaðrar „freak-folk,“ tónlistarstefnu sem má segja að sameini sálar-, þjóðlaga-og sveitatónlist í hippagallanum með dassi af töfrum í formi faglegra strengja-og blásturshljóðfæraútsetninga. Stefnan, sem ruddi sér rúms í Bandaríkjunum á 7. áratug síðustu aldar en líklega fullkomnuð í byrjun þess áttunda í Stóra-Bretlandi, hefur sprungið út með miklum hvelli á síðasta áratug. Í fyrstu læddist hún hægt með sveitum eins og Grizzly Bear eða Fleet Foxes en nú virðist ómögulegt að fara í svo mikið sem Bónus eða sjá stiklu úr væntanlegri kvikmynd án þess að undir hljómi tónlist úr þessum ranni. Það er líklega það sem er svo kunnuglegt. Á þessu ári kom út stuttskífan EP (fyndið) sem inniheldur fjögur lög en þar á meðal er áðurnefndur slagari. Platan hefst á laginu „Hailslide“, sem er í sálarlegri kantinum. Strengjaútsetningin í laginu er alveg á Curtis Mayfield-leveli og lúðrarnir negla algerlega „stækkun“ lagsins í virkilega hlýrri og skemmtilegri melódíu. Langbesta lagið af þeim fjórum. „Color Decay“ fylgir í kjölfarið en vinsældir þess eru auðskildar. Fínar raddanir, strengir rúmlega í lagi og meira að segja sing-along kafli. Síðari lögin tvö, „Glold Laces“ og „Signals“, eru í rólegri kantinum, vel unnin en blæbrigðaminni en upphafssmellirnir tveir. EP er, eins og áður segir, stuttskífa og því erfitt að dæma hana sem einhvers konar „listræna heild,“ en það verður líklega þróunin með flesta popptónlist héðan í frá. Í öllu falli er hér á ferðinni efnilegur tónlistarmaður. Júníus er ekki að finna upp hjólið enda engin þörf á því. Miðað við þessa byrjun hefur hann fundið fjölina sína, sem hann má gjarnan halda áfram að hefla og slípa til.Niðurstaða: Grípandi lög. Þægileg áhlustunar og laus við alla stæla. Virkilega frambærileg byrjun hjá efnilegum tónlistarmanni.
Menning Tónlist Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið